Johnson sendi bréf með beiðni um frestun Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. október 2019 21:51 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Nordicphotos/AFP Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sendi í kvöld bréf til Donald Tusk forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, þar sem hann óskaði eftir frestun á útgöngu Breta. Samkvæmt frétt BBC undirritaði hann þó ekki bréfið. Tusk staðfesti móttöku bréfsins á Twitter í kvöld, hann sagði ekkert um innihaldið en tók þó fram að í samráði við leiðtoga Evrópusambandsins yrði nú ákveðið hvernig brugðist verði við bréfinu. The extension request has just arrived. I will now start consulting EU leaders on how to react. #Brexit — Donald Tusk (@eucopresident) October 19, 2019 Eins og kom fram á Vísi í dag varð Johnson fyrir áfalli í dag þegar breska þingið ákvað að samþykkja þyrfti hverja lagasetningu sem liggur til grundvallar útgöngusamningi Johnson áður en atkvæði verða greidd um hann. Þar með tefst atkvæðagreiðslan um þann samning en Johnson hefur ítrekað sagt að hann myndi ekki óska eftir frestun. Boris boðaði til þingfundar á laugardegi, sem hefur ekki gerst í 37 ár. Oliver Letwin, sem Johnson rak úr Íhaldsflokknum fyrir að fara gegn stefnu hans, lagði hins vegar fram fyrrnefnda breytingartillögu í dag sem náðist meirihluti fyrir, 322 atkvæði gegn 306. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að Johnson hefði ekki kost á öðru en að sækja um frest.„Hann verður að gera það lögum samkvæmt, annars eru það viðurlög í réttarsal ef hann gerir það ekki. Hann getur hins vegar hugsanleg fundið einhverja leið til að afgera gjörðina pólitískt, sem hann varð að framkvæma lagalega.“ Nú hefur Johnson óskað eftir frestun á Brexit en óvíst er hvort Evrópusambandið verði við þeirri ósk. Samkvæmt heimildarmanni BBC var bréfið um frestunina ekki undirritað. Hann sendi þó einnig annað bréf um að frestun væri mistök, það bréf á hann að hafa undirritað. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Segir Boris hafa verið niðurlægðan í dag Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, varð fyrir áfalli í dag þegar breska þingið ákvað að samþykkja þyrfti hverja þá lagasetningu sem liggur til grundvallar útgöngusamningi Johnsons áður en atkvæði verða greidd um hann. Þýðir þetta frekari frestun á útgöngunni, sem Johnson gaf í skyn að hann myndi jafnvel ekki fara fram á. 19. október 2019 18:40 Þinghóparnir gætu tvístrast Stund sannleikans rennur upp í dag fyrir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um hvort hann nær að koma útgöngusamningnum í gegnum breska þingið. Þrír hópar, sem skipta mestu máli, liggja nú yfir samningnum og gera upp hug sinn. 19. október 2019 07:30 Frekari frestun á Brexit sé tilgangslaus og kostnaðarsöm Breska þingið kom saman í dag til að greiða atkvæði um nýjan útgöngusamning forsætisráðherrans. 19. október 2019 11:57 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sendi í kvöld bréf til Donald Tusk forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, þar sem hann óskaði eftir frestun á útgöngu Breta. Samkvæmt frétt BBC undirritaði hann þó ekki bréfið. Tusk staðfesti móttöku bréfsins á Twitter í kvöld, hann sagði ekkert um innihaldið en tók þó fram að í samráði við leiðtoga Evrópusambandsins yrði nú ákveðið hvernig brugðist verði við bréfinu. The extension request has just arrived. I will now start consulting EU leaders on how to react. #Brexit — Donald Tusk (@eucopresident) October 19, 2019 Eins og kom fram á Vísi í dag varð Johnson fyrir áfalli í dag þegar breska þingið ákvað að samþykkja þyrfti hverja lagasetningu sem liggur til grundvallar útgöngusamningi Johnson áður en atkvæði verða greidd um hann. Þar með tefst atkvæðagreiðslan um þann samning en Johnson hefur ítrekað sagt að hann myndi ekki óska eftir frestun. Boris boðaði til þingfundar á laugardegi, sem hefur ekki gerst í 37 ár. Oliver Letwin, sem Johnson rak úr Íhaldsflokknum fyrir að fara gegn stefnu hans, lagði hins vegar fram fyrrnefnda breytingartillögu í dag sem náðist meirihluti fyrir, 322 atkvæði gegn 306. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að Johnson hefði ekki kost á öðru en að sækja um frest.„Hann verður að gera það lögum samkvæmt, annars eru það viðurlög í réttarsal ef hann gerir það ekki. Hann getur hins vegar hugsanleg fundið einhverja leið til að afgera gjörðina pólitískt, sem hann varð að framkvæma lagalega.“ Nú hefur Johnson óskað eftir frestun á Brexit en óvíst er hvort Evrópusambandið verði við þeirri ósk. Samkvæmt heimildarmanni BBC var bréfið um frestunina ekki undirritað. Hann sendi þó einnig annað bréf um að frestun væri mistök, það bréf á hann að hafa undirritað.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Segir Boris hafa verið niðurlægðan í dag Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, varð fyrir áfalli í dag þegar breska þingið ákvað að samþykkja þyrfti hverja þá lagasetningu sem liggur til grundvallar útgöngusamningi Johnsons áður en atkvæði verða greidd um hann. Þýðir þetta frekari frestun á útgöngunni, sem Johnson gaf í skyn að hann myndi jafnvel ekki fara fram á. 19. október 2019 18:40 Þinghóparnir gætu tvístrast Stund sannleikans rennur upp í dag fyrir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um hvort hann nær að koma útgöngusamningnum í gegnum breska þingið. Þrír hópar, sem skipta mestu máli, liggja nú yfir samningnum og gera upp hug sinn. 19. október 2019 07:30 Frekari frestun á Brexit sé tilgangslaus og kostnaðarsöm Breska þingið kom saman í dag til að greiða atkvæði um nýjan útgöngusamning forsætisráðherrans. 19. október 2019 11:57 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira
Segir Boris hafa verið niðurlægðan í dag Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, varð fyrir áfalli í dag þegar breska þingið ákvað að samþykkja þyrfti hverja þá lagasetningu sem liggur til grundvallar útgöngusamningi Johnsons áður en atkvæði verða greidd um hann. Þýðir þetta frekari frestun á útgöngunni, sem Johnson gaf í skyn að hann myndi jafnvel ekki fara fram á. 19. október 2019 18:40
Þinghóparnir gætu tvístrast Stund sannleikans rennur upp í dag fyrir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um hvort hann nær að koma útgöngusamningnum í gegnum breska þingið. Þrír hópar, sem skipta mestu máli, liggja nú yfir samningnum og gera upp hug sinn. 19. október 2019 07:30
Frekari frestun á Brexit sé tilgangslaus og kostnaðarsöm Breska þingið kom saman í dag til að greiða atkvæði um nýjan útgöngusamning forsætisráðherrans. 19. október 2019 11:57