Segja niðurstöðuna vera mikil vonbrigði Lillý Valgerður Pétursdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 18. október 2019 16:24 Dómsmálaráðherra segir að unnið verði að því að koma Íslandi af gráa listanum. Vísir/stöð 2 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að niðurstaða FATF, alþjóðlegs hóps ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, um að setja Ísland á svokallaðan gráan lista sé mikil vonbrigði. Nokkrir fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa í dag lýst yfir vonbrigðum sínum með stjórnvöld. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að niðurstaðan væri til marks um hrópandi vanhæfni ríkisstjórnarinnar til að taka alvarlega alþjóðlegt regluverk.Sjá nánar: „Vanhæfni ríkisstjórnar“ og „álitshnekkir fyrir Ísland“ Aðspurð hvort niðurstaðan sé áfellisdómur yfir ríkisstjórninni segir dómsmálaráðherra. „Hún er mikil vonbrigði en við höfum unnið verulega hart síðan allar þær athugasemdir komu í byrjun 2018 og unnið verulega mikið og þarft starf til að koma þessum reglum í lag,“ segir Áslaug Arna. Stórnvöld vilji vitaskuld hafa hlutina í lagi. „Athugasemdirnar sem út af standa eru örfáar og afar veigalitlar að því leyti að þær eru allar komnar í farveg eins og segir í kynningu frá FATF og við munum auðvitað einhenda okkur í það að losna af þessum lista á fundum á næsta ári,“ segir Áslaug Arna en nánar verður rætt við hana um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ísland rataði í morgun gráan lista samtakanna FATF. Þar eru lönd sem hafa heitið úrbótum í baráttunni gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem samtökin ætlað að fylgjast náið með.Getty/Caspar BensonTryggja þurfi að vera okkar á listanum verði eins stutt og mögulegt er Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tekur undir með Áslaugu Örnu og segir niðurstöðuna vera vonbrigði. Næsta skref sé að reyna að ljúka málinu.Á listanum eru lönd sem við erum ekki vön að bera okkur saman við. Það hlýtur að vera vonbrigði að sjá Ísland á þessum lista?„Já, það eru vonbrigði að sjá Ísland á þessum lista. Snemma á árinu 2018 kom skýrsla þar sem voru gerðar alvarlegar athugasemdir við okkar framkvæmd á ýmsu sem tengist peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka; fimmtíu og ein athugasemd,“ segir Katrín. „Ég vil segja það að núverandi ríkisstjórn hefur unnið mjög ötullega að þessu máli allt síðan skýrslan kom. Við teljum svo ver aað við séum búin að uppfylla allt nema eitt atriði á þessum langa lista en það var nóg til þess að þessi ákvörðun var tekin og það er auðvitað vonbrigði en það næsta í stöðunni er auðvitað bara að ljúka því sem á eftir að ljúka og tryggja að vera okkar á þessum lista verði eins stutt og mögulegt er.“ Alþingi Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Úrbætur til að forðast gráa listann bárust of seint Fyrirheit íslenskra stjórnvalda, sem hefðu komið í veg fyrir að Ísland lentu á gráum lista fir þjóðir sem ekki hafi gripið til nægjanlegra ráðstafana til að verjast peningaþvætti, bárust of seint. 18. október 2019 12:15 Íslensk stjórnvöld vænti þess að FATF endurskoði mat á „gráleitri“ stöðu Íslands Stjórnvöld hafa ásamt erlendum ráðgjöfum lagt mat á möguleg áhrif af því að Ísland lendi á listanum. Í tilkynningunni segir að það sé "samdóma álit að áhrifin verði óveruleg“. Það sé hvorki talið að niðurstaða FATF hafi bein áhrif á almenning né fjármálastöðugleika á Íslandi. 18. október 2019 14:25 Ísland á gráum lista ríkja vegna peningaþvættis Ísland er komið á gráan lista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) yfir ósamvinnuþýð ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Kjarninn greinir frá þessu. 18. október 2019 10:50 „Vanhæfni ríkisstjórnar“ og „álitshnekkir fyrir Ísland“ Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina skulda útskýringar á því hvernig Ísland sé komið á gráan lista FATF)yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið til marks um vanhæfi ríkisstjórnarinnar. 18. október 2019 13:02 Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að niðurstaða FATF, alþjóðlegs hóps ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, um að setja Ísland á svokallaðan gráan lista sé mikil vonbrigði. Nokkrir fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa í dag lýst yfir vonbrigðum sínum með stjórnvöld. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að niðurstaðan væri til marks um hrópandi vanhæfni ríkisstjórnarinnar til að taka alvarlega alþjóðlegt regluverk.Sjá nánar: „Vanhæfni ríkisstjórnar“ og „álitshnekkir fyrir Ísland“ Aðspurð hvort niðurstaðan sé áfellisdómur yfir ríkisstjórninni segir dómsmálaráðherra. „Hún er mikil vonbrigði en við höfum unnið verulega hart síðan allar þær athugasemdir komu í byrjun 2018 og unnið verulega mikið og þarft starf til að koma þessum reglum í lag,“ segir Áslaug Arna. Stórnvöld vilji vitaskuld hafa hlutina í lagi. „Athugasemdirnar sem út af standa eru örfáar og afar veigalitlar að því leyti að þær eru allar komnar í farveg eins og segir í kynningu frá FATF og við munum auðvitað einhenda okkur í það að losna af þessum lista á fundum á næsta ári,“ segir Áslaug Arna en nánar verður rætt við hana um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ísland rataði í morgun gráan lista samtakanna FATF. Þar eru lönd sem hafa heitið úrbótum í baráttunni gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem samtökin ætlað að fylgjast náið með.Getty/Caspar BensonTryggja þurfi að vera okkar á listanum verði eins stutt og mögulegt er Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tekur undir með Áslaugu Örnu og segir niðurstöðuna vera vonbrigði. Næsta skref sé að reyna að ljúka málinu.Á listanum eru lönd sem við erum ekki vön að bera okkur saman við. Það hlýtur að vera vonbrigði að sjá Ísland á þessum lista?„Já, það eru vonbrigði að sjá Ísland á þessum lista. Snemma á árinu 2018 kom skýrsla þar sem voru gerðar alvarlegar athugasemdir við okkar framkvæmd á ýmsu sem tengist peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka; fimmtíu og ein athugasemd,“ segir Katrín. „Ég vil segja það að núverandi ríkisstjórn hefur unnið mjög ötullega að þessu máli allt síðan skýrslan kom. Við teljum svo ver aað við séum búin að uppfylla allt nema eitt atriði á þessum langa lista en það var nóg til þess að þessi ákvörðun var tekin og það er auðvitað vonbrigði en það næsta í stöðunni er auðvitað bara að ljúka því sem á eftir að ljúka og tryggja að vera okkar á þessum lista verði eins stutt og mögulegt er.“
Alþingi Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Úrbætur til að forðast gráa listann bárust of seint Fyrirheit íslenskra stjórnvalda, sem hefðu komið í veg fyrir að Ísland lentu á gráum lista fir þjóðir sem ekki hafi gripið til nægjanlegra ráðstafana til að verjast peningaþvætti, bárust of seint. 18. október 2019 12:15 Íslensk stjórnvöld vænti þess að FATF endurskoði mat á „gráleitri“ stöðu Íslands Stjórnvöld hafa ásamt erlendum ráðgjöfum lagt mat á möguleg áhrif af því að Ísland lendi á listanum. Í tilkynningunni segir að það sé "samdóma álit að áhrifin verði óveruleg“. Það sé hvorki talið að niðurstaða FATF hafi bein áhrif á almenning né fjármálastöðugleika á Íslandi. 18. október 2019 14:25 Ísland á gráum lista ríkja vegna peningaþvættis Ísland er komið á gráan lista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) yfir ósamvinnuþýð ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Kjarninn greinir frá þessu. 18. október 2019 10:50 „Vanhæfni ríkisstjórnar“ og „álitshnekkir fyrir Ísland“ Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina skulda útskýringar á því hvernig Ísland sé komið á gráan lista FATF)yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið til marks um vanhæfi ríkisstjórnarinnar. 18. október 2019 13:02 Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Úrbætur til að forðast gráa listann bárust of seint Fyrirheit íslenskra stjórnvalda, sem hefðu komið í veg fyrir að Ísland lentu á gráum lista fir þjóðir sem ekki hafi gripið til nægjanlegra ráðstafana til að verjast peningaþvætti, bárust of seint. 18. október 2019 12:15
Íslensk stjórnvöld vænti þess að FATF endurskoði mat á „gráleitri“ stöðu Íslands Stjórnvöld hafa ásamt erlendum ráðgjöfum lagt mat á möguleg áhrif af því að Ísland lendi á listanum. Í tilkynningunni segir að það sé "samdóma álit að áhrifin verði óveruleg“. Það sé hvorki talið að niðurstaða FATF hafi bein áhrif á almenning né fjármálastöðugleika á Íslandi. 18. október 2019 14:25
Ísland á gráum lista ríkja vegna peningaþvættis Ísland er komið á gráan lista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) yfir ósamvinnuþýð ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Kjarninn greinir frá þessu. 18. október 2019 10:50
„Vanhæfni ríkisstjórnar“ og „álitshnekkir fyrir Ísland“ Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina skulda útskýringar á því hvernig Ísland sé komið á gráan lista FATF)yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið til marks um vanhæfi ríkisstjórnarinnar. 18. október 2019 13:02