Vonar að Huffman geti gefið sér ráð eftir fangelsisvistina Sylvía Hall skrifar 17. október 2019 23:36 Lori Laughlin hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu í málinu. Vísir/Getty Leikkonan Lori Laughlin er á meðal þeirra sem var ákærð fyrir þátttöku sína í umsvifamikilli háskólasvikamyllu í Bandaríkjunum. Á annan tug efnaðra foreldra voru ákærðir í málinu grunaðir um að hafa greitt háar fjárhæðir til þess að koma börnum sínum í eftirsótta háskóla. Laughlin neitaði sök í málinu og samþykkti ekki samning saksóknara. Réttarhöld yfir henni hefjast á næsta ári en hún og eiginmaður hennar, Mossimo Gianulli, eru sögð hafa borgað yfir 500 þúsund Bandaríkjadala, sem samsvarar rúmlega 62 milljón íslenskra króna, til þess að koma dóttur sínum tveimur inn í svokallaða „elítuskóla“ og voru þær skráðar sem afreksíþróttamenn á umsókn þeirra til þess að auka líkurnar á inntöku.Sjá einnig: Sephora hættir samstarfi við dóttur Lori Laughlin í kjölfar háskólasvikamyllu Bandaríska leikkonan Felicity Huffman, sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttunum Desperate Housewifes, hefur hafið afplánun á fjórtán daga fangelsisdómi sínum sem hún hlaut í september fyrir hlut sinn í málinu. Er Laughlin sögð hafa reynt að eiga í samskiptum við Huffman til þess að leita ráða og vonar að hún geti sagt sér frá reynslu sinni eftir afplánun, fari svo að hún sjálf þurfi að sæta fangelsisvist. „Henni líður eins og örlög þeirra séu samtvinnuð núna,“ segir heimildarmaður People. Hún vilji vita hvernig fangelsisvistin sé í raun og veru svo hún geti haft einhverja hugmynd um hvað bíði hennar ef allt fer á versta veg. Að sögn heimildarmannsins vonar Laughlin að fangelsisvistin verði Huffman ekki erfið því það gefi henni von um að það sama eigi við um sig. Ef Huffman geti komist í gegnum slíkt, geti hún það líka. „Það er henni enn mjög mikilvægt að vera sýknuð af öllum ákærum gegn sér. Hún heldur enn fram sakleysi sínu og vonar að það komi ekki til þess. En ef hún endar á því að þurfa að afplána dóm í fangelsi, þá vill hún vita hvað hún er að fara út í.“ Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Yale afturkallar inngöngu nemanda vegna mútugreiðslu Yale háskóli í Bandaríkjunum hefur afturkallað samþykki nemanda eftir að upp komst um mútugreiðslu fjölskyldu hans sem hljóðaði upp á rúmlega eina milljón Bandaríkjadala. 26. mars 2019 21:10 Loughlin og aðrir foreldrar ákærðir fyrir fjárþvætti í háskólasvikamyllu Leikkonan Lori Loughlin og fimmtán aðrir foreldrar, þar á meðal eiginmaður hennar, sem hafa verið ákærðir í háskólasvikamyllu í Bandaríkjunum, hafa einnig verið ákærð fyrir fjárþvætti. 9. apríl 2019 21:49 Felicity Huffman dæmd í fjórtán daga fangelsi vegna háskólasvikamyllu Bandaríska leikkonan Felicity Huffman, sem þekkt er fyrir að leika í þáttunum Aðþrengdum eiginkonum, var í dag dæmd í fjórtán daga fangelsi vegna þátttöku sinnar í víðfrægri háskólasvikamyllu. 13. september 2019 19:50 Dómarabréf til stuðnings Huffman varpa nýju ljósi á illdeilur Aðþrengdu eiginkvennanna Bandaríska leikkonan Eva Longoria, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Aðþrengdum eiginkonum (e. Desperate Housewives), segir Felicity Huffman, meðleikkonu sína í þáttunum, hafa tekið upp hanskann fyrir sig á tökustað þáttanna, þar sem eineltisseggur úr leikaraliðinu hafi ráðið ríkjum. 8. september 2019 11:36 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Sjá meira
Leikkonan Lori Laughlin er á meðal þeirra sem var ákærð fyrir þátttöku sína í umsvifamikilli háskólasvikamyllu í Bandaríkjunum. Á annan tug efnaðra foreldra voru ákærðir í málinu grunaðir um að hafa greitt háar fjárhæðir til þess að koma börnum sínum í eftirsótta háskóla. Laughlin neitaði sök í málinu og samþykkti ekki samning saksóknara. Réttarhöld yfir henni hefjast á næsta ári en hún og eiginmaður hennar, Mossimo Gianulli, eru sögð hafa borgað yfir 500 þúsund Bandaríkjadala, sem samsvarar rúmlega 62 milljón íslenskra króna, til þess að koma dóttur sínum tveimur inn í svokallaða „elítuskóla“ og voru þær skráðar sem afreksíþróttamenn á umsókn þeirra til þess að auka líkurnar á inntöku.Sjá einnig: Sephora hættir samstarfi við dóttur Lori Laughlin í kjölfar háskólasvikamyllu Bandaríska leikkonan Felicity Huffman, sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttunum Desperate Housewifes, hefur hafið afplánun á fjórtán daga fangelsisdómi sínum sem hún hlaut í september fyrir hlut sinn í málinu. Er Laughlin sögð hafa reynt að eiga í samskiptum við Huffman til þess að leita ráða og vonar að hún geti sagt sér frá reynslu sinni eftir afplánun, fari svo að hún sjálf þurfi að sæta fangelsisvist. „Henni líður eins og örlög þeirra séu samtvinnuð núna,“ segir heimildarmaður People. Hún vilji vita hvernig fangelsisvistin sé í raun og veru svo hún geti haft einhverja hugmynd um hvað bíði hennar ef allt fer á versta veg. Að sögn heimildarmannsins vonar Laughlin að fangelsisvistin verði Huffman ekki erfið því það gefi henni von um að það sama eigi við um sig. Ef Huffman geti komist í gegnum slíkt, geti hún það líka. „Það er henni enn mjög mikilvægt að vera sýknuð af öllum ákærum gegn sér. Hún heldur enn fram sakleysi sínu og vonar að það komi ekki til þess. En ef hún endar á því að þurfa að afplána dóm í fangelsi, þá vill hún vita hvað hún er að fara út í.“
Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Yale afturkallar inngöngu nemanda vegna mútugreiðslu Yale háskóli í Bandaríkjunum hefur afturkallað samþykki nemanda eftir að upp komst um mútugreiðslu fjölskyldu hans sem hljóðaði upp á rúmlega eina milljón Bandaríkjadala. 26. mars 2019 21:10 Loughlin og aðrir foreldrar ákærðir fyrir fjárþvætti í háskólasvikamyllu Leikkonan Lori Loughlin og fimmtán aðrir foreldrar, þar á meðal eiginmaður hennar, sem hafa verið ákærðir í háskólasvikamyllu í Bandaríkjunum, hafa einnig verið ákærð fyrir fjárþvætti. 9. apríl 2019 21:49 Felicity Huffman dæmd í fjórtán daga fangelsi vegna háskólasvikamyllu Bandaríska leikkonan Felicity Huffman, sem þekkt er fyrir að leika í þáttunum Aðþrengdum eiginkonum, var í dag dæmd í fjórtán daga fangelsi vegna þátttöku sinnar í víðfrægri háskólasvikamyllu. 13. september 2019 19:50 Dómarabréf til stuðnings Huffman varpa nýju ljósi á illdeilur Aðþrengdu eiginkvennanna Bandaríska leikkonan Eva Longoria, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Aðþrengdum eiginkonum (e. Desperate Housewives), segir Felicity Huffman, meðleikkonu sína í þáttunum, hafa tekið upp hanskann fyrir sig á tökustað þáttanna, þar sem eineltisseggur úr leikaraliðinu hafi ráðið ríkjum. 8. september 2019 11:36 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Sjá meira
Yale afturkallar inngöngu nemanda vegna mútugreiðslu Yale háskóli í Bandaríkjunum hefur afturkallað samþykki nemanda eftir að upp komst um mútugreiðslu fjölskyldu hans sem hljóðaði upp á rúmlega eina milljón Bandaríkjadala. 26. mars 2019 21:10
Loughlin og aðrir foreldrar ákærðir fyrir fjárþvætti í háskólasvikamyllu Leikkonan Lori Loughlin og fimmtán aðrir foreldrar, þar á meðal eiginmaður hennar, sem hafa verið ákærðir í háskólasvikamyllu í Bandaríkjunum, hafa einnig verið ákærð fyrir fjárþvætti. 9. apríl 2019 21:49
Felicity Huffman dæmd í fjórtán daga fangelsi vegna háskólasvikamyllu Bandaríska leikkonan Felicity Huffman, sem þekkt er fyrir að leika í þáttunum Aðþrengdum eiginkonum, var í dag dæmd í fjórtán daga fangelsi vegna þátttöku sinnar í víðfrægri háskólasvikamyllu. 13. september 2019 19:50
Dómarabréf til stuðnings Huffman varpa nýju ljósi á illdeilur Aðþrengdu eiginkvennanna Bandaríska leikkonan Eva Longoria, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Aðþrengdum eiginkonum (e. Desperate Housewives), segir Felicity Huffman, meðleikkonu sína í þáttunum, hafa tekið upp hanskann fyrir sig á tökustað þáttanna, þar sem eineltisseggur úr leikaraliðinu hafi ráðið ríkjum. 8. september 2019 11:36