Þingnefndir ræða veru Íslands á gráum lista Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. október 2019 17:12 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir stöðu Íslands skammarlega. Vísir/Vilhelm Boðað verður til opins fundar í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis á þriðjudaginn í framhaldi af ákvörðun FATF-hópsins um að setja Ísland á svokallaðan gráan lista. Þetta staðfestir Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrsti varaformaður nefndarinnar í samtali við Vísi en hann óskaði eftir því að málið yrði tekið fyrir á vettvangi nefndarinnar. Í morgun var greint frá því að Ísland sé nú meðal þeirra ríkja sem bætt var á svokallaðan gráan lista FATF-hópsins yfir ríki sem ekki hafi nægar varnir gegn peningaþvætti. Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt niðurstöðunni.Sjá einnig: Ísland á gráum lista ríkja vegna peningaþvættis Þá verður rædd tillaga á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á mánudaginn um hvort nefndin hefji frumkvæðisskoðun á verklagi ráðherra vegna ábendinga framkvæmdahóps FATF vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. „Það er í sjálfu sér ekki útilokað að nefndirnar taki þetta báðar fyrir,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Þetta heyri vissulega undir málefnasvið efnahags- og viðskiptanefndar en hvað varðar aðgerðir, og eftir atvikum aðgerðarleysi, stjórnvalda í aðdraganda þess að Ísland lenti á listanum er nokkuð sem að sögn Þórhildar Sunnu væri eðlilegt að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd myndi skoða í framhaldinu.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingi Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Úrbætur til að forðast gráa listann bárust of seint Fyrirheit íslenskra stjórnvalda, sem hefðu komið í veg fyrir að Ísland lentu á gráum lista fir þjóðir sem ekki hafi gripið til nægjanlegra ráðstafana til að verjast peningaþvætti, bárust of seint. 18. október 2019 12:15 Íslensk stjórnvöld vænti þess að FATF endurskoði mat á „gráleitri“ stöðu Íslands Stjórnvöld hafa ásamt erlendum ráðgjöfum lagt mat á möguleg áhrif af því að Ísland lendi á listanum. Í tilkynningunni segir að það sé "samdóma álit að áhrifin verði óveruleg“. Það sé hvorki talið að niðurstaða FATF hafi bein áhrif á almenning né fjármálastöðugleika á Íslandi. 18. október 2019 14:25 Ísland á gráum lista ríkja vegna peningaþvættis Ísland er komið á gráan lista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) yfir ósamvinnuþýð ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Kjarninn greinir frá þessu. 18. október 2019 10:50 „Vanhæfni ríkisstjórnar“ og „álitshnekkir fyrir Ísland“ Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina skulda útskýringar á því hvernig Ísland sé komið á gráan lista FATF)yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið til marks um vanhæfi ríkisstjórnarinnar. 18. október 2019 13:02 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Boðað verður til opins fundar í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis á þriðjudaginn í framhaldi af ákvörðun FATF-hópsins um að setja Ísland á svokallaðan gráan lista. Þetta staðfestir Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrsti varaformaður nefndarinnar í samtali við Vísi en hann óskaði eftir því að málið yrði tekið fyrir á vettvangi nefndarinnar. Í morgun var greint frá því að Ísland sé nú meðal þeirra ríkja sem bætt var á svokallaðan gráan lista FATF-hópsins yfir ríki sem ekki hafi nægar varnir gegn peningaþvætti. Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt niðurstöðunni.Sjá einnig: Ísland á gráum lista ríkja vegna peningaþvættis Þá verður rædd tillaga á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á mánudaginn um hvort nefndin hefji frumkvæðisskoðun á verklagi ráðherra vegna ábendinga framkvæmdahóps FATF vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. „Það er í sjálfu sér ekki útilokað að nefndirnar taki þetta báðar fyrir,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Þetta heyri vissulega undir málefnasvið efnahags- og viðskiptanefndar en hvað varðar aðgerðir, og eftir atvikum aðgerðarleysi, stjórnvalda í aðdraganda þess að Ísland lenti á listanum er nokkuð sem að sögn Þórhildar Sunnu væri eðlilegt að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd myndi skoða í framhaldinu.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar
Alþingi Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Úrbætur til að forðast gráa listann bárust of seint Fyrirheit íslenskra stjórnvalda, sem hefðu komið í veg fyrir að Ísland lentu á gráum lista fir þjóðir sem ekki hafi gripið til nægjanlegra ráðstafana til að verjast peningaþvætti, bárust of seint. 18. október 2019 12:15 Íslensk stjórnvöld vænti þess að FATF endurskoði mat á „gráleitri“ stöðu Íslands Stjórnvöld hafa ásamt erlendum ráðgjöfum lagt mat á möguleg áhrif af því að Ísland lendi á listanum. Í tilkynningunni segir að það sé "samdóma álit að áhrifin verði óveruleg“. Það sé hvorki talið að niðurstaða FATF hafi bein áhrif á almenning né fjármálastöðugleika á Íslandi. 18. október 2019 14:25 Ísland á gráum lista ríkja vegna peningaþvættis Ísland er komið á gráan lista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) yfir ósamvinnuþýð ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Kjarninn greinir frá þessu. 18. október 2019 10:50 „Vanhæfni ríkisstjórnar“ og „álitshnekkir fyrir Ísland“ Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina skulda útskýringar á því hvernig Ísland sé komið á gráan lista FATF)yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið til marks um vanhæfi ríkisstjórnarinnar. 18. október 2019 13:02 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Úrbætur til að forðast gráa listann bárust of seint Fyrirheit íslenskra stjórnvalda, sem hefðu komið í veg fyrir að Ísland lentu á gráum lista fir þjóðir sem ekki hafi gripið til nægjanlegra ráðstafana til að verjast peningaþvætti, bárust of seint. 18. október 2019 12:15
Íslensk stjórnvöld vænti þess að FATF endurskoði mat á „gráleitri“ stöðu Íslands Stjórnvöld hafa ásamt erlendum ráðgjöfum lagt mat á möguleg áhrif af því að Ísland lendi á listanum. Í tilkynningunni segir að það sé "samdóma álit að áhrifin verði óveruleg“. Það sé hvorki talið að niðurstaða FATF hafi bein áhrif á almenning né fjármálastöðugleika á Íslandi. 18. október 2019 14:25
Ísland á gráum lista ríkja vegna peningaþvættis Ísland er komið á gráan lista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) yfir ósamvinnuþýð ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Kjarninn greinir frá þessu. 18. október 2019 10:50
„Vanhæfni ríkisstjórnar“ og „álitshnekkir fyrir Ísland“ Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina skulda útskýringar á því hvernig Ísland sé komið á gráan lista FATF)yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið til marks um vanhæfi ríkisstjórnarinnar. 18. október 2019 13:02