Prófessor telur ólíklegt að breyting á nauðgunarákvæði hegningarlaga nái fram fleiri sakfellingum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. október 2019 20:45 Ragnheiður Bragadóttir, prófessor í lögfræði, segir ólíklegt að breyting á nauðgunarákvæði hegningarlaga frá 2017 muni ná fram fleiri sakfellingum. Stöð 2 Sakfellt hefur verið í sextán málum af tuttugu og einu þar sem ákært var fyrir nauðgun síðan Landsréttur tók til starfa þann 1. janúar í fyrra. Prófessor í refsirétti telur ólíklegt að breyting á nauðgunarákvæði hegningarlaga frá 2017 muni ná fram fleiri sakfellingum. Árið 2017 var lögfest breyting á nauðgunarákvæði hegningarlaga þar sem samþykki var sett í forgrunn við skilningu á hugtakinu nauðgun. Í lögum er nú samþykki gert að skilyrði, en áður vísuðu lögin eingöngu til ofbeldis, hótana eða annars konar ólögmætrar nauðgunar, sem forsendu fyrir að samræði teldist til nauðgunar. Ragnheiður Bragadóttir, prófessor í lögfræði, hélt erindi á málþingi í Háskólanum á Akureyri í fyrradag þar sem hún meðal annars fór yfir stöðuna á nauðgunardómum eftir að ákvæðinu var breytt.„Sumir hafa haldið að þetta gæti orðið til þess að sakfellingum myndi fjölga en ég tel hæpið að það verði þar sem sönnunarkröfum hefur ekki verið breytt og það er alltaf erfið sönnunarstaða í þessum málum.“ Sakfellingarhlutfallið hafi í það minnsta enn ekki breyst. „Síðan landsréttur tók til starfa hafa komið til meðferðar í landsrétti 21 mál þar sem ákært er fyrir nauðgun. Þar af hefur verið sakfellt fyrir nauðgun í sextán málum en sýknað í fimm.“ Ragnheiður segir að ákvæðið í þessari mynd sé þó vel til þess fallið að fækka brotum. Til þess þurfi hins vegar að efla forvarnir. „Sem að beinist ekki síst að ungu fólki vegna þess að nauðgun og allt það sem því fylgir er auðvitað mikið böl og þess vegna er nauðsynlegt að koma í veg fyrir brotin,“ segir Ragnheiður. Fólk verði þannig meðvitað um mikilvægi samþykkis sem geti fækkað brotunum. Akureyri Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Sakfellt hefur verið í sextán málum af tuttugu og einu þar sem ákært var fyrir nauðgun síðan Landsréttur tók til starfa þann 1. janúar í fyrra. Prófessor í refsirétti telur ólíklegt að breyting á nauðgunarákvæði hegningarlaga frá 2017 muni ná fram fleiri sakfellingum. Árið 2017 var lögfest breyting á nauðgunarákvæði hegningarlaga þar sem samþykki var sett í forgrunn við skilningu á hugtakinu nauðgun. Í lögum er nú samþykki gert að skilyrði, en áður vísuðu lögin eingöngu til ofbeldis, hótana eða annars konar ólögmætrar nauðgunar, sem forsendu fyrir að samræði teldist til nauðgunar. Ragnheiður Bragadóttir, prófessor í lögfræði, hélt erindi á málþingi í Háskólanum á Akureyri í fyrradag þar sem hún meðal annars fór yfir stöðuna á nauðgunardómum eftir að ákvæðinu var breytt.„Sumir hafa haldið að þetta gæti orðið til þess að sakfellingum myndi fjölga en ég tel hæpið að það verði þar sem sönnunarkröfum hefur ekki verið breytt og það er alltaf erfið sönnunarstaða í þessum málum.“ Sakfellingarhlutfallið hafi í það minnsta enn ekki breyst. „Síðan landsréttur tók til starfa hafa komið til meðferðar í landsrétti 21 mál þar sem ákært er fyrir nauðgun. Þar af hefur verið sakfellt fyrir nauðgun í sextán málum en sýknað í fimm.“ Ragnheiður segir að ákvæðið í þessari mynd sé þó vel til þess fallið að fækka brotum. Til þess þurfi hins vegar að efla forvarnir. „Sem að beinist ekki síst að ungu fólki vegna þess að nauðgun og allt það sem því fylgir er auðvitað mikið böl og þess vegna er nauðsynlegt að koma í veg fyrir brotin,“ segir Ragnheiður. Fólk verði þannig meðvitað um mikilvægi samþykkis sem geti fækkað brotunum.
Akureyri Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira