Löng bið eftir niðurstöðu í klukkumálinu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. október 2019 14:40 Skammdegið getur reynst mörgum erfitt yfir myrkustu mánuðina. Vísir/Getty Stuðningsfólk þess að seinka klukkunni á Íslandi er farið að lengja eftir því að stjórnvöld ákveði næstu skref í málinu. Nú þegar nærri sjö mánuðir er síðan að hætt var að taka við umsögnum um málið er það enn í skoðun hjá forsætisráðuneytinu. Umræða um að breyta klukkunni á Íslandi hefur reglulega komið upp og meðal annars verið lagðar fram þingsályktunartillögur um málið. Nokkur þungi færðist í umræðuna í desember í fyrra þegar samþykkt var á fundi ríkisstjórnarinnar að gefa almenningi færi á að tjá sig um málið. Í janúar var svo birt greinagerð í samráðsgátt Stjórnarráðsins. Í henni var skoðað hvort færa eigi staðartíma nær sólartíma miðað við hnattræna legu landsins. Mikill fjöldi þeirra umsagna sem bárust voru á þá leið að seinka ætti klukkunni en um sextán hundruð umsagnir bárust um málið áður en hætt var að taka við þeim í byrjun mars. Nú þegar nærri sjö mánuðir eru síðan að tekið var við síðustu umsögnum frá almenningi hefur enn engin ákvörðun verið tekin um það hvort stjórnvöld ætli að leggja til einhverja breytingu á klukkunni eða ekki. Við fyrirspurn sem send var forsætisráðuneytinu vegna málsins fengust þau svör að málið væri í skoðun hjá bæði forsætisráðuneytinu og heilbrigðisráðuneytinu og niðurstöður verði birtar þegar þær liggja fyrir. Hvenær að það verður er alls kostar óvíst. Á meðal þeirra sem hafa barist fyrir því að klukkunni verði seinka er Hið íslenska svefnrannsóknarfélag. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og varaformaður Hins íslenska svefnrannsóknarfélags, segir að þar á bæ finnist fólki biðin eftir niðurstöðu í málinu orðin ansi löng. „Við teljum að þetta sé stórt lýðheilsumál og skipti máli fyrir svefnvenjur Íslendinga þannig að við viljum fara að sjá einhverja niðurstöðu í þessu,“ segir Erla. Hún bendir á að mjög margar umsagnir hafi borist í samráðsgáttina. „Ég myndi vilja fara að sjá einhverjar aðgerðir. Það er löngu búið að skila inn ummælum og sérfræðingar hafa gefið sitt álit þannig að mér finnst kominn tími til að taka einhverjar ákvarðanir,“ segir Erla. Klukkan á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Stuðningsfólk þess að seinka klukkunni á Íslandi er farið að lengja eftir því að stjórnvöld ákveði næstu skref í málinu. Nú þegar nærri sjö mánuðir er síðan að hætt var að taka við umsögnum um málið er það enn í skoðun hjá forsætisráðuneytinu. Umræða um að breyta klukkunni á Íslandi hefur reglulega komið upp og meðal annars verið lagðar fram þingsályktunartillögur um málið. Nokkur þungi færðist í umræðuna í desember í fyrra þegar samþykkt var á fundi ríkisstjórnarinnar að gefa almenningi færi á að tjá sig um málið. Í janúar var svo birt greinagerð í samráðsgátt Stjórnarráðsins. Í henni var skoðað hvort færa eigi staðartíma nær sólartíma miðað við hnattræna legu landsins. Mikill fjöldi þeirra umsagna sem bárust voru á þá leið að seinka ætti klukkunni en um sextán hundruð umsagnir bárust um málið áður en hætt var að taka við þeim í byrjun mars. Nú þegar nærri sjö mánuðir eru síðan að tekið var við síðustu umsögnum frá almenningi hefur enn engin ákvörðun verið tekin um það hvort stjórnvöld ætli að leggja til einhverja breytingu á klukkunni eða ekki. Við fyrirspurn sem send var forsætisráðuneytinu vegna málsins fengust þau svör að málið væri í skoðun hjá bæði forsætisráðuneytinu og heilbrigðisráðuneytinu og niðurstöður verði birtar þegar þær liggja fyrir. Hvenær að það verður er alls kostar óvíst. Á meðal þeirra sem hafa barist fyrir því að klukkunni verði seinka er Hið íslenska svefnrannsóknarfélag. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og varaformaður Hins íslenska svefnrannsóknarfélags, segir að þar á bæ finnist fólki biðin eftir niðurstöðu í málinu orðin ansi löng. „Við teljum að þetta sé stórt lýðheilsumál og skipti máli fyrir svefnvenjur Íslendinga þannig að við viljum fara að sjá einhverja niðurstöðu í þessu,“ segir Erla. Hún bendir á að mjög margar umsagnir hafi borist í samráðsgáttina. „Ég myndi vilja fara að sjá einhverjar aðgerðir. Það er löngu búið að skila inn ummælum og sérfræðingar hafa gefið sitt álit þannig að mér finnst kominn tími til að taka einhverjar ákvarðanir,“ segir Erla.
Klukkan á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira