Brexit-tillaga Johnson ólíkleg til árangurs Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2019 10:52 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AP/Frank Augstein Ný tillaga að Brexit-samkomulagi, sem Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að kynna í dag, virðist andvana fædd þar sem stjórnmálamenn á Írlandi hafa þegar hafnað henni. Helen McEntee, evrópumálaráðherra Írlands, segir að yfirvöld Írlands geti ekki samþykkt tillögu Johnson og dregur í efa að honum sé alvara varðandi það að ná samkomulagi.Guardian hefur eftir írskum stjórnmálamönnum að tillagan brjóti þar að auki gegn breskum lögum varðandi bann við byggingu mannvirkja á landamærum Írlands og Norður-Írlands.Tillaga Johnson verður lögð formlega fyrir forsvarsmenn Evrópusambandsins í dag og Johnson hefur gefið í skyn að þetta sé síðasti séns til að ná samkomulagi um úrgöngu Bretlands úr sambandinu. Samkvæmt tillögunni mun Bretland fara úr sambandinu þann 31. október. Norður-Írland yrði áfram innan lagaramma ESB til 2025 en ekki innan innri markaðar sambandsins. Það fæli í sér tollaeftirlit við landamæri Norður-Írlands og Írlands frá og með 1. janúar 2021. Írar, sitthvoru megin við landamærin vilja hins vegar ekki sjá slíkar aðgerðir.Sjá einnig: Segir tollaeftirlit á Írlandi óhjákvæmilegt á Írlandi eftir BrexitÞing Bretlands samþykkti í síðasta mánuði lög sem segja til um það að ef enginn samningur náist fyrir 31. október, þurfi Johnson að biðja um frest á Brexit. Johnson hélt í morgun ræðu á landsþingi Íhaldsflokksins þar sem hann gagnrýndi meðal annars þingið harðlega og sagði þingmenn ekki koma neinu í verk. Þeir hafi staðið í vegi Brexit. Þar sagði hann einnig að Bretland myndi yfirgefa Evrópusambandið þann 31. október, sama hvað."If parliament were a laptop, then the screen would be showing the pizza wheel of doom."@BorisJohnson criticises parliament for 'refusing to do anything constructive' and 'refusing to deliver #Brexit'. Latest from the Tory conference: https://t.co/pmpEh8j3M3 pic.twitter.com/BpI4RyBa93— Sky News Politics (@SkyNewsPolitics) October 2, 2019 Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira
Ný tillaga að Brexit-samkomulagi, sem Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að kynna í dag, virðist andvana fædd þar sem stjórnmálamenn á Írlandi hafa þegar hafnað henni. Helen McEntee, evrópumálaráðherra Írlands, segir að yfirvöld Írlands geti ekki samþykkt tillögu Johnson og dregur í efa að honum sé alvara varðandi það að ná samkomulagi.Guardian hefur eftir írskum stjórnmálamönnum að tillagan brjóti þar að auki gegn breskum lögum varðandi bann við byggingu mannvirkja á landamærum Írlands og Norður-Írlands.Tillaga Johnson verður lögð formlega fyrir forsvarsmenn Evrópusambandsins í dag og Johnson hefur gefið í skyn að þetta sé síðasti séns til að ná samkomulagi um úrgöngu Bretlands úr sambandinu. Samkvæmt tillögunni mun Bretland fara úr sambandinu þann 31. október. Norður-Írland yrði áfram innan lagaramma ESB til 2025 en ekki innan innri markaðar sambandsins. Það fæli í sér tollaeftirlit við landamæri Norður-Írlands og Írlands frá og með 1. janúar 2021. Írar, sitthvoru megin við landamærin vilja hins vegar ekki sjá slíkar aðgerðir.Sjá einnig: Segir tollaeftirlit á Írlandi óhjákvæmilegt á Írlandi eftir BrexitÞing Bretlands samþykkti í síðasta mánuði lög sem segja til um það að ef enginn samningur náist fyrir 31. október, þurfi Johnson að biðja um frest á Brexit. Johnson hélt í morgun ræðu á landsþingi Íhaldsflokksins þar sem hann gagnrýndi meðal annars þingið harðlega og sagði þingmenn ekki koma neinu í verk. Þeir hafi staðið í vegi Brexit. Þar sagði hann einnig að Bretland myndi yfirgefa Evrópusambandið þann 31. október, sama hvað."If parliament were a laptop, then the screen would be showing the pizza wheel of doom."@BorisJohnson criticises parliament for 'refusing to do anything constructive' and 'refusing to deliver #Brexit'. Latest from the Tory conference: https://t.co/pmpEh8j3M3 pic.twitter.com/BpI4RyBa93— Sky News Politics (@SkyNewsPolitics) October 2, 2019
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira