Segir græðgi ógna búsetu á Akranesi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. október 2019 08:00 Vilhjálmur Birgisson, formaður VA. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Fiskvinnslufyrirtækið Ísfiskur á Akranesi sagði upp öllum starfsmönnum sínum í gær. Um er að ræða varúðarráðstöfun vegna lausafjárvanda fyrirtækisins og mun enn vera vonast til að uppsagnirnar komi ekki til framkvæmda. „Það er lítið annað að gera en að vona að forsvarsmönnum Ísfisks takist á næstu dögum og vikum að endurfjármagna sig, þannig að ekki komi til þessara uppsagna, en það er ljóst að lítið annað er hægt að gera í stöðunni núna en að vona það besta, en búa sig undir það versta,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, á vef félagsins. Flestir starfsmanna Ísfisks eru í félaginu. Uppsagnirnar hjá Ísfiski eru ekki eina áhyggjuefni Akurnesinga í atvinnumálum. „Það er ekki bara að það vofi yfir okkur að tæplega sextíu fiskvinnslukonur og -menn séu við það að missa lífsviðurværi sitt ef fyrirtækinu tekst ekki að endurfjármagna sig, heldur er líka verið að ógna stórkostlega atvinnuöryggi og lífsviðurværi þeirra sem starfa hjá fyrirtækjunum á Grundartanga,“ segir í frétt formannsins og er þar vísað til þess að Landsvirkjun hafi hækkað raforkuverð hjá Norðuráli og Elkem Ísland. „Það er þyngra en tárum taki þessi staða sem er að teiknast upp í atvinnumálum okkar Akurnesinga en viðbótarhækkun á raforku til stóriðjunnar á Grundartanga er eins og áður sagði milli fimm og sex milljarðar sem er litlu minna en allur sjávarútvegurinn greiðir í auðlindagjöld. Það liggur fyrir að þegar nánast öll framlegð fyrirtækjanna er þurrkuð upp vegna græðgisvæðingar Landsvirkjunar þá mun það leiða til þess að verið er að ógna lífsviðurværi og atvinnuöryggi fjölda fólks.“ Vilhjálmur segir að Akurnesingar þurfi að þétta raðirnar og segir íbúafund til skoðunar. „Við getum ekki endalaust látið fara svona með okkur þegar kemur að atvinnuöryggi og lífsviðurværi bæjarbúa.“ Akranes Birtist í Fréttablaðinu Byggðamál Kjaramál Tengdar fréttir Öllum sagt upp hjá Ísfiski á Akranesi Búið er að segja öllum starfsmönnum Ísfisks á Akranesi upp. Um er að ræða tæplega 60 starfsmenn og var "afar erfiður“ starfsmannafundur haldinn í dag. 30. september 2019 18:22 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Fiskvinnslufyrirtækið Ísfiskur á Akranesi sagði upp öllum starfsmönnum sínum í gær. Um er að ræða varúðarráðstöfun vegna lausafjárvanda fyrirtækisins og mun enn vera vonast til að uppsagnirnar komi ekki til framkvæmda. „Það er lítið annað að gera en að vona að forsvarsmönnum Ísfisks takist á næstu dögum og vikum að endurfjármagna sig, þannig að ekki komi til þessara uppsagna, en það er ljóst að lítið annað er hægt að gera í stöðunni núna en að vona það besta, en búa sig undir það versta,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, á vef félagsins. Flestir starfsmanna Ísfisks eru í félaginu. Uppsagnirnar hjá Ísfiski eru ekki eina áhyggjuefni Akurnesinga í atvinnumálum. „Það er ekki bara að það vofi yfir okkur að tæplega sextíu fiskvinnslukonur og -menn séu við það að missa lífsviðurværi sitt ef fyrirtækinu tekst ekki að endurfjármagna sig, heldur er líka verið að ógna stórkostlega atvinnuöryggi og lífsviðurværi þeirra sem starfa hjá fyrirtækjunum á Grundartanga,“ segir í frétt formannsins og er þar vísað til þess að Landsvirkjun hafi hækkað raforkuverð hjá Norðuráli og Elkem Ísland. „Það er þyngra en tárum taki þessi staða sem er að teiknast upp í atvinnumálum okkar Akurnesinga en viðbótarhækkun á raforku til stóriðjunnar á Grundartanga er eins og áður sagði milli fimm og sex milljarðar sem er litlu minna en allur sjávarútvegurinn greiðir í auðlindagjöld. Það liggur fyrir að þegar nánast öll framlegð fyrirtækjanna er þurrkuð upp vegna græðgisvæðingar Landsvirkjunar þá mun það leiða til þess að verið er að ógna lífsviðurværi og atvinnuöryggi fjölda fólks.“ Vilhjálmur segir að Akurnesingar þurfi að þétta raðirnar og segir íbúafund til skoðunar. „Við getum ekki endalaust látið fara svona með okkur þegar kemur að atvinnuöryggi og lífsviðurværi bæjarbúa.“
Akranes Birtist í Fréttablaðinu Byggðamál Kjaramál Tengdar fréttir Öllum sagt upp hjá Ísfiski á Akranesi Búið er að segja öllum starfsmönnum Ísfisks á Akranesi upp. Um er að ræða tæplega 60 starfsmenn og var "afar erfiður“ starfsmannafundur haldinn í dag. 30. september 2019 18:22 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Öllum sagt upp hjá Ísfiski á Akranesi Búið er að segja öllum starfsmönnum Ísfisks á Akranesi upp. Um er að ræða tæplega 60 starfsmenn og var "afar erfiður“ starfsmannafundur haldinn í dag. 30. september 2019 18:22