Alvarlegar ásakanir Harrys á hendur götublöðunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. október 2019 10:11 Meghan Markle og Harry Bretaprins, hertogahjónin af Sussex. Vísir/getty Harry Bretaprins heldur því fram að bresk götublöð hafi leynt eða eytt sönnunargögnum um það hvernig þau komust yfir upplýsingar um hann, vini hans og ráðgjafa með ólöglegum aðferðum. Prinsinn telur brotin spanna mörg ár. Þetta hefur breska dagblaðið Guardian upp úr gögnum stórrar hópmálsóknar gegn tveimur breskum fjölmiðlasamsteypum. Greint var frá því í vikunni að Harry ætti aðild að málsókninni. Málið beinist að ritstjórum og framkvæmdastjórum Mirror Group Newspapers, sem gefur m.a. út götublaðið Daily Mirror, og News Group Newspapers (NGN), útgefanda The Sun. Sjá einnig: Harry hefur áhyggjur af því að sagan endurtaki sig Vefsíða Byline Investigates fjallaði fyrst um að Harry hefði stefnt samsteypunum. Í grein miðilsins kemur fram að málið verði tekið fyrir í október á næsta ári. Þá vísar Guardian í frétt Observer, þar sem fram kemur að ásakanirnar lúti m.a. að tölvuinnbrotum og öflun persónuupplýsinga með ólöglegum aðferðum. Þá sé að finna 20 blaðsíðna kafla í stefnunni þar sem blöðin eru sökuð um að hylma yfir ólöglegt athæfi og eyða sönnunargögnum. Hin meintu brot spanna árin 1994 til 2011. Þá segir í frétt Byline að prinsinn gæti leitast við að fá á hreint hvort blöðin hefðu hlerað talhólf móður Harrys, Díönu prinsessu heitinnar. Einnig verði fenginn botn í það hvort blöðin hafi ráðið einkaspæjara til að komast ólöglega yfir upplýsingar um Díönu og vini hennar, jafnvel eftir andlát hennar árið 1997. Díana prinsessa, móðir Harrys, er á meðal þeirra sem hann er sagður vísa til í málsókninni.Vísir/GEtty Einnig eru uppi getgátur um að nánir vinir og fyrrverandi kærustur Harrys gætu hafa orðið fyrir barðinu á blöðunum. Guardian hefur eftir lögfróðum að það gæti reynst Harry erfitt að sækja götublöðin til saka þar sem hin meintu persónuverndarbrot gætu verið fyrnd. Þá sé ljóst að um sé að ræða afar alvarlegar ásakanir um meinsæri og svik á hendur háttsettum ritstjórum og framkvæmdastjórum, en ekki aðeins einstökum blaðamönnum. Ef málið fer fyrir dóm gæti kastljósið þannig beinst að Rebekuh Brooks, aðalframkvæmdastjóra News UK, móðurfyrirtæki NGN, og sjónvarpsmanninum Piers Morgan, fyrrverandi ritstjóra Mirror. Þau hafa bæði neitað því að ólöglegt athæfi hafi farið fram undir þeirra stjórn, að þeim vitandi. Mál Harrys kemur í kjölfar máls eiginkonu hans, Meghan Markle, hertogaynjunnar af Sussex, sem hún höfðaði gegn Mail on Sunday. Meghan sakaði blaðið um að hafa birt með ólögmætum hætti bréf frá henni til föður hennar, Thomas Markle. Í forsíðuviðtali við hann, sem birt er í Mail on Sunday í dag, kveðst hann hafa verið „miður sín“ þegar tilvist bréfsins kvisaðist út. Hann hefði því séð sig knúinn til að greina frá innihaldi bréfsins eftir að ákveðin efnisatriði þess voru mistúlkuð. Árið 2011 var höfðað tímamótamál af svipuðum meiði gegn blaðinu News of the World sem leiddi til þess að blaðið var lagt niður. Blaðamenn blaðsins brutust inn í símsvara fræga fólksins og unnu fréttir upp úr skilaboðum sem þar var að finna. Við réttarhöldin kom fram að Harry, bróðir hans Vilhjálmur Bretaprins og mágkona hans, Katrín, hertogaynjan af Cambridge, hefðu orðið fyrir barðinu á blaðamönnunum. Bretland Fjölmiðlar Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Harry hefur áhyggjur af því að sagan endurtaki sig Meghan Markle hefur kært útgefendur Mail on Sunday. 1. október 2019 23:11 Bretaprins höfðar mál gegn the Sun Hertoginn af Sussex, Harry Bretaprins, hefur fetað í fótspor eiginkonu sinnar, Meghan Markle, og hefur höfðað mál gegn eigendum fjölmiðlanna the Sun, the Daily Mirror og blaðinu News of the World, sem lagði upp laupana 2011, vegna meintra innbrota í síma prinsins. 5. október 2019 09:57 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Harry Bretaprins heldur því fram að bresk götublöð hafi leynt eða eytt sönnunargögnum um það hvernig þau komust yfir upplýsingar um hann, vini hans og ráðgjafa með ólöglegum aðferðum. Prinsinn telur brotin spanna mörg ár. Þetta hefur breska dagblaðið Guardian upp úr gögnum stórrar hópmálsóknar gegn tveimur breskum fjölmiðlasamsteypum. Greint var frá því í vikunni að Harry ætti aðild að málsókninni. Málið beinist að ritstjórum og framkvæmdastjórum Mirror Group Newspapers, sem gefur m.a. út götublaðið Daily Mirror, og News Group Newspapers (NGN), útgefanda The Sun. Sjá einnig: Harry hefur áhyggjur af því að sagan endurtaki sig Vefsíða Byline Investigates fjallaði fyrst um að Harry hefði stefnt samsteypunum. Í grein miðilsins kemur fram að málið verði tekið fyrir í október á næsta ári. Þá vísar Guardian í frétt Observer, þar sem fram kemur að ásakanirnar lúti m.a. að tölvuinnbrotum og öflun persónuupplýsinga með ólöglegum aðferðum. Þá sé að finna 20 blaðsíðna kafla í stefnunni þar sem blöðin eru sökuð um að hylma yfir ólöglegt athæfi og eyða sönnunargögnum. Hin meintu brot spanna árin 1994 til 2011. Þá segir í frétt Byline að prinsinn gæti leitast við að fá á hreint hvort blöðin hefðu hlerað talhólf móður Harrys, Díönu prinsessu heitinnar. Einnig verði fenginn botn í það hvort blöðin hafi ráðið einkaspæjara til að komast ólöglega yfir upplýsingar um Díönu og vini hennar, jafnvel eftir andlát hennar árið 1997. Díana prinsessa, móðir Harrys, er á meðal þeirra sem hann er sagður vísa til í málsókninni.Vísir/GEtty Einnig eru uppi getgátur um að nánir vinir og fyrrverandi kærustur Harrys gætu hafa orðið fyrir barðinu á blöðunum. Guardian hefur eftir lögfróðum að það gæti reynst Harry erfitt að sækja götublöðin til saka þar sem hin meintu persónuverndarbrot gætu verið fyrnd. Þá sé ljóst að um sé að ræða afar alvarlegar ásakanir um meinsæri og svik á hendur háttsettum ritstjórum og framkvæmdastjórum, en ekki aðeins einstökum blaðamönnum. Ef málið fer fyrir dóm gæti kastljósið þannig beinst að Rebekuh Brooks, aðalframkvæmdastjóra News UK, móðurfyrirtæki NGN, og sjónvarpsmanninum Piers Morgan, fyrrverandi ritstjóra Mirror. Þau hafa bæði neitað því að ólöglegt athæfi hafi farið fram undir þeirra stjórn, að þeim vitandi. Mál Harrys kemur í kjölfar máls eiginkonu hans, Meghan Markle, hertogaynjunnar af Sussex, sem hún höfðaði gegn Mail on Sunday. Meghan sakaði blaðið um að hafa birt með ólögmætum hætti bréf frá henni til föður hennar, Thomas Markle. Í forsíðuviðtali við hann, sem birt er í Mail on Sunday í dag, kveðst hann hafa verið „miður sín“ þegar tilvist bréfsins kvisaðist út. Hann hefði því séð sig knúinn til að greina frá innihaldi bréfsins eftir að ákveðin efnisatriði þess voru mistúlkuð. Árið 2011 var höfðað tímamótamál af svipuðum meiði gegn blaðinu News of the World sem leiddi til þess að blaðið var lagt niður. Blaðamenn blaðsins brutust inn í símsvara fræga fólksins og unnu fréttir upp úr skilaboðum sem þar var að finna. Við réttarhöldin kom fram að Harry, bróðir hans Vilhjálmur Bretaprins og mágkona hans, Katrín, hertogaynjan af Cambridge, hefðu orðið fyrir barðinu á blaðamönnunum.
Bretland Fjölmiðlar Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Harry hefur áhyggjur af því að sagan endurtaki sig Meghan Markle hefur kært útgefendur Mail on Sunday. 1. október 2019 23:11 Bretaprins höfðar mál gegn the Sun Hertoginn af Sussex, Harry Bretaprins, hefur fetað í fótspor eiginkonu sinnar, Meghan Markle, og hefur höfðað mál gegn eigendum fjölmiðlanna the Sun, the Daily Mirror og blaðinu News of the World, sem lagði upp laupana 2011, vegna meintra innbrota í síma prinsins. 5. október 2019 09:57 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Harry hefur áhyggjur af því að sagan endurtaki sig Meghan Markle hefur kært útgefendur Mail on Sunday. 1. október 2019 23:11
Bretaprins höfðar mál gegn the Sun Hertoginn af Sussex, Harry Bretaprins, hefur fetað í fótspor eiginkonu sinnar, Meghan Markle, og hefur höfðað mál gegn eigendum fjölmiðlanna the Sun, the Daily Mirror og blaðinu News of the World, sem lagði upp laupana 2011, vegna meintra innbrota í síma prinsins. 5. október 2019 09:57
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent