Segir að vitað hafi verið að valdframsal fælist í EES samningnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. október 2019 18:35 Björn Bjarnason fór fyrir starfshópnum. Fréttablaðið/Vilhelm Í vikunni kom út yfirgripsmikil skýrsla um stöðu EES samningsins. Nefndin sem samdi skýrsluna, undir formennsku Björns Bjarnasonar fyrrverandi ráðherra, var skipuð í ágúst í fyrra eftir að þrettán þingmenn óskuðu eftir því að utanríkisráðherra skilaði skýrslu um kosti og galla samningsins. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu í skýrslunni að við aðildina að EES hafi íslenskt þjóðfélag tekið stakkaskiptum. Björn Bjarnason var meðal gesta Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag þar sem þessi mál voru rædd. „Samvinna í menntamálum, rannsóknum og vísindum hafa aukist [eftir samninginn] og menntamálastarfið hefur meðal annars leitt til þess að fjörutíu þúsund Íslendingar hafa fengið ERASMUS styrki. Kvikmyndastyrkir eru miklir og mennta- og menningarmálin skipta mjög miklu. Þetta er miklu víðtækara en við gerðum okkur líklega grein fyrir þegar við gerðum samninginn árið 1992.“ Björn nefndi einnig að með samningnum hafi íslenskir ríkisborgarar fengið aðgengi að evrópskri heilbrigðisþjónustu með framvísun evrópska sjúkratryggingakortsins sem 150 þúsund Íslendingar hafi sótt um síðastliðin þrjú ár. Dæmi sé um ýmiskonar gæði sem Íslendingar njóti í Evrópu sem komi til vegna samningsins, til dæmis farsímaþjónusta en hægt er að nota farsíma á EES svæðinu eins og heima án þess að greiða auka gjald fyrir.Vissu að um valdaframsal væri að ræða þegar samningurinn var gerður Spurningin um fullveldið og framsal þess hefur iðulega komið upp þegar EES mál eru rædd og nú nýlega þegar þriðji orkupakkinn var tekinn fyrir á Alþingi. „Í hverju felst fullveldið? Felst fullveldið í því að við deilum um það hvort við getum tengst þessari fagstofnun Evrópusambandsins eða ekki eða felst það í því að við höfum þennan rétt sem borgarar sem hefur orðið til við allt þetta samstarf?“ spyr Björn. „Er réttmætt að segja sem svo að ríkið í krafti síns fullveldis eigi að svifta okkur þessum rétti til að koma í veg fyrir að einhverjir sérfræðingar í Evrópu sem fjalla um sértæk mál fái meira eða minna vald, sem við getum endalaust deilt um?“ Þá segist hann sofa rólegur yfir fullveldinu þegar kemur að EES samningnum. Vitað hafi verið þegar samningurinn var gerður að um valdaframsal væri að ræða. „Þess vegna voru kallaðir til fjórir lögfræðingar til þess að gefa álit um það hvort þetta samrýmdist stjórnarskránni eða ekki,“ segir Björn. Lögfræðingarnir fjórir hafi allir gefið það álit að samningurinn samrýmdist stjórnarskránni og bendir Björn á að sautján álit lögfræðinga hafi síðan verið gefin út og allir hafi þeir komist að þeirri niðurstöðu að hvert það skref sem stigið hefur verið, hvort sem það hafi verið innan EES samningsins eða Schengen samstarfsins, hafi verið í samræmi við stjórnarskrá.Víglínan er í heild sinni í spilaranum hér að neðan en viðtalið við Björn byrjar á mínútu 2:20. Utanríkismál Víglínan Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira
Í vikunni kom út yfirgripsmikil skýrsla um stöðu EES samningsins. Nefndin sem samdi skýrsluna, undir formennsku Björns Bjarnasonar fyrrverandi ráðherra, var skipuð í ágúst í fyrra eftir að þrettán þingmenn óskuðu eftir því að utanríkisráðherra skilaði skýrslu um kosti og galla samningsins. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu í skýrslunni að við aðildina að EES hafi íslenskt þjóðfélag tekið stakkaskiptum. Björn Bjarnason var meðal gesta Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag þar sem þessi mál voru rædd. „Samvinna í menntamálum, rannsóknum og vísindum hafa aukist [eftir samninginn] og menntamálastarfið hefur meðal annars leitt til þess að fjörutíu þúsund Íslendingar hafa fengið ERASMUS styrki. Kvikmyndastyrkir eru miklir og mennta- og menningarmálin skipta mjög miklu. Þetta er miklu víðtækara en við gerðum okkur líklega grein fyrir þegar við gerðum samninginn árið 1992.“ Björn nefndi einnig að með samningnum hafi íslenskir ríkisborgarar fengið aðgengi að evrópskri heilbrigðisþjónustu með framvísun evrópska sjúkratryggingakortsins sem 150 þúsund Íslendingar hafi sótt um síðastliðin þrjú ár. Dæmi sé um ýmiskonar gæði sem Íslendingar njóti í Evrópu sem komi til vegna samningsins, til dæmis farsímaþjónusta en hægt er að nota farsíma á EES svæðinu eins og heima án þess að greiða auka gjald fyrir.Vissu að um valdaframsal væri að ræða þegar samningurinn var gerður Spurningin um fullveldið og framsal þess hefur iðulega komið upp þegar EES mál eru rædd og nú nýlega þegar þriðji orkupakkinn var tekinn fyrir á Alþingi. „Í hverju felst fullveldið? Felst fullveldið í því að við deilum um það hvort við getum tengst þessari fagstofnun Evrópusambandsins eða ekki eða felst það í því að við höfum þennan rétt sem borgarar sem hefur orðið til við allt þetta samstarf?“ spyr Björn. „Er réttmætt að segja sem svo að ríkið í krafti síns fullveldis eigi að svifta okkur þessum rétti til að koma í veg fyrir að einhverjir sérfræðingar í Evrópu sem fjalla um sértæk mál fái meira eða minna vald, sem við getum endalaust deilt um?“ Þá segist hann sofa rólegur yfir fullveldinu þegar kemur að EES samningnum. Vitað hafi verið þegar samningurinn var gerður að um valdaframsal væri að ræða. „Þess vegna voru kallaðir til fjórir lögfræðingar til þess að gefa álit um það hvort þetta samrýmdist stjórnarskránni eða ekki,“ segir Björn. Lögfræðingarnir fjórir hafi allir gefið það álit að samningurinn samrýmdist stjórnarskránni og bendir Björn á að sautján álit lögfræðinga hafi síðan verið gefin út og allir hafi þeir komist að þeirri niðurstöðu að hvert það skref sem stigið hefur verið, hvort sem það hafi verið innan EES samningsins eða Schengen samstarfsins, hafi verið í samræmi við stjórnarskrá.Víglínan er í heild sinni í spilaranum hér að neðan en viðtalið við Björn byrjar á mínútu 2:20.
Utanríkismál Víglínan Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira