Stýrivextir lækka í 3,25 prósent Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. október 2019 08:57 Ásgeir Jónsson, Seðlabankastjóri. Vísir/vilhelm Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,25%. Í yfirlýsingu Peningastefnunefndar segir að haldið hafi áfram að hægja á hagvexti á fyrri hluta þessa árs þótt hann hafi verið heldur meiri en gert var ráð fyrir í ágústhefti Peningamála. Meiri vöxtur skýrist einkum af hagstæðara framlagi utanríkisviðskipta þar sem eftirspurn beinist í meira mæli að innlendri framleiðslu og vegur það upp á móti samdrætti í útflutningi. Leiðandi vísbendingar benda til þess að áfram muni hægja á vexti efnahagsumsvifa en sjá má merki þess að þjóðarbúið sé mögulega að ná viðspyrnu.Í peningastefnunefnd sitja Ásgeir Jónsson, formaður, Rannveig Sigurðardóttir, Þórarinn G. Pétursson, Katrín Ólafsdóttir og Gylfi ZoëgaVerðbólga mældist 3,1% á þriðja ársfjórðungi og hjaðnaði milli fjórðunga. Undirliggjandi verðbólga jókst hins vegar milli mánaða í september. Mæld verðbólga var lítillega minni en spáð var í ágúst og horfur eru á að hún hjaðni hraðar en gert var ráð fyrir. Gengi krónunnar hefur hækkað og verðbólguvæntingar lækkað frá síðasta fundi nefndarinnar. Taumhald peningastefnunnar hefur því aukist lítillega. Þá bendi nýleg þróun til þess að efnahagsumsvif hafi verið þróttmeiri en gert hefur verið ráð fyrir. Hins vegar séu horfur framundan óvissar, sérstaklega í alþjóðlegum efnahagsmálum. Því gæti dregið hraðar úr innlendum hagvexti en nú er búist við. Peningastefnan mun á næstunni ráðast af samspili þróunar efnahagsumsvifa annars vegar og verðbólgu og verðbólguvæntinga hins vegar.Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,25. https://t.co/tnqyYYgfrh pic.twitter.com/CKe13FaHBz— Seðlabanki Íslands (@sedlabanki_is) October 2, 2019 Vextir verða því sem hér segir: 1. Daglán 5,00% 2. Lán gegn veði til 7 daga 4,00% 3. Innlán bundin í 7 daga 3,25% 4. Viðskiptareikningar 3,00% 5. Bindiskyldar innstæður, meðaltalsuppfyllt 3,00% 6. Bindiskyldar innstæður, föst bindiskylda 0,00% Klukkan 10:00, hefst vefútsending þar sem Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri gerir grein fyrir ákvörðun peningastefnunefndar og svarar spurningum ásamt Rannveigu Sigurðardóttur aðstoðarseðlabankastjóra. Sýnt verður beint frá fundinum á Vísi. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, ræddi breytinguna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Tengdar fréttir Segir stöðugleika í kortunum þrátt fyrir samdrátt í efnahagslífinu Stýrivextir voru lækkaðir um 0,25% í morgun og gert er ráð fyrir að samdráttur í ár verði 0,2%. 28. ágúst 2019 18:45 Stýrivextir lækka í 3,5 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,5%. 28. ágúst 2019 08:58 Telur afar ólíklegt að danskur banki geti boðið upp á neikvæða vexti hér á landi Danskur banki býður viðskiptavinum sínum húsnæðislán með neikvæðu vöxtum þannig að lán lántakenda lækka umfram greiðslu. 15. ágúst 2019 14:29 Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,25%. Í yfirlýsingu Peningastefnunefndar segir að haldið hafi áfram að hægja á hagvexti á fyrri hluta þessa árs þótt hann hafi verið heldur meiri en gert var ráð fyrir í ágústhefti Peningamála. Meiri vöxtur skýrist einkum af hagstæðara framlagi utanríkisviðskipta þar sem eftirspurn beinist í meira mæli að innlendri framleiðslu og vegur það upp á móti samdrætti í útflutningi. Leiðandi vísbendingar benda til þess að áfram muni hægja á vexti efnahagsumsvifa en sjá má merki þess að þjóðarbúið sé mögulega að ná viðspyrnu.Í peningastefnunefnd sitja Ásgeir Jónsson, formaður, Rannveig Sigurðardóttir, Þórarinn G. Pétursson, Katrín Ólafsdóttir og Gylfi ZoëgaVerðbólga mældist 3,1% á þriðja ársfjórðungi og hjaðnaði milli fjórðunga. Undirliggjandi verðbólga jókst hins vegar milli mánaða í september. Mæld verðbólga var lítillega minni en spáð var í ágúst og horfur eru á að hún hjaðni hraðar en gert var ráð fyrir. Gengi krónunnar hefur hækkað og verðbólguvæntingar lækkað frá síðasta fundi nefndarinnar. Taumhald peningastefnunnar hefur því aukist lítillega. Þá bendi nýleg þróun til þess að efnahagsumsvif hafi verið þróttmeiri en gert hefur verið ráð fyrir. Hins vegar séu horfur framundan óvissar, sérstaklega í alþjóðlegum efnahagsmálum. Því gæti dregið hraðar úr innlendum hagvexti en nú er búist við. Peningastefnan mun á næstunni ráðast af samspili þróunar efnahagsumsvifa annars vegar og verðbólgu og verðbólguvæntinga hins vegar.Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,25. https://t.co/tnqyYYgfrh pic.twitter.com/CKe13FaHBz— Seðlabanki Íslands (@sedlabanki_is) October 2, 2019 Vextir verða því sem hér segir: 1. Daglán 5,00% 2. Lán gegn veði til 7 daga 4,00% 3. Innlán bundin í 7 daga 3,25% 4. Viðskiptareikningar 3,00% 5. Bindiskyldar innstæður, meðaltalsuppfyllt 3,00% 6. Bindiskyldar innstæður, föst bindiskylda 0,00% Klukkan 10:00, hefst vefútsending þar sem Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri gerir grein fyrir ákvörðun peningastefnunefndar og svarar spurningum ásamt Rannveigu Sigurðardóttur aðstoðarseðlabankastjóra. Sýnt verður beint frá fundinum á Vísi. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, ræddi breytinguna í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Tengdar fréttir Segir stöðugleika í kortunum þrátt fyrir samdrátt í efnahagslífinu Stýrivextir voru lækkaðir um 0,25% í morgun og gert er ráð fyrir að samdráttur í ár verði 0,2%. 28. ágúst 2019 18:45 Stýrivextir lækka í 3,5 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,5%. 28. ágúst 2019 08:58 Telur afar ólíklegt að danskur banki geti boðið upp á neikvæða vexti hér á landi Danskur banki býður viðskiptavinum sínum húsnæðislán með neikvæðu vöxtum þannig að lán lántakenda lækka umfram greiðslu. 15. ágúst 2019 14:29 Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira
Segir stöðugleika í kortunum þrátt fyrir samdrátt í efnahagslífinu Stýrivextir voru lækkaðir um 0,25% í morgun og gert er ráð fyrir að samdráttur í ár verði 0,2%. 28. ágúst 2019 18:45
Stýrivextir lækka í 3,5 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,5%. 28. ágúst 2019 08:58
Telur afar ólíklegt að danskur banki geti boðið upp á neikvæða vexti hér á landi Danskur banki býður viðskiptavinum sínum húsnæðislán með neikvæðu vöxtum þannig að lán lántakenda lækka umfram greiðslu. 15. ágúst 2019 14:29