Stjórnarandstöðuflokkar unnu kosningarnar í Kósovó Atli Ísleifsson skrifar 6. október 2019 23:40 Albin Kurti er stofnandi og formaður vinstriflokksins Vetevendosje. epa Vinstriflokkurinn Vetevendosje virðist hafa fengið felst atkvæði í þingkosningunum sem fram fóru í Kósovó í dag. Flokkurinn mun þó þurfa að semja við aðra flokka við myndun nýrrar stjórnar. Þegar búið er að telja um 82 prósent atkvæða mælist Vetevendosje (í. Sjálfsákvörðunarréttur) með 26 prósent atkvæða. Annar stjórnarandstöðuflokkur, miðhægriflokkurinn Lýðræðisbandalagið, mælist með 25 prósent atkvæða. Formenn flokkanna tveggja sögðu í kosningabaráttunni að þeir hugðust starfa saman í ríkisstjórn, nái þeir nægilegum þingstyrk. Vilji þeir öruggan meirihluta gætu þeir þó neyðst til að leita á náðir einhverra smáflokka þjóðarbrota – Serba, Tyrkja eða Bosníumanna. Í frétt Reuters segir að kosningarnar í dag séu þær fjórðu frá því að Kósovóar lýstu yfir sjálfstæði árið 2008. Boðað var til kosninganna eftir afsögn forsætisráðherrans Ramush Haradinaj í júlí. Hann hafði þá verið boðaður til að mæta fyrir stríðsglæpadómstól. Stendur til að yfirheyra hann vegna þátttöku hans í stríðsátökum á Balkanstaga á árunum 1998 til 1999 þegar hann gegndi embætti eins hershöfðingja í frelsisher Kósovóa sem barðist fyrir sjálfstæði frá Serbíu. Mikil spenna er í samskiptum Serbíu og Kósovó og mun nýr forsætisráðherra standa frammi fyrir því að koma þeim í eðlilegt ástand. Fráfarandi stjórn sleit viðræðum við serbnesk stjórnvöld fyrir um ári og kom þá á 100 prósent toll á allar vörur frá Serbíu. Kosningaþátttakan í dag var rétt rúm 44 prósent. Kósovó Tengdar fréttir Ásakanir um stríðsglæpi í eldlínunni fyrir þingkosningar í Kósóvó Þingkosningar fara fram í Austur-Evrópuríkinu Kósóvó á morgun, 6. október. Boðað var kosninganna í júní þegar að sitjandi forsætisráðherra landsins, Ramush Haradinaj sagði af sér embætti eftir að hann hafði verið kallaður í yfirheyrslur vegna gruns um að hann hafi framið stríðsglæpi sem foringi í frelsisher Kósóvó á síðasta áratug síðustu aldar. 5. október 2019 14:56 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Vinstriflokkurinn Vetevendosje virðist hafa fengið felst atkvæði í þingkosningunum sem fram fóru í Kósovó í dag. Flokkurinn mun þó þurfa að semja við aðra flokka við myndun nýrrar stjórnar. Þegar búið er að telja um 82 prósent atkvæða mælist Vetevendosje (í. Sjálfsákvörðunarréttur) með 26 prósent atkvæða. Annar stjórnarandstöðuflokkur, miðhægriflokkurinn Lýðræðisbandalagið, mælist með 25 prósent atkvæða. Formenn flokkanna tveggja sögðu í kosningabaráttunni að þeir hugðust starfa saman í ríkisstjórn, nái þeir nægilegum þingstyrk. Vilji þeir öruggan meirihluta gætu þeir þó neyðst til að leita á náðir einhverra smáflokka þjóðarbrota – Serba, Tyrkja eða Bosníumanna. Í frétt Reuters segir að kosningarnar í dag séu þær fjórðu frá því að Kósovóar lýstu yfir sjálfstæði árið 2008. Boðað var til kosninganna eftir afsögn forsætisráðherrans Ramush Haradinaj í júlí. Hann hafði þá verið boðaður til að mæta fyrir stríðsglæpadómstól. Stendur til að yfirheyra hann vegna þátttöku hans í stríðsátökum á Balkanstaga á árunum 1998 til 1999 þegar hann gegndi embætti eins hershöfðingja í frelsisher Kósovóa sem barðist fyrir sjálfstæði frá Serbíu. Mikil spenna er í samskiptum Serbíu og Kósovó og mun nýr forsætisráðherra standa frammi fyrir því að koma þeim í eðlilegt ástand. Fráfarandi stjórn sleit viðræðum við serbnesk stjórnvöld fyrir um ári og kom þá á 100 prósent toll á allar vörur frá Serbíu. Kosningaþátttakan í dag var rétt rúm 44 prósent.
Kósovó Tengdar fréttir Ásakanir um stríðsglæpi í eldlínunni fyrir þingkosningar í Kósóvó Þingkosningar fara fram í Austur-Evrópuríkinu Kósóvó á morgun, 6. október. Boðað var kosninganna í júní þegar að sitjandi forsætisráðherra landsins, Ramush Haradinaj sagði af sér embætti eftir að hann hafði verið kallaður í yfirheyrslur vegna gruns um að hann hafi framið stríðsglæpi sem foringi í frelsisher Kósóvó á síðasta áratug síðustu aldar. 5. október 2019 14:56 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Ásakanir um stríðsglæpi í eldlínunni fyrir þingkosningar í Kósóvó Þingkosningar fara fram í Austur-Evrópuríkinu Kósóvó á morgun, 6. október. Boðað var kosninganna í júní þegar að sitjandi forsætisráðherra landsins, Ramush Haradinaj sagði af sér embætti eftir að hann hafði verið kallaður í yfirheyrslur vegna gruns um að hann hafi framið stríðsglæpi sem foringi í frelsisher Kósóvó á síðasta áratug síðustu aldar. 5. október 2019 14:56