Njóta hrekkjavökunnar saman Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 19. október 2019 10:00 Fjölskyldan er orðin afa slungin í því að skera út grasker í allra kvikinda líki. Guðmundur Thor segir það að horfa á Kjertalogann í graskerinu hafa róandi áhrif. Mynd/Guðmundur Thor Hrekkjavakan hefur á síðustu árum eignað sér stærri og stærri sess í hugum Íslendinga. Margir klæða sig upp í ógnvænlega búninga, haldin eru partí um land allt og sjá má útskorin grasker við útidyr margra landsmanna þegar líða tekur á október. Hrekkjavakan er haldin hátíðleg víða um heim þann 31. október og má búast við ýmsum kynjaverum á ferli hér á landi þann dag. Guðmundur Thor Kárason og fjölskylda hans leggja mikið upp úr graskersútskurði og öðrum þáttum tengdum hrekkjavökunni á þessum tíma árs. „Við fjölskyldan höfum alltaf verið dugleg að skera út grasker fyrir hrekkjavökuna og setja þau síðan út með logandi kertum,“ segir Guðmundur.„Krakkarnir hafa síðan klætt sig í búninga og farið um hverfið að betla sælgæti. Þar sem öskudagurinn er heilagur í okkar fjölskyldu og fyrir hann eru útbúnir mjög viðamiklir búningar þá hafa hrekkjavökubúningarnir meira byggst á andlitsmálningu og öðru slíku,“ bætir hann við. Margir landsmenn hafa haft orð á því síðastliðin ár að hrekkjavakan sé ekki íslensk hefð heldur hefð sem tekin hefur verið upp frá Ameríku. Guðmundur segir að í upphafi hafi fjölskyldan ekki verið spennt fyrir hrekkjavökunni en segir að með tímanum hafi skoðun þeirra breyst. „Hrekkjavakan naut ákveðinna fordóma hjá okkur í upphafi þar sem þetta er innfluttur amerískur siður. Það reyndist bara svo skemmtilegt að setjast öll saman og skera út graskerin að við höfum alveg tekið siðbót og njótum þess nú í botn að halda Hrekkjavökuna hátíðlega,“ segir hann. Þau hafa skorið grasker af miklum metnaði í áraraðir líkt og sjá má á myndunum og eitt árið fóru þau afar óhefðbundna leið í útskurðinum. „Eftirminnilegasta graskerið var þegar við notuðum GSM-síma sem auga á graskerið. Þá fundum við myndband af auga sem fyllti út í skjáinn á símanum og þannig fékk graskerið lifandi auga sem hreyfðist. Síminn lyktaði reyndar af graskeri talsverðan tíma eftir þetta,“ segir Guðmundur glaður í bragði. Fleiri myndir ásamt myndbandi má sjá á frettabladid.is.Fjölskyldan er orðin afar slungin í því að skera út grasker í allra kvikinda líki. Guðmundur Thor segir það að horfa á kertalogann í graskerinu hafa róandi áhrif. Mynd/Guðmundur ThorGuðmundur Thor Kárason og Tinna Guðmundsdóttir leita að innblæstri á alnetinu áður en þau hefjast handa við að skera út grasker fyrir hrekkjavökuna. Því næst teikna þau með tússpenna hvað á að skera út og hefjast svo handa.Svona skerum við út grasker: 1. Leita að hugmyndum á alnetinu um hvernig megi útfæra graskerskurðinn. 2. Teikna með tússpenna á graskerið það sem á að skera út. Ákveða hvað er skorið alveg í burtu, hvað er hálfskorið (hvítt/gegnsætt) og hvað er túlkað með línum/skurðum. 3. Byrja að skera út opið á graskerinu og síðan nota stóra málmskeið/málmsleif til að hreinsa og skafa innan úr því. 4. Nota dúkahníf eða annan mjög beittan hníf til að skera út graskerið. Ég er venjulega með einn dúkahníf og einn langan, mjóan hníf. 5. Setja sprittkerti, 1-3 stykki, í graskerið og njóta róandi áhrifa þess. Birtist í Fréttablaðinu Föndur Hrekkjavaka Krakkar Mest lesið Nýju fötin forsetans Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinu Áskorun Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sjá meira
Hrekkjavakan hefur á síðustu árum eignað sér stærri og stærri sess í hugum Íslendinga. Margir klæða sig upp í ógnvænlega búninga, haldin eru partí um land allt og sjá má útskorin grasker við útidyr margra landsmanna þegar líða tekur á október. Hrekkjavakan er haldin hátíðleg víða um heim þann 31. október og má búast við ýmsum kynjaverum á ferli hér á landi þann dag. Guðmundur Thor Kárason og fjölskylda hans leggja mikið upp úr graskersútskurði og öðrum þáttum tengdum hrekkjavökunni á þessum tíma árs. „Við fjölskyldan höfum alltaf verið dugleg að skera út grasker fyrir hrekkjavökuna og setja þau síðan út með logandi kertum,“ segir Guðmundur.„Krakkarnir hafa síðan klætt sig í búninga og farið um hverfið að betla sælgæti. Þar sem öskudagurinn er heilagur í okkar fjölskyldu og fyrir hann eru útbúnir mjög viðamiklir búningar þá hafa hrekkjavökubúningarnir meira byggst á andlitsmálningu og öðru slíku,“ bætir hann við. Margir landsmenn hafa haft orð á því síðastliðin ár að hrekkjavakan sé ekki íslensk hefð heldur hefð sem tekin hefur verið upp frá Ameríku. Guðmundur segir að í upphafi hafi fjölskyldan ekki verið spennt fyrir hrekkjavökunni en segir að með tímanum hafi skoðun þeirra breyst. „Hrekkjavakan naut ákveðinna fordóma hjá okkur í upphafi þar sem þetta er innfluttur amerískur siður. Það reyndist bara svo skemmtilegt að setjast öll saman og skera út graskerin að við höfum alveg tekið siðbót og njótum þess nú í botn að halda Hrekkjavökuna hátíðlega,“ segir hann. Þau hafa skorið grasker af miklum metnaði í áraraðir líkt og sjá má á myndunum og eitt árið fóru þau afar óhefðbundna leið í útskurðinum. „Eftirminnilegasta graskerið var þegar við notuðum GSM-síma sem auga á graskerið. Þá fundum við myndband af auga sem fyllti út í skjáinn á símanum og þannig fékk graskerið lifandi auga sem hreyfðist. Síminn lyktaði reyndar af graskeri talsverðan tíma eftir þetta,“ segir Guðmundur glaður í bragði. Fleiri myndir ásamt myndbandi má sjá á frettabladid.is.Fjölskyldan er orðin afar slungin í því að skera út grasker í allra kvikinda líki. Guðmundur Thor segir það að horfa á kertalogann í graskerinu hafa róandi áhrif. Mynd/Guðmundur ThorGuðmundur Thor Kárason og Tinna Guðmundsdóttir leita að innblæstri á alnetinu áður en þau hefjast handa við að skera út grasker fyrir hrekkjavökuna. Því næst teikna þau með tússpenna hvað á að skera út og hefjast svo handa.Svona skerum við út grasker: 1. Leita að hugmyndum á alnetinu um hvernig megi útfæra graskerskurðinn. 2. Teikna með tússpenna á graskerið það sem á að skera út. Ákveða hvað er skorið alveg í burtu, hvað er hálfskorið (hvítt/gegnsætt) og hvað er túlkað með línum/skurðum. 3. Byrja að skera út opið á graskerinu og síðan nota stóra málmskeið/málmsleif til að hreinsa og skafa innan úr því. 4. Nota dúkahníf eða annan mjög beittan hníf til að skera út graskerið. Ég er venjulega með einn dúkahníf og einn langan, mjóan hníf. 5. Setja sprittkerti, 1-3 stykki, í graskerið og njóta róandi áhrifa þess.
Birtist í Fréttablaðinu Föndur Hrekkjavaka Krakkar Mest lesið Nýju fötin forsetans Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinu Áskorun Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning