Harry hefur áhyggjur af því að sagan endurtaki sig Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. október 2019 23:11 Harry segir erfitt að horfa upp á konu sína verða fórnarlamb sömu afla og Díana. Samsett mynd/Getty Meghan Markle hefur kært útgefendur Mail on Sunday fyrir að birta í leyfisleysi handskrifað bréf hennar. Bréfið skrifaði hertogaynjan til föður síns, en samband þeirra er mjög flókið og hafa slúðurblöð í Bretlandi fjallað mikið um það síðustu ár. Harry hertoginn af Sussex segir að hann geti ekki lengur setið hjá á meðan fjölmiðlar birti lygar um Meghan. Lögfræðifyrirtækið Schillings sér um málið fyrir hertogaynjuna af Sussex. Saka þeir breska blaðið meðal annars um herferð falsfrétta og niðrandi frásagna sem og brot á einkaréttarvörðuefni. Hertogahjónin ætla að greiða fyrir þetta dómsmál úr eigin vasa. Kemur fram í tilkynningu þeirra að ef þau vinna málið ætla þau að gefa skaðabæturnar til góðgerðasamtaka sem berjast gegn einelti. Meghan og Harry með soninn Archie.vísir/getty Í ítarlegri yfirlýsingu frá Bretaprinsinum sem birtist á heimasíðu hjónanna í dag segir meðal annars að umfjöllun fjölmiðla hafi verið „sársaukafull“ og full af lygum. Í tilkynningunni segir Harry að hjónin trúi á frelsi fjölmiðla og sjái þá sem hornstein lýðræðis. Segir hann að ákveðnir miðlar hafi lagt Meghan í einelti og þessi málsókn hafi verið það eina rétta í stöðunni. „Minn helsti ótti er að sagan endurtaki sig. Ég hef séð hvað gerist þegar einhver sem ég elska er gerður að verslunarvöru upp að því marki að ekki er lengur komið fram við þá sem raunverulega manneskju. Ég missti móður mína og nú horfi ég á konuna mína verða fórnarlamb sömu sterku afla.“ Samkvæmt frétt BBC segir talsmaður Mail on Sunday að miðillinn standi við sinn fréttaflutning og muni verjast málinu af hörku. Bretland Fjölmiðlar Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Ellen og Elton John koma hertogahjónunum af Sussex til varnar Meghan Markle og Harry Bretaprins hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir ákvörðun sína að fljúga til Ibiza og Nice í Frakklandi með einkaþotu. 20. ágúst 2019 10:07 Höfðu áhyggjur af sambandi Harry og Meghan í upphafi Í nýrri heimildarmynd um bræðurna og prinsana Vilhjálm og Harry er fullyrt að Vilhjálmur og eiginkona hans, Katrín, höfðu ákveðnar efasemdir um samband bróðurins við bandarísku leikkonuna Meghan Markle. 19. ágúst 2019 11:28 Meghan og Harry halda til Afríku með Archie Hertogahjónin af Sussex, þau Harry Bretaprins og Meghan Markle, koma til Afríku í dag ásamt fjögurra mánaða gömlum syni sínum, Archie, en um er að ræða fyrstu opinberu heimsókn þeirra hjóna með syninum. 23. september 2019 08:04 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira
Meghan Markle hefur kært útgefendur Mail on Sunday fyrir að birta í leyfisleysi handskrifað bréf hennar. Bréfið skrifaði hertogaynjan til föður síns, en samband þeirra er mjög flókið og hafa slúðurblöð í Bretlandi fjallað mikið um það síðustu ár. Harry hertoginn af Sussex segir að hann geti ekki lengur setið hjá á meðan fjölmiðlar birti lygar um Meghan. Lögfræðifyrirtækið Schillings sér um málið fyrir hertogaynjuna af Sussex. Saka þeir breska blaðið meðal annars um herferð falsfrétta og niðrandi frásagna sem og brot á einkaréttarvörðuefni. Hertogahjónin ætla að greiða fyrir þetta dómsmál úr eigin vasa. Kemur fram í tilkynningu þeirra að ef þau vinna málið ætla þau að gefa skaðabæturnar til góðgerðasamtaka sem berjast gegn einelti. Meghan og Harry með soninn Archie.vísir/getty Í ítarlegri yfirlýsingu frá Bretaprinsinum sem birtist á heimasíðu hjónanna í dag segir meðal annars að umfjöllun fjölmiðla hafi verið „sársaukafull“ og full af lygum. Í tilkynningunni segir Harry að hjónin trúi á frelsi fjölmiðla og sjái þá sem hornstein lýðræðis. Segir hann að ákveðnir miðlar hafi lagt Meghan í einelti og þessi málsókn hafi verið það eina rétta í stöðunni. „Minn helsti ótti er að sagan endurtaki sig. Ég hef séð hvað gerist þegar einhver sem ég elska er gerður að verslunarvöru upp að því marki að ekki er lengur komið fram við þá sem raunverulega manneskju. Ég missti móður mína og nú horfi ég á konuna mína verða fórnarlamb sömu sterku afla.“ Samkvæmt frétt BBC segir talsmaður Mail on Sunday að miðillinn standi við sinn fréttaflutning og muni verjast málinu af hörku.
Bretland Fjölmiðlar Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Ellen og Elton John koma hertogahjónunum af Sussex til varnar Meghan Markle og Harry Bretaprins hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir ákvörðun sína að fljúga til Ibiza og Nice í Frakklandi með einkaþotu. 20. ágúst 2019 10:07 Höfðu áhyggjur af sambandi Harry og Meghan í upphafi Í nýrri heimildarmynd um bræðurna og prinsana Vilhjálm og Harry er fullyrt að Vilhjálmur og eiginkona hans, Katrín, höfðu ákveðnar efasemdir um samband bróðurins við bandarísku leikkonuna Meghan Markle. 19. ágúst 2019 11:28 Meghan og Harry halda til Afríku með Archie Hertogahjónin af Sussex, þau Harry Bretaprins og Meghan Markle, koma til Afríku í dag ásamt fjögurra mánaða gömlum syni sínum, Archie, en um er að ræða fyrstu opinberu heimsókn þeirra hjóna með syninum. 23. september 2019 08:04 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira
Ellen og Elton John koma hertogahjónunum af Sussex til varnar Meghan Markle og Harry Bretaprins hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir ákvörðun sína að fljúga til Ibiza og Nice í Frakklandi með einkaþotu. 20. ágúst 2019 10:07
Höfðu áhyggjur af sambandi Harry og Meghan í upphafi Í nýrri heimildarmynd um bræðurna og prinsana Vilhjálm og Harry er fullyrt að Vilhjálmur og eiginkona hans, Katrín, höfðu ákveðnar efasemdir um samband bróðurins við bandarísku leikkonuna Meghan Markle. 19. ágúst 2019 11:28
Meghan og Harry halda til Afríku með Archie Hertogahjónin af Sussex, þau Harry Bretaprins og Meghan Markle, koma til Afríku í dag ásamt fjögurra mánaða gömlum syni sínum, Archie, en um er að ræða fyrstu opinberu heimsókn þeirra hjóna með syninum. 23. september 2019 08:04