Valddreifing innan EES hefur aukist að mati nefndar utanríkisráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 1. október 2019 19:30 Aðkoma Íslendinga að fagstofnunum Evrópusambandsins eru ekki ögrun við þjóðina heldur veitir henni tækifæri til að hafa meiri áhrif en áður á mótun mála innan Evrópska efnahagssvæðisins að mati nefndar sem falið var að kanna kosti og galla aðildar Íslands að svæðinu. Tími sé kominn til að staðfesta endanlega að samningurinn standist stjórnarskrána. Nefnd sem utanríkisráðherra skipaði að beiðni þrettán þingmanna í ágúst í fyrra til að kanna kosti og galla EES-samningsins skilaði skýrslu sinni í dag. Björn Bjarnason formaður nefndarinnar segir átján álit hafa verið gerð um stöðu samningsins gagnvart stjórnarskránni á þeim tuttugu og fimm árum frá því hann var undirritaður.Björn BjarnasonVísir/Baldur„Þá mætti nú ætla að það væru komin fram öll sjónarmið sem þyrfti til þess að móta eina reglu sem væri hægt að fylgja og leggja til grundvallar þegar á þessum málum er tekið,“ segir Björn. Undanfarin ár hafi aðild Íslendinga að fagstofnunum sem Evrópusambandið hafi komið á laggirnar helst valdið deilum. „Ég tel að þessar fagstofnanir séu ekki ögrun við okkur heldur veiti þær okkur tækifæri til að hafa meiri áhrif heldur en ef þetta vald væri í höndum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.“Þannig ef eitthvað er hefur valddreifingin aukist? „Ég tel að valddreifingin hafi aukist og ég tel líka og við bendum á um nauðsyn þess að við hugum að þessum þáttum með þetta í huga. Með tækifærin í huga í staðinn fyrir að líta á þetta sem ásælni eða eitthvað sem er að þrengja að okkur,“ segir Björn.Bergþóra HalldórsdóttirVísir/BaldurSkýrsluhöfundar komast að þeirri niðurstöðu að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hafi gefið íslendingum einstök tækifæri. En þeir leggja þó til fimmtán punkta til úrbóta. Til að mynda þurfi að stuðla að meiri rannsóknarstarfsemi á EES-málum og á fleiri fræðasviðum en lögfræðilegum. Stjórnmálamenn, ráðherrar og alþingismenn, verði að láta sig EES-málefni meiru varða. Bergþóra Halldórsdóttir sem einnig sat í nefndinni ásamt Birni og Kristrúnu Heimisdóttur segir að leggja beri grunn að meiri festu í allri stjórn og meðferð EES-mála á heimavelli. „Íslenskir aðilar eiga kost á því að vera starfsmenn þarna. Við eigum kost á að senda fulltrúa frá hinum ýmsu hópum inn í þessa sérfræðihópa, inn í þessar laganefndir og höfum raunverulega tækifæri til að hafa áhrif,“ segir Bergþóra.Skýrsluna í heild sinni má sjá hér. Utanríkismál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Fleiri fréttir Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Sjá meira
Aðkoma Íslendinga að fagstofnunum Evrópusambandsins eru ekki ögrun við þjóðina heldur veitir henni tækifæri til að hafa meiri áhrif en áður á mótun mála innan Evrópska efnahagssvæðisins að mati nefndar sem falið var að kanna kosti og galla aðildar Íslands að svæðinu. Tími sé kominn til að staðfesta endanlega að samningurinn standist stjórnarskrána. Nefnd sem utanríkisráðherra skipaði að beiðni þrettán þingmanna í ágúst í fyrra til að kanna kosti og galla EES-samningsins skilaði skýrslu sinni í dag. Björn Bjarnason formaður nefndarinnar segir átján álit hafa verið gerð um stöðu samningsins gagnvart stjórnarskránni á þeim tuttugu og fimm árum frá því hann var undirritaður.Björn BjarnasonVísir/Baldur„Þá mætti nú ætla að það væru komin fram öll sjónarmið sem þyrfti til þess að móta eina reglu sem væri hægt að fylgja og leggja til grundvallar þegar á þessum málum er tekið,“ segir Björn. Undanfarin ár hafi aðild Íslendinga að fagstofnunum sem Evrópusambandið hafi komið á laggirnar helst valdið deilum. „Ég tel að þessar fagstofnanir séu ekki ögrun við okkur heldur veiti þær okkur tækifæri til að hafa meiri áhrif heldur en ef þetta vald væri í höndum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.“Þannig ef eitthvað er hefur valddreifingin aukist? „Ég tel að valddreifingin hafi aukist og ég tel líka og við bendum á um nauðsyn þess að við hugum að þessum þáttum með þetta í huga. Með tækifærin í huga í staðinn fyrir að líta á þetta sem ásælni eða eitthvað sem er að þrengja að okkur,“ segir Björn.Bergþóra HalldórsdóttirVísir/BaldurSkýrsluhöfundar komast að þeirri niðurstöðu að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hafi gefið íslendingum einstök tækifæri. En þeir leggja þó til fimmtán punkta til úrbóta. Til að mynda þurfi að stuðla að meiri rannsóknarstarfsemi á EES-málum og á fleiri fræðasviðum en lögfræðilegum. Stjórnmálamenn, ráðherrar og alþingismenn, verði að láta sig EES-málefni meiru varða. Bergþóra Halldórsdóttir sem einnig sat í nefndinni ásamt Birni og Kristrúnu Heimisdóttur segir að leggja beri grunn að meiri festu í allri stjórn og meðferð EES-mála á heimavelli. „Íslenskir aðilar eiga kost á því að vera starfsmenn þarna. Við eigum kost á að senda fulltrúa frá hinum ýmsu hópum inn í þessa sérfræðihópa, inn í þessar laganefndir og höfum raunverulega tækifæri til að hafa áhrif,“ segir Bergþóra.Skýrsluna í heild sinni má sjá hér.
Utanríkismál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Fleiri fréttir Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Sjá meira