Stórveldin sýna Hringborði norðurslóða aukinn áhuga Heimir Már Pétursson skrifar 3. október 2019 19:30 Aukinn áhugi Bandaríkjanna á málefnum norðurslóða sýnir sig með þátttöku þeirra í Hringborði norðurslóða í Hörpu í næstu viku. Meðal gesta verður orkumálaráðherra Bandaríkjanna og forstöðumaður æðstu stofnunar landsins í umhverfismálum. Á þinginu verður meðal annars rætt við vísindamenn beint frá Norðurskautinu. Árlegt þing Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle, hefst í Hörpu eftir viku. Dagfinnur Sveinbjörnsson framkvæmdastjóri Hringborðsins segir aukinn áhuga stórveldanna á málefninu koma skýrt fram á þinginu. „Þannig að það setur nokkuð mark sitt á þetta þing frekar en þau sem verið hafa á liðnum árum.“ Og það kemur háttsettur embættismaður frá Bandaríkjunum á þingið? „Já orkumálaráðherra Bandaríkjanna kemur á þingið. Hann óskaði eftir því sérstaklega við Hringborð norðurslóða að fá að koma og flytja ræðu,“ segir Dagfinnur. Sem og Antti Rinne forsætisráðherra Finnlands, Jeppe Kofod utanríkisráðherra Danmerkur, John Kerry fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, auk áhrifafólks víða að, vísindamanna og samtaka. Þá mætir forstöðukona National Science Foundation til þingsins. „Það eru þó nokkuð mikil tíðindi því það er ein öflugasta vísindastofnun í heimi, National Science Foundation í Bandaríkjunum. En síðan má nefna líka, vegna þess að það er eitt af því sem rætt hefur verið á fyrri þingum, sem er þessi aukna þátttaka Asíuríkja á Hringborði Norðurslóða. Ein ástæðan fyrir því að þeir koma og sækja þingið eru hin miklu áhrif sem breytingarnar á norðurslóðum hafa í Asíu,“ segir Dagfinnur. Ráðstefnugestum býðst að tengjast viðamesta rannsóknarleiðangri sem nokkru sinni hefur verið farinn á norðurskautið og kallast MOSAIC og hófst í síðasta mánuði þegar þýski ísbrjóturinn Norðurstjarnan sigldi beint inn í norðurskautsísinn. „Og hann látinn reka þar yfir veturinn. Þetta er mjög alþjóðlegt samstarfsverkefni sem þjóðir í Evrópu, vestanhafs og líka asíuríkin eiga þátt í. Og einmitt boðið upp á það að tengjast skipinu sem núna er komið inn í hafísinn og leggja spurningar fyrir áhöfnina,“ segir Dagfinnur Sveinbjörnsson. Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Viktoría krónprinsessa, forsætisráðherrar og fyrrum forsetaframbjóðandi á mælendaskrá Arctic Circle Alþjóðaþing Hringborðs norðurslóða – Arctic Circle fer fram á Íslandi dagana 10. til 13. október næstkomandi. Hringborð norðurslóða er orðinn fastur liður í ráðstefnulífi Reykjavíkurborgar. 12. september 2019 21:00 Ólafur Ragnar segir eðlilegt að spenna sé milli ríkja um norðurslóðir Bandaríkjastjórn hefur verið vægast sagt skeptísk út í stefnu Rússa og Kínverja í málefnum svæðisins. 4. september 2019 21:07 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Aukinn áhugi Bandaríkjanna á málefnum norðurslóða sýnir sig með þátttöku þeirra í Hringborði norðurslóða í Hörpu í næstu viku. Meðal gesta verður orkumálaráðherra Bandaríkjanna og forstöðumaður æðstu stofnunar landsins í umhverfismálum. Á þinginu verður meðal annars rætt við vísindamenn beint frá Norðurskautinu. Árlegt þing Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle, hefst í Hörpu eftir viku. Dagfinnur Sveinbjörnsson framkvæmdastjóri Hringborðsins segir aukinn áhuga stórveldanna á málefninu koma skýrt fram á þinginu. „Þannig að það setur nokkuð mark sitt á þetta þing frekar en þau sem verið hafa á liðnum árum.“ Og það kemur háttsettur embættismaður frá Bandaríkjunum á þingið? „Já orkumálaráðherra Bandaríkjanna kemur á þingið. Hann óskaði eftir því sérstaklega við Hringborð norðurslóða að fá að koma og flytja ræðu,“ segir Dagfinnur. Sem og Antti Rinne forsætisráðherra Finnlands, Jeppe Kofod utanríkisráðherra Danmerkur, John Kerry fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, auk áhrifafólks víða að, vísindamanna og samtaka. Þá mætir forstöðukona National Science Foundation til þingsins. „Það eru þó nokkuð mikil tíðindi því það er ein öflugasta vísindastofnun í heimi, National Science Foundation í Bandaríkjunum. En síðan má nefna líka, vegna þess að það er eitt af því sem rætt hefur verið á fyrri þingum, sem er þessi aukna þátttaka Asíuríkja á Hringborði Norðurslóða. Ein ástæðan fyrir því að þeir koma og sækja þingið eru hin miklu áhrif sem breytingarnar á norðurslóðum hafa í Asíu,“ segir Dagfinnur. Ráðstefnugestum býðst að tengjast viðamesta rannsóknarleiðangri sem nokkru sinni hefur verið farinn á norðurskautið og kallast MOSAIC og hófst í síðasta mánuði þegar þýski ísbrjóturinn Norðurstjarnan sigldi beint inn í norðurskautsísinn. „Og hann látinn reka þar yfir veturinn. Þetta er mjög alþjóðlegt samstarfsverkefni sem þjóðir í Evrópu, vestanhafs og líka asíuríkin eiga þátt í. Og einmitt boðið upp á það að tengjast skipinu sem núna er komið inn í hafísinn og leggja spurningar fyrir áhöfnina,“ segir Dagfinnur Sveinbjörnsson.
Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Viktoría krónprinsessa, forsætisráðherrar og fyrrum forsetaframbjóðandi á mælendaskrá Arctic Circle Alþjóðaþing Hringborðs norðurslóða – Arctic Circle fer fram á Íslandi dagana 10. til 13. október næstkomandi. Hringborð norðurslóða er orðinn fastur liður í ráðstefnulífi Reykjavíkurborgar. 12. september 2019 21:00 Ólafur Ragnar segir eðlilegt að spenna sé milli ríkja um norðurslóðir Bandaríkjastjórn hefur verið vægast sagt skeptísk út í stefnu Rússa og Kínverja í málefnum svæðisins. 4. september 2019 21:07 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Viktoría krónprinsessa, forsætisráðherrar og fyrrum forsetaframbjóðandi á mælendaskrá Arctic Circle Alþjóðaþing Hringborðs norðurslóða – Arctic Circle fer fram á Íslandi dagana 10. til 13. október næstkomandi. Hringborð norðurslóða er orðinn fastur liður í ráðstefnulífi Reykjavíkurborgar. 12. september 2019 21:00
Ólafur Ragnar segir eðlilegt að spenna sé milli ríkja um norðurslóðir Bandaríkjastjórn hefur verið vægast sagt skeptísk út í stefnu Rússa og Kínverja í málefnum svæðisins. 4. september 2019 21:07