Heimilin í landinu halda að sér höndum eftir kjarasamningana Heimir Már Pétursson skrifar 2. október 2019 13:15 Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri, og Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, á kynningarfundi peningastefnunefndar í morgun. Vísir/vilhelm Áfram mun hægja á vexti efnahagsumsvifa og verðbólga jókst milli mánaða í september. Seðlabankastjóri segir heimilin í landinu að einhverju leyti hafa verið að halda að sér höndum og reiknað sé með að verðbólgumarkmið Seðlabankans náist á ný upp úr áramótum. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,25%. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að áfram muni hægja á vexti efnahagsumsvifa en sjá megi merki þess að þjóðarbúið sé mögulega að ná viðspyrnu.Þessar horfur sem þið eruð að fara í gegnum, sýna þær ekki að við erum á leið í töluverðan samdrátt?„Ekki beinlínis. Við munum sjá samdrátt áþessu ári en það bendir margt til þess að hagkerfið sé að ná viðspyrnu. Við erum ekki að sjá eins og við höfum séðáður samdrátt í innlendri eftirspurn eins og verið hefur oft áður. Það gefur okkur von um að við getum verið að ná tiltölulega mjúkri lendingu,“ segir Ásgeir. Verðbólga mældist 3,1% áþriðja ársfjórðungi og hjaðnaði milli fjórðunga en verðbólgumarkmiðin eru 2,5 prósent. Verðbólga jókst hins vegar milli mánaða í september. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar vegna lækkunar stýrivaxtanna nú segir að nýleg þróun bendi til þess að efnahagsumsvif hafi veriðþróttmeiri en gert hafi verið ráð fyrir. Hins vegar séu horfur framundan óvissar, sérstaklega í alþjóðlegum efnahagsmálum. Því gæti dregið hraðar úr innlendum hagvexti en nú er búist við. Hóflegum kjarasamningum hefur verið fagnað af mörgum en heimilin í landinu eru greinilega varkár.En benda þessir „skynsömu kjarasamningar“ til þess að heimilin bregðist við með því að halda að sér höndum?„Að einhverju leyti hafa heimilin verið að halda að sér höndum og spara að einhverju leyti. Við erum að sjá miklu minni kaup á erlendum vörum. Miklu minni kaup á bílum og þess sem við köllum varanlegir neyslufjármunir (heimilistæki o.s.frv.) færri utanlandsferðir. Að einhverju leyti hefur eftirspurnin þá verið að beinast inn í landið sem er mjög jákvætt,“ segir Ásgeir Jónsson. Efnahagsmál Íslenska krónan Kjaramál Seðlabankinn Tengdar fréttir Stýrivextir lækka í 3,25 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,25%. 2. október 2019 08:57 Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Sjá meira
Áfram mun hægja á vexti efnahagsumsvifa og verðbólga jókst milli mánaða í september. Seðlabankastjóri segir heimilin í landinu að einhverju leyti hafa verið að halda að sér höndum og reiknað sé með að verðbólgumarkmið Seðlabankans náist á ný upp úr áramótum. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,25%. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að áfram muni hægja á vexti efnahagsumsvifa en sjá megi merki þess að þjóðarbúið sé mögulega að ná viðspyrnu.Þessar horfur sem þið eruð að fara í gegnum, sýna þær ekki að við erum á leið í töluverðan samdrátt?„Ekki beinlínis. Við munum sjá samdrátt áþessu ári en það bendir margt til þess að hagkerfið sé að ná viðspyrnu. Við erum ekki að sjá eins og við höfum séðáður samdrátt í innlendri eftirspurn eins og verið hefur oft áður. Það gefur okkur von um að við getum verið að ná tiltölulega mjúkri lendingu,“ segir Ásgeir. Verðbólga mældist 3,1% áþriðja ársfjórðungi og hjaðnaði milli fjórðunga en verðbólgumarkmiðin eru 2,5 prósent. Verðbólga jókst hins vegar milli mánaða í september. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar vegna lækkunar stýrivaxtanna nú segir að nýleg þróun bendi til þess að efnahagsumsvif hafi veriðþróttmeiri en gert hafi verið ráð fyrir. Hins vegar séu horfur framundan óvissar, sérstaklega í alþjóðlegum efnahagsmálum. Því gæti dregið hraðar úr innlendum hagvexti en nú er búist við. Hóflegum kjarasamningum hefur verið fagnað af mörgum en heimilin í landinu eru greinilega varkár.En benda þessir „skynsömu kjarasamningar“ til þess að heimilin bregðist við með því að halda að sér höndum?„Að einhverju leyti hafa heimilin verið að halda að sér höndum og spara að einhverju leyti. Við erum að sjá miklu minni kaup á erlendum vörum. Miklu minni kaup á bílum og þess sem við köllum varanlegir neyslufjármunir (heimilistæki o.s.frv.) færri utanlandsferðir. Að einhverju leyti hefur eftirspurnin þá verið að beinast inn í landið sem er mjög jákvætt,“ segir Ásgeir Jónsson.
Efnahagsmál Íslenska krónan Kjaramál Seðlabankinn Tengdar fréttir Stýrivextir lækka í 3,25 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,25%. 2. október 2019 08:57 Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Sjá meira
Stýrivextir lækka í 3,25 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,25%. 2. október 2019 08:57