Stýrivextir lækka í 3,25 prósent Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. október 2019 08:57 Ásgeir Jónsson, Seðlabankastjóri. Vísir/vilhelm Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,25%. Í yfirlýsingu Peningastefnunefndar segir að haldið hafi áfram að hægja á hagvexti á fyrri hluta þessa árs þótt hann hafi verið heldur meiri en gert var ráð fyrir í ágústhefti Peningamála. Meiri vöxtur skýrist einkum af hagstæðara framlagi utanríkisviðskipta þar sem eftirspurn beinist í meira mæli að innlendri framleiðslu og vegur það upp á móti samdrætti í útflutningi. Leiðandi vísbendingar benda til þess að áfram muni hægja á vexti efnahagsumsvifa en sjá má merki þess að þjóðarbúið sé mögulega að ná viðspyrnu.Í peningastefnunefnd sitja Ásgeir Jónsson, formaður, Rannveig Sigurðardóttir, Þórarinn G. Pétursson, Katrín Ólafsdóttir og Gylfi ZoëgaVerðbólga mældist 3,1% á þriðja ársfjórðungi og hjaðnaði milli fjórðunga. Undirliggjandi verðbólga jókst hins vegar milli mánaða í september. Mæld verðbólga var lítillega minni en spáð var í ágúst og horfur eru á að hún hjaðni hraðar en gert var ráð fyrir. Gengi krónunnar hefur hækkað og verðbólguvæntingar lækkað frá síðasta fundi nefndarinnar. Taumhald peningastefnunnar hefur því aukist lítillega. Þá bendi nýleg þróun til þess að efnahagsumsvif hafi verið þróttmeiri en gert hefur verið ráð fyrir. Hins vegar séu horfur framundan óvissar, sérstaklega í alþjóðlegum efnahagsmálum. Því gæti dregið hraðar úr innlendum hagvexti en nú er búist við. Peningastefnan mun á næstunni ráðast af samspili þróunar efnahagsumsvifa annars vegar og verðbólgu og verðbólguvæntinga hins vegar.Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,25. https://t.co/tnqyYYgfrh pic.twitter.com/CKe13FaHBz— Seðlabanki Íslands (@sedlabanki_is) October 2, 2019 Vextir verða því sem hér segir: 1. Daglán 5,00% 2. Lán gegn veði til 7 daga 4,00% 3. Innlán bundin í 7 daga 3,25% 4. Viðskiptareikningar 3,00% 5. Bindiskyldar innstæður, meðaltalsuppfyllt 3,00% 6. Bindiskyldar innstæður, föst bindiskylda 0,00% Klukkan 10:00, hefst vefútsending þar sem Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri gerir grein fyrir ákvörðun peningastefnunefndar og svarar spurningum ásamt Rannveigu Sigurðardóttur aðstoðarseðlabankastjóra. Sýnt verður beint frá fundinum á Vísi. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, ræddi breytinguna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Tengdar fréttir Segir stöðugleika í kortunum þrátt fyrir samdrátt í efnahagslífinu Stýrivextir voru lækkaðir um 0,25% í morgun og gert er ráð fyrir að samdráttur í ár verði 0,2%. 28. ágúst 2019 18:45 Stýrivextir lækka í 3,5 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,5%. 28. ágúst 2019 08:58 Telur afar ólíklegt að danskur banki geti boðið upp á neikvæða vexti hér á landi Danskur banki býður viðskiptavinum sínum húsnæðislán með neikvæðu vöxtum þannig að lán lántakenda lækka umfram greiðslu. 15. ágúst 2019 14:29 Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,25%. Í yfirlýsingu Peningastefnunefndar segir að haldið hafi áfram að hægja á hagvexti á fyrri hluta þessa árs þótt hann hafi verið heldur meiri en gert var ráð fyrir í ágústhefti Peningamála. Meiri vöxtur skýrist einkum af hagstæðara framlagi utanríkisviðskipta þar sem eftirspurn beinist í meira mæli að innlendri framleiðslu og vegur það upp á móti samdrætti í útflutningi. Leiðandi vísbendingar benda til þess að áfram muni hægja á vexti efnahagsumsvifa en sjá má merki þess að þjóðarbúið sé mögulega að ná viðspyrnu.Í peningastefnunefnd sitja Ásgeir Jónsson, formaður, Rannveig Sigurðardóttir, Þórarinn G. Pétursson, Katrín Ólafsdóttir og Gylfi ZoëgaVerðbólga mældist 3,1% á þriðja ársfjórðungi og hjaðnaði milli fjórðunga. Undirliggjandi verðbólga jókst hins vegar milli mánaða í september. Mæld verðbólga var lítillega minni en spáð var í ágúst og horfur eru á að hún hjaðni hraðar en gert var ráð fyrir. Gengi krónunnar hefur hækkað og verðbólguvæntingar lækkað frá síðasta fundi nefndarinnar. Taumhald peningastefnunnar hefur því aukist lítillega. Þá bendi nýleg þróun til þess að efnahagsumsvif hafi verið þróttmeiri en gert hefur verið ráð fyrir. Hins vegar séu horfur framundan óvissar, sérstaklega í alþjóðlegum efnahagsmálum. Því gæti dregið hraðar úr innlendum hagvexti en nú er búist við. Peningastefnan mun á næstunni ráðast af samspili þróunar efnahagsumsvifa annars vegar og verðbólgu og verðbólguvæntinga hins vegar.Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,25. https://t.co/tnqyYYgfrh pic.twitter.com/CKe13FaHBz— Seðlabanki Íslands (@sedlabanki_is) October 2, 2019 Vextir verða því sem hér segir: 1. Daglán 5,00% 2. Lán gegn veði til 7 daga 4,00% 3. Innlán bundin í 7 daga 3,25% 4. Viðskiptareikningar 3,00% 5. Bindiskyldar innstæður, meðaltalsuppfyllt 3,00% 6. Bindiskyldar innstæður, föst bindiskylda 0,00% Klukkan 10:00, hefst vefútsending þar sem Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri gerir grein fyrir ákvörðun peningastefnunefndar og svarar spurningum ásamt Rannveigu Sigurðardóttur aðstoðarseðlabankastjóra. Sýnt verður beint frá fundinum á Vísi. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, ræddi breytinguna í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Tengdar fréttir Segir stöðugleika í kortunum þrátt fyrir samdrátt í efnahagslífinu Stýrivextir voru lækkaðir um 0,25% í morgun og gert er ráð fyrir að samdráttur í ár verði 0,2%. 28. ágúst 2019 18:45 Stýrivextir lækka í 3,5 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,5%. 28. ágúst 2019 08:58 Telur afar ólíklegt að danskur banki geti boðið upp á neikvæða vexti hér á landi Danskur banki býður viðskiptavinum sínum húsnæðislán með neikvæðu vöxtum þannig að lán lántakenda lækka umfram greiðslu. 15. ágúst 2019 14:29 Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Segir stöðugleika í kortunum þrátt fyrir samdrátt í efnahagslífinu Stýrivextir voru lækkaðir um 0,25% í morgun og gert er ráð fyrir að samdráttur í ár verði 0,2%. 28. ágúst 2019 18:45
Stýrivextir lækka í 3,5 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,5%. 28. ágúst 2019 08:58
Telur afar ólíklegt að danskur banki geti boðið upp á neikvæða vexti hér á landi Danskur banki býður viðskiptavinum sínum húsnæðislán með neikvæðu vöxtum þannig að lán lántakenda lækka umfram greiðslu. 15. ágúst 2019 14:29