Vandræðalaust hjá Chelsea Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. október 2019 15:00 Abraham skorar í dag. vísir/getty Chelsea vann sinn annan leik í röð í ensku úrvalsdeildinni er liðið fór illa með Southampton á útivelli, 4-1. Tammy Abraham skoraði í dag sitt áttunda deildarmark á tímabilinu en hann kom Chelsea á bragðið á sautjándu mínútu. Mason Mount skoraði svo skömmu síðar af stuttu færi en Danny Ings minnkaði muninn fyrir heimamenn á 30. mínútu leiksins. N'Golo Kante kom þó Chelsea í 3-1 forystu áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks en varamaðurinn Michy Batshuayi innsiglaði sigurinn með fjórða marki Chelsea eftir undirbúning annan varamanns, Christial Pulisic, í síðari hálfleik. Chelsea er í fimmta sæti deildarinnar með fjórtán stig en Southampton er í sextánda sæti með sjö stig, einu stigi fyrir ofan fallsæti. Enski boltinn
Chelsea vann sinn annan leik í röð í ensku úrvalsdeildinni er liðið fór illa með Southampton á útivelli, 4-1. Tammy Abraham skoraði í dag sitt áttunda deildarmark á tímabilinu en hann kom Chelsea á bragðið á sautjándu mínútu. Mason Mount skoraði svo skömmu síðar af stuttu færi en Danny Ings minnkaði muninn fyrir heimamenn á 30. mínútu leiksins. N'Golo Kante kom þó Chelsea í 3-1 forystu áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks en varamaðurinn Michy Batshuayi innsiglaði sigurinn með fjórða marki Chelsea eftir undirbúning annan varamanns, Christial Pulisic, í síðari hálfleik. Chelsea er í fimmta sæti deildarinnar með fjórtán stig en Southampton er í sextánda sæti með sjö stig, einu stigi fyrir ofan fallsæti.