Seðlabankastjóri segir stýrivaxtalækkun eiga að skila sér til heimilanna Heimir Már Pétursson skrifar 2. október 2019 19:00 Seðlabankastjóri segir að lækkun stýrivaxta í morgun eigi að skila sér til heimilanna í landinu. Verðbólga hefur nú verið yfir markmiðum Seðlabankans í tíu mánuði eftir að hafa verið undir þeim í tæp fimm ár en Seðlabankinn reiknar með að hún verði kominn undir markmiðin á ný upp úr áramótum. Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig í morgun og eru stýrivextir nú 3,25 prósent og komnir í sögulegt lágmark. Eftir mikinn vöxt í efnahagslífinu undanfarin ár er nú farið að gæta kólnunar í hagkerfinu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri kynntu rökin fyrir vaxtalækkuninni í morgun.Þessar horfur sem þið eruð að fara í gegnum, sýna þær ekki að við erum á leið í töluverðan samdrátt?„Ekki beinlínis. Við munum sjá samdrátt á þessu ári en það bendir margt til þess að hagkerfið sé mögulega að ná einhverri viðspyrnu,“ segir Ásgeir. Síðustu fimm ár hefur verðbólga verið undir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans en verið yfir þeim frá áramótum og er nú 3,1 prósent.Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri, og Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, á kynningarfundi peningastefnunefndar í morgun.Vísir/Vilhelm„En hún er að ganga niður aftur. Hún er aðeins yfir markmiðinu núna en hún er að fara á markmið fyrri hluta næsta árs. Og það er í þessari vissu sem við erum að lækka vexti núna,“ segir Ásgeir. Það er þó ekki alveg í hendi því Seðlabankinn segir einnig að óvissa ríki í horfum framundan, sérstaklega í alþjóðlegum efnahagsmálum. Því gæti dregið hraðar úr innlendum hagvexti en nú búist sé við. Meiga heimilin búast við því núna að þetta skili sér til heimilanna sem eru með lán á breytilegum vöxtum og verðtryggðum vöxtum; að heimilin eigi að finna fyrir þessari ákvörðun?„Ég myndi halda það já. Það ætti að gerast. Vaxtarofið ætti þá í rauninni að hliðrast niður.“Bankarnir hafa svigrúm til að skila þessu til heimilanna?„Ég myndi halda það já,“ segir Ásgeir Jónsson. Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Tengdar fréttir Heimilin í landinu halda að sér höndum eftir kjarasamningana Áfram mun hægja á vexti efnahagsumsvifa og verðbólga jókst milli mánaða í september. 2. október 2019 13:15 Stýrivextir lækka í 3,25 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,25%. 2. október 2019 08:57 Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður lækkun stýrivaxta Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinni um að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur á fundi í Seðlabankanum sem hefst klukkan 10. 2. október 2019 09:30 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Seðlabankastjóri segir að lækkun stýrivaxta í morgun eigi að skila sér til heimilanna í landinu. Verðbólga hefur nú verið yfir markmiðum Seðlabankans í tíu mánuði eftir að hafa verið undir þeim í tæp fimm ár en Seðlabankinn reiknar með að hún verði kominn undir markmiðin á ný upp úr áramótum. Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig í morgun og eru stýrivextir nú 3,25 prósent og komnir í sögulegt lágmark. Eftir mikinn vöxt í efnahagslífinu undanfarin ár er nú farið að gæta kólnunar í hagkerfinu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri kynntu rökin fyrir vaxtalækkuninni í morgun.Þessar horfur sem þið eruð að fara í gegnum, sýna þær ekki að við erum á leið í töluverðan samdrátt?„Ekki beinlínis. Við munum sjá samdrátt á þessu ári en það bendir margt til þess að hagkerfið sé mögulega að ná einhverri viðspyrnu,“ segir Ásgeir. Síðustu fimm ár hefur verðbólga verið undir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans en verið yfir þeim frá áramótum og er nú 3,1 prósent.Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri, og Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, á kynningarfundi peningastefnunefndar í morgun.Vísir/Vilhelm„En hún er að ganga niður aftur. Hún er aðeins yfir markmiðinu núna en hún er að fara á markmið fyrri hluta næsta árs. Og það er í þessari vissu sem við erum að lækka vexti núna,“ segir Ásgeir. Það er þó ekki alveg í hendi því Seðlabankinn segir einnig að óvissa ríki í horfum framundan, sérstaklega í alþjóðlegum efnahagsmálum. Því gæti dregið hraðar úr innlendum hagvexti en nú búist sé við. Meiga heimilin búast við því núna að þetta skili sér til heimilanna sem eru með lán á breytilegum vöxtum og verðtryggðum vöxtum; að heimilin eigi að finna fyrir þessari ákvörðun?„Ég myndi halda það já. Það ætti að gerast. Vaxtarofið ætti þá í rauninni að hliðrast niður.“Bankarnir hafa svigrúm til að skila þessu til heimilanna?„Ég myndi halda það já,“ segir Ásgeir Jónsson.
Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Tengdar fréttir Heimilin í landinu halda að sér höndum eftir kjarasamningana Áfram mun hægja á vexti efnahagsumsvifa og verðbólga jókst milli mánaða í september. 2. október 2019 13:15 Stýrivextir lækka í 3,25 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,25%. 2. október 2019 08:57 Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður lækkun stýrivaxta Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinni um að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur á fundi í Seðlabankanum sem hefst klukkan 10. 2. október 2019 09:30 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Heimilin í landinu halda að sér höndum eftir kjarasamningana Áfram mun hægja á vexti efnahagsumsvifa og verðbólga jókst milli mánaða í september. 2. október 2019 13:15
Stýrivextir lækka í 3,25 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,25%. 2. október 2019 08:57
Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður lækkun stýrivaxta Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinni um að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur á fundi í Seðlabankanum sem hefst klukkan 10. 2. október 2019 09:30
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent