Enski boltinn

Serge Gnabry eftir fernuna: „Norður-London er rauð“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Serge Gnabry fagnar einu af mörkum sínum í gær.
Serge Gnabry fagnar einu af mörkum sínum í gær. vísir/getty
Serge Gnabry gerði sér lítið og skoraði fernu er Bayern Munchen burstaði Tottenham 7-2 í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi.

Gnabry var lengi í röðum Arsenal en hann gekk sextán ára gamall í raðir Arsenal frá Stuttgart í heimalandinu, Þýskalandi.

Þar lék hann allt til ársins 2016 áður en hann skipti til Werder Bremen og þaðan til Bayern Munchen þar sem hann hefur gert það gott.







Hann sendi því smá pillu á stuðningsmenn Tottenham í gær eftir leikinn er hann birti mynd af sér úr leiknum fræga í gærkvöldi og skrifaði að „Norður-London er rauð“.

Tottenham og Arsenal eru miklir grannar í Norður-Lundúnum en atvikið vakti mikla lukku meðal stuðningsmanna Arsenal. Þó vakti það minni lukku meðal stuðningsmanna Tottenham sem létu Gnabry fá það óþvegið.

Klippa: Tottenham - Bayern Munchen 2-7





Fleiri fréttir

Sjá meira


×