Óvíst hvort þingið samþykki nýja samninginn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. október 2019 19:00 Skiptar skoðanir eru um nýjan samning um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Óljóst er hvort þingið samþykki samninginn. Ef það gerist ekki þarf Boris Johnson forsætisráðherra að biðja um að útgöngu verði frestað. Johnson og Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, boðuðu til blaðamannafundar í dag þar sem þeir kynntu hinn nýja útgöngusamning. „Ég tel þetta afbragðsgóðan samning fyrir bæði Bretland og Evrópusambandið,“ sagði breski forsætisráðherrann. „Við erum komin með samning. Þessi samningur þýðir það að nú er ekki þörf á neinni frestun,“ sagði Juncker og bætti því við að samningurinn væri sanngjarn. Með honum væri tryggður nokkur stöðugleiki á þessum óvissutímum. En þótt Juncker sjái ekki þörf á frekari frestun útgöngu er ekki víst að breskir þingmenn séu sammála. Breska þingið þarf að samþykkja plaggið í síðasta lagi á laugardag ef Johnson á ekki að þurfa að biðja Evrópusambandið um að fresta útgöngu enn á ný. Hinn norðurírski Lýðræðislegi sambandsflokkur ætlar ekki að styðja samninginn og ekki Frjálslyndir Demókratar heldur. Íhaldsflokkur Johnsons hefur ekki meirihluta á þingi og þarf forsætisráðherrann því að treysta á að flokkurinn klofni ekki í afstöðu sinni til málsins, líkt og gerðist með samning Theresu May, og að einhverjir þingmenn Verkamannaflokksins greiði atkvæði með samningnum. „Við erum ósátt við samninginn og munum að öllu óbreyttu greiða atkvæði gegn honum, en við eigum auðvitað eftir að renna yfir öll smáatriðin,“ sagði Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins. Evrópskir leiðtogar og þing þurfa einnig að taka afstöðu til samningsins. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagðist vongóð á fundi leiðtogaráðs ESB í dag. „Ég þori ekki að tala fyrir aðra en ég tel að margir séu sammála mér um það að fyrst það tókst að ná samningi á síðustu stundu ættum við að styðja hann.“ Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Skiptar skoðanir eru um nýjan samning um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Óljóst er hvort þingið samþykki samninginn. Ef það gerist ekki þarf Boris Johnson forsætisráðherra að biðja um að útgöngu verði frestað. Johnson og Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, boðuðu til blaðamannafundar í dag þar sem þeir kynntu hinn nýja útgöngusamning. „Ég tel þetta afbragðsgóðan samning fyrir bæði Bretland og Evrópusambandið,“ sagði breski forsætisráðherrann. „Við erum komin með samning. Þessi samningur þýðir það að nú er ekki þörf á neinni frestun,“ sagði Juncker og bætti því við að samningurinn væri sanngjarn. Með honum væri tryggður nokkur stöðugleiki á þessum óvissutímum. En þótt Juncker sjái ekki þörf á frekari frestun útgöngu er ekki víst að breskir þingmenn séu sammála. Breska þingið þarf að samþykkja plaggið í síðasta lagi á laugardag ef Johnson á ekki að þurfa að biðja Evrópusambandið um að fresta útgöngu enn á ný. Hinn norðurírski Lýðræðislegi sambandsflokkur ætlar ekki að styðja samninginn og ekki Frjálslyndir Demókratar heldur. Íhaldsflokkur Johnsons hefur ekki meirihluta á þingi og þarf forsætisráðherrann því að treysta á að flokkurinn klofni ekki í afstöðu sinni til málsins, líkt og gerðist með samning Theresu May, og að einhverjir þingmenn Verkamannaflokksins greiði atkvæði með samningnum. „Við erum ósátt við samninginn og munum að öllu óbreyttu greiða atkvæði gegn honum, en við eigum auðvitað eftir að renna yfir öll smáatriðin,“ sagði Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins. Evrópskir leiðtogar og þing þurfa einnig að taka afstöðu til samningsins. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagðist vongóð á fundi leiðtogaráðs ESB í dag. „Ég þori ekki að tala fyrir aðra en ég tel að margir séu sammála mér um það að fyrst það tókst að ná samningi á síðustu stundu ættum við að styðja hann.“
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira