Munaðarleysingjaheimilið hlaut Gullna lundann á RIFF Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2019 22:04 Munaðarleysingjaheimilið gerist á seinni hluta níunda áratugarins í afgönsku höfuðborginni Kabúl. Munaðarleysingjaheimilið (e. The Orphanage) hlaut í kvöld Gullna lundann, aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar RIFF. Verðlaunin voru afhent í Norræna húsinu fyrr í kvöld, en þetta er í sextánda sinn sem hátíðin er haldin. Munaðarleysingjaheimilið er eftir leikstjórann Shahrbanoo Sadat og var Katja Adomeit framleiðandi myndarinnar. Katja var viðstödd afhendinguna og tók við verðlaununum. Myndin gerist á seinni hluta níunda áratugarins þar sem hinn fimmtán ára Qodrat býr á götum afgönsku höfuðborgarinnar Kabúl þar sem hann selur bíómiða á svörtum markaði. Er hann mikill aðdáandi Bollywood-mynda og lifir sig sterkt inn í uppáhalds atriðin úr myndunum. „Dag einn fer lögreglan með hann á sovéska munaðarleysingjahælið. En stjórnmálaástandið er að breytast í Kabúl. Qodrat og öll börnin vilja verja heimili sitt,“ segir í umfjöllun RIFF um myndina.Minnst á Síðasta haustið Það var Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sem afhenti verðlaunin og sagði að þrátt fyrir lítil fjárráð tækist kvikmyndagerðarmönnunum að endurskapa litríkan heim Afganistan tíunda áratugarins. Í tilkynningu frá RIFF segir að sérstaklega hafi verið minnst á myndina Síðasta haustið eftir Yrsu Roca Fannberg. Þetta er í annað skiptið í sextán ára sögu RIFF sem mynd eftir Íslending er samþykkt í keppnina. Fékk hún sérstaka umfjöllun dómnefndar ásamt myndunum Corpus Christi og Maternal. Sigraði í flokknum Önnur framtíð „Í flokknum Önnur framtíð vann myndin Ferðalangur að nóttu. Flokkurinn Önnur framtíð er metnaðarfullt framlag RIFF til Reykvíkinga þar sem reynt er að sýna áhorfendum það sem er helst á döfinni í heimildarmyndagerð. Erfiðum spurningum er kastað fram. Getum við haldið í það lífsmynstur sem við erum vön eða er kominn tími til að breyta til? Ræður plánetan við ágang mannsins? Komum við vel fram hvert við annað? Í flokknum Önnur framtíð er að finna áhrifamiklar kvikmyndir um mannréttinda- og umhverfismál. Bíó getur breytt heiminum. Dómnefndin minntist sérstaklega á myndina Guðirnir í Molenbeek sem heillaði dómnefndina en verðlaunin fóru til Ferðalangur að nóttu,“ segir í tilkynningunni.Íslenskar stuttmyndir Í flokknum Íslenskar stuttmyndir vann myndin Blaðberinn eftir Ninnu Pálmadóttur. Dómnefndin minntist einnig á stuttmyndina Gulrætur eftir Berg Árnason en myndin Blaðberinn eftir Ninnu vann. Í flokknum Gullna eggið vann myndin Muero Por Volver eftir Javier Marco. Sagt var frá því í gær að franski kvikmyndaleikstjórinn Claire Denis, sem var heiðursgestur RIFF í ár, hafi tekið við heiðursverðlaun hátíðarinnar fyrir framúrskarandi listræna sýn, úr hendi Guðna Th. Jóhannessonar forseti á Bessastöðum í dag. Bíó og sjónvarp Reykjavík RIFF Tengdar fréttir Claire Denis hlaut heiðursverðlaun RIFF Guðni Th. forseti Íslands afhenti Claire Denis verðlaunin á Bessastöðum í dag. 3. október 2019 20:57 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Munaðarleysingjaheimilið (e. The Orphanage) hlaut í kvöld Gullna lundann, aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar RIFF. Verðlaunin voru afhent í Norræna húsinu fyrr í kvöld, en þetta er í sextánda sinn sem hátíðin er haldin. Munaðarleysingjaheimilið er eftir leikstjórann Shahrbanoo Sadat og var Katja Adomeit framleiðandi myndarinnar. Katja var viðstödd afhendinguna og tók við verðlaununum. Myndin gerist á seinni hluta níunda áratugarins þar sem hinn fimmtán ára Qodrat býr á götum afgönsku höfuðborgarinnar Kabúl þar sem hann selur bíómiða á svörtum markaði. Er hann mikill aðdáandi Bollywood-mynda og lifir sig sterkt inn í uppáhalds atriðin úr myndunum. „Dag einn fer lögreglan með hann á sovéska munaðarleysingjahælið. En stjórnmálaástandið er að breytast í Kabúl. Qodrat og öll börnin vilja verja heimili sitt,“ segir í umfjöllun RIFF um myndina.Minnst á Síðasta haustið Það var Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sem afhenti verðlaunin og sagði að þrátt fyrir lítil fjárráð tækist kvikmyndagerðarmönnunum að endurskapa litríkan heim Afganistan tíunda áratugarins. Í tilkynningu frá RIFF segir að sérstaklega hafi verið minnst á myndina Síðasta haustið eftir Yrsu Roca Fannberg. Þetta er í annað skiptið í sextán ára sögu RIFF sem mynd eftir Íslending er samþykkt í keppnina. Fékk hún sérstaka umfjöllun dómnefndar ásamt myndunum Corpus Christi og Maternal. Sigraði í flokknum Önnur framtíð „Í flokknum Önnur framtíð vann myndin Ferðalangur að nóttu. Flokkurinn Önnur framtíð er metnaðarfullt framlag RIFF til Reykvíkinga þar sem reynt er að sýna áhorfendum það sem er helst á döfinni í heimildarmyndagerð. Erfiðum spurningum er kastað fram. Getum við haldið í það lífsmynstur sem við erum vön eða er kominn tími til að breyta til? Ræður plánetan við ágang mannsins? Komum við vel fram hvert við annað? Í flokknum Önnur framtíð er að finna áhrifamiklar kvikmyndir um mannréttinda- og umhverfismál. Bíó getur breytt heiminum. Dómnefndin minntist sérstaklega á myndina Guðirnir í Molenbeek sem heillaði dómnefndina en verðlaunin fóru til Ferðalangur að nóttu,“ segir í tilkynningunni.Íslenskar stuttmyndir Í flokknum Íslenskar stuttmyndir vann myndin Blaðberinn eftir Ninnu Pálmadóttur. Dómnefndin minntist einnig á stuttmyndina Gulrætur eftir Berg Árnason en myndin Blaðberinn eftir Ninnu vann. Í flokknum Gullna eggið vann myndin Muero Por Volver eftir Javier Marco. Sagt var frá því í gær að franski kvikmyndaleikstjórinn Claire Denis, sem var heiðursgestur RIFF í ár, hafi tekið við heiðursverðlaun hátíðarinnar fyrir framúrskarandi listræna sýn, úr hendi Guðna Th. Jóhannessonar forseti á Bessastöðum í dag.
Bíó og sjónvarp Reykjavík RIFF Tengdar fréttir Claire Denis hlaut heiðursverðlaun RIFF Guðni Th. forseti Íslands afhenti Claire Denis verðlaunin á Bessastöðum í dag. 3. október 2019 20:57 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Claire Denis hlaut heiðursverðlaun RIFF Guðni Th. forseti Íslands afhenti Claire Denis verðlaunin á Bessastöðum í dag. 3. október 2019 20:57