Áfellisdómur yfir stjórnvöldum: Ísland á gráum lista Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. október 2019 18:20 Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir það áfellisdóm yfir ríkisstjórninni að Ísland skuli í dag hafa verið sett á gráan lista þjóða sem ekki hafi gripið til nægjanlegra varna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Dómsmálaráðherra segir þetta vonbrigði en unnið sé að úrbótum þannig að Ísland fari af listanum á næsta ári. Íslensk stjórnvöld mótmæltu því að vera sett á listann á fundi aðildarríkja FAFT í vikunni. FAFT eða Financial Action Task Force er aðgerðahópur ríkja gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Hópurinn gefur jafnframt út svartan lista sem er öllu verri en sá grái sem Ísland er nú á en á gráa listanum eru ríki sem eru samvinnufús og aðgerðaráætlanir í farvegi. „Þetta er áfellisdómur yfir stjórnvöldum. Þetta getur valdið mjög miklu tjóni og ég hef áhyggjur af því að ráðherrar í ríkisstjórninni hafi ekki gert sér grein fyrir hvað þetta er alvarlegt. Bæði fyrir íslensk fjármálafyrirtæki en ekki síður fyrir íslensk fyrirtæki sem eru að hasla sér völl á erlendri grundu, eru í viðvarandi viðskiptasambandi ytra og þetta getur bara skaðað okkar hagsmuni verulega,“ segir Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar. „Maður bindur auðvitað vonir við það að þetta hafi ekki mikil áhrif þar sem skilaboðin frá FATF eru skýr að við erum að vinna að þessum atriðum sem að út af standa. Stjórnvöld og erlendir sérfræðingar hafa síðan reynt að leggja mat á hvaða áhrif þetta getur haft á stöðugleika og fyrirtæki og það mat virðist vera að það þurfi ekki að hafa mikil áhrif og við bindum vonir við að svo sé,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra segir það vonbrigði að Ísland sé komið á listann þar en mikið hafi þegar verið gert til að bæta úr þessum málum. „Við höfum unnið verulega hart síðan að allar þær athugasemdir komu í byrjun 2018 og unnið verulega mikið og þarft starf til að koma þessum reglum í lag og það eru auðvitað þannig að við viljum hafa þetta í lagi. En athugasemdir sem út af standa eru örfáar og afar veigalitlar að því leyti að þær eru allar komnar í farveg eins og segir í kynningu frá FATF og við munum auðvitað einhenda okkur í það að losna af þessum lista á fundum á næsta ári,“ segir Áslaug Arna. Vera Íslands á gráa listanum verður rædd á nefndafundum Alþingis eftir helgi. Alþingi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir það áfellisdóm yfir ríkisstjórninni að Ísland skuli í dag hafa verið sett á gráan lista þjóða sem ekki hafi gripið til nægjanlegra varna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Dómsmálaráðherra segir þetta vonbrigði en unnið sé að úrbótum þannig að Ísland fari af listanum á næsta ári. Íslensk stjórnvöld mótmæltu því að vera sett á listann á fundi aðildarríkja FAFT í vikunni. FAFT eða Financial Action Task Force er aðgerðahópur ríkja gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Hópurinn gefur jafnframt út svartan lista sem er öllu verri en sá grái sem Ísland er nú á en á gráa listanum eru ríki sem eru samvinnufús og aðgerðaráætlanir í farvegi. „Þetta er áfellisdómur yfir stjórnvöldum. Þetta getur valdið mjög miklu tjóni og ég hef áhyggjur af því að ráðherrar í ríkisstjórninni hafi ekki gert sér grein fyrir hvað þetta er alvarlegt. Bæði fyrir íslensk fjármálafyrirtæki en ekki síður fyrir íslensk fyrirtæki sem eru að hasla sér völl á erlendri grundu, eru í viðvarandi viðskiptasambandi ytra og þetta getur bara skaðað okkar hagsmuni verulega,“ segir Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar. „Maður bindur auðvitað vonir við það að þetta hafi ekki mikil áhrif þar sem skilaboðin frá FATF eru skýr að við erum að vinna að þessum atriðum sem að út af standa. Stjórnvöld og erlendir sérfræðingar hafa síðan reynt að leggja mat á hvaða áhrif þetta getur haft á stöðugleika og fyrirtæki og það mat virðist vera að það þurfi ekki að hafa mikil áhrif og við bindum vonir við að svo sé,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra segir það vonbrigði að Ísland sé komið á listann þar en mikið hafi þegar verið gert til að bæta úr þessum málum. „Við höfum unnið verulega hart síðan að allar þær athugasemdir komu í byrjun 2018 og unnið verulega mikið og þarft starf til að koma þessum reglum í lag og það eru auðvitað þannig að við viljum hafa þetta í lagi. En athugasemdir sem út af standa eru örfáar og afar veigalitlar að því leyti að þær eru allar komnar í farveg eins og segir í kynningu frá FATF og við munum auðvitað einhenda okkur í það að losna af þessum lista á fundum á næsta ári,“ segir Áslaug Arna. Vera Íslands á gráa listanum verður rædd á nefndafundum Alþingis eftir helgi.
Alþingi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“