Konur mega nú gista einar á hótelum í Sádi-Arabíu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. október 2019 22:15 Sádiarabískar konur munu einnig geta ferðast einar og gist á hótelum án fylgdarmanns. getty/Sean Gallup Ógift erlend pör munu nú geta leigt hótelherbergi saman í Sádi-Arabíu en það hefur ekki staðið til boða hingað til. Breytingin er hluti af nýju ferðaleyfi fyrir erlenda ríkisborgara sem verið er að koma á laggirnar. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Auk þessa munu konur einnig geta gist einar á hótelherbergjum. Áður en þessi breyting kom til þurftu pör að sanna að þau væru gift áður en þau fengu hótelherbergi. Breytingarnar eru einn liður í tilraunum sádi-arabíska konungsveldisins til að auka ferðamannaaðsókn til landsins. Ríkið hefur síðastliðin misseri gert ýmsar breytingar í von um að heilla mögulega ferðamenn og fjárfesta. Nýlega voru réttindi kvenna til að ferðast aukin og geta konur nú ferðast án leyfis eiginmanns eða karlkyns ættingja sinna og þær mega keyra bíl sjálfar. Hingað til hafa pör þurft að sýna fram á hjónaband með opinberum skjölum en nú hefur þessum reglum verið aflétt fyrir erlenda ríkisborgara. „Allir Sádar þurfa að sýna fram á að um fjölskyldu sé að ræða eða sönnun fyrir sambandi þegar þeir gista á hótelum,“ sagði talsmaður sádi-arabísku nefndarinnar um ferðaþjónustu og þjóðararfleifð í tilkynningu. „Þetta gildir ekki um erlenda ríkisborgara. Allar konur, þar á meðal sádi-arabískar konur, geta bókað og gist á hótelherbergjum einar síns liðs svo lengi sem þær rétta fram skilríki þegar þær mæta.“ Þá munu kvenkyns ferðamenn ekki þurfa að hylja sig frá toppi til táa en munu samt þurfa að vera siðsamlegar til fara. Jafnréttismál Sádi-Arabía Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira
Ógift erlend pör munu nú geta leigt hótelherbergi saman í Sádi-Arabíu en það hefur ekki staðið til boða hingað til. Breytingin er hluti af nýju ferðaleyfi fyrir erlenda ríkisborgara sem verið er að koma á laggirnar. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Auk þessa munu konur einnig geta gist einar á hótelherbergjum. Áður en þessi breyting kom til þurftu pör að sanna að þau væru gift áður en þau fengu hótelherbergi. Breytingarnar eru einn liður í tilraunum sádi-arabíska konungsveldisins til að auka ferðamannaaðsókn til landsins. Ríkið hefur síðastliðin misseri gert ýmsar breytingar í von um að heilla mögulega ferðamenn og fjárfesta. Nýlega voru réttindi kvenna til að ferðast aukin og geta konur nú ferðast án leyfis eiginmanns eða karlkyns ættingja sinna og þær mega keyra bíl sjálfar. Hingað til hafa pör þurft að sýna fram á hjónaband með opinberum skjölum en nú hefur þessum reglum verið aflétt fyrir erlenda ríkisborgara. „Allir Sádar þurfa að sýna fram á að um fjölskyldu sé að ræða eða sönnun fyrir sambandi þegar þeir gista á hótelum,“ sagði talsmaður sádi-arabísku nefndarinnar um ferðaþjónustu og þjóðararfleifð í tilkynningu. „Þetta gildir ekki um erlenda ríkisborgara. Allar konur, þar á meðal sádi-arabískar konur, geta bókað og gist á hótelherbergjum einar síns liðs svo lengi sem þær rétta fram skilríki þegar þær mæta.“ Þá munu kvenkyns ferðamenn ekki þurfa að hylja sig frá toppi til táa en munu samt þurfa að vera siðsamlegar til fara.
Jafnréttismál Sádi-Arabía Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira