Þorsteinn Guðmundsson, leikari og skemmtikraftur, birti sérkennilega tilkynningu, eða auglýsingu, á Facebookvegg sínum nú rétt í þessu. Þar óskar hann þess að sá sem pantaði hann til að vera með uppistand gefi sig fram.
„Stendur á dagatalinu að ég verði með uppistand á morgun kl. 16 og að það hafi verið pantað í gegnum Facebook. Málið er að ég hef ekki grænan grun um hvar eða fyrir hvern,“ segir Þorsteinn.
Hann segist afar þakklátur ef einhver kannaðist við málið og gæti upplýst hann um þetta. Og lofar því jafnframt að hafa dagbókarfærslur sínar skilmerkilegri í framtíðinni.
Lífið