Björk sögð í viðræðum um að taka að sér hlutverk í víkingamynd Birgir Olgeirsson skrifar 18. október 2019 15:29 Björk Guðmundsdóttir. Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir er sögð í viðræðum um að taka að sér hlutverk í víkingamyndinni The Northman. Ef samningar nást verður það í fyrsta sinn í 20 ár sem Björk leikur í kvikmynd. Sú síðasta var Dancer in the Dark eftir danska leikstjórann Lars von Trier. Frammistaða Bjarkar í þeirri mynd skilaði henni verðlaunum fyrir besta leik á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Leikstjóri The Northman er Robert Eggers sem á að baki hryllingsmyndina The Witch og The Lighthouse. Sögusvið myndarinnar nýju er Ísland í kringum árið 1000, og skrifar Eggers handritið í samstarfi við íslenska skáldið Sjón. Sjón og Björk hafa áður unnið saman og má þar nefna við myndina Dancer in the Dark, eða Myrkradansarinn eins og hún var kölluð hér á landi. Voru þau tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir besta lagið, I´ve Seen It All, sem var að finna í myndinni. Nicole Kidman, Alexander Skarsgård, Anya Taylor-Joy, Bill Skarsgård og Willem Dafoe eru meðal leikara sem munu koma fram í The Northman sem mun fjalla um norrænan prins sem leitar þess að hefna föður síns.Á vef Collider er fullyrt að Björk sé í viðræðum um að leika í myndinni en viðræðurnar við hana eru ekki komnar eins langt og við aðra leikara. Björk hefur áður lýst því hve mikið hlutverk hennar í Myrkradansaranum tók á hana. Hefur hún sagt frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier og hét því að vinna aldrei aftur að annarri kvikmynd með honum. Björk Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir er sögð í viðræðum um að taka að sér hlutverk í víkingamyndinni The Northman. Ef samningar nást verður það í fyrsta sinn í 20 ár sem Björk leikur í kvikmynd. Sú síðasta var Dancer in the Dark eftir danska leikstjórann Lars von Trier. Frammistaða Bjarkar í þeirri mynd skilaði henni verðlaunum fyrir besta leik á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Leikstjóri The Northman er Robert Eggers sem á að baki hryllingsmyndina The Witch og The Lighthouse. Sögusvið myndarinnar nýju er Ísland í kringum árið 1000, og skrifar Eggers handritið í samstarfi við íslenska skáldið Sjón. Sjón og Björk hafa áður unnið saman og má þar nefna við myndina Dancer in the Dark, eða Myrkradansarinn eins og hún var kölluð hér á landi. Voru þau tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir besta lagið, I´ve Seen It All, sem var að finna í myndinni. Nicole Kidman, Alexander Skarsgård, Anya Taylor-Joy, Bill Skarsgård og Willem Dafoe eru meðal leikara sem munu koma fram í The Northman sem mun fjalla um norrænan prins sem leitar þess að hefna föður síns.Á vef Collider er fullyrt að Björk sé í viðræðum um að leika í myndinni en viðræðurnar við hana eru ekki komnar eins langt og við aðra leikara. Björk hefur áður lýst því hve mikið hlutverk hennar í Myrkradansaranum tók á hana. Hefur hún sagt frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier og hét því að vinna aldrei aftur að annarri kvikmynd með honum.
Björk Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira