Ísland styður baráttuna gegn fæðingarfistli Heimsljós kynnir 17. október 2019 15:45 Utanríkisráðherra og forstöðumenn kvennamiðstöðvarinnar í Freetown. UTN Örkuml og útskúfun er oft örlög kvenna, sérstaklega ungra kvenna, í fátækum ríkjum sem fá fæðingarfistil. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hlustaði á dögunum á reynslusögur nokkurra kvenna í Síerra Leóne, en Íslendingar styðja verkefni á vegum Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) í landinu þar sem boðið er upp á meðferð gegn fistli. Oftast er um einfalda læknisaðgerð að ræða sem gerbreytir lífi þeirra. Ráðherra upplýsti við mikinn fögnuð viðstaddra um tæplega 20 milljóna króna fjárstyrk frá Íslandi við verkefnið. Fæðingarfistli (obstetric fistula) hefur verið lýst sem örkumli ungra kvenna sem ekki eru líkamlega tilbúnar til að eignast börn, en þær rifna illa með þeim afleiðingum að fistill myndast, til dæmis milli ristils og legganga, og þær geta þá ekki lengur haft stjórn á þvaglátum og/eða hægðum með tilheyrandi ólykt. Stúlkur og ungar konur sem fá fæðingarfistil upplifa mikla skömm og víða er þeim hreinlega útskúfað af fjölskyldum sínum og nærsamfélagi með átakanlegri einangrun og vansæld. Flestar ungar konur í þessum hópi fá fistil við að fæða börn, en þess eru dæmi að barnungar stúlkur fái fistil við kynferðislegt ofbeldi. Í heimsókn á kvennamiðstöðina Aberdeen Women´s Centre í höfuðborginni Freetown hitti íslenska sendinefndin meðal annars tvær stúlkur, sex ára og átta ára, sem voru í meðferð vegna fistils. Íslendingar hafa um árabil stutt verkefni Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) víðs vegar í heiminum gegn fæðingarfistli, meðal annars í verkefni í öðru samstarfslandanna, Malaví. Nýlega var ákveðið að styðja verkefni í Síerra Leóne sem tekur á þessum útbreidda vanda. Fæðingarfistill er nánast óþekktur í samfélögum á Vesturlöndum vegna þess að með keisaraskurði í fæðingu er hægt forðast hann og lækna í 93% tilvika með skurðaðgerðum. Í fátækari ríkjum eins og Síerra Leóne er heilbrigðisþjónustu hins vegar ábótavant og fistillinn því yfirleitt ekki meðhöndlaður og jafnvel ekki þekkt að til sé lækning. Ekki eru til áreiðanlegar tölur um tíðni fæðingarfistils í Síerra Leóne en talið er að um 7.500 konur þjáist af fæðingarfistli þar, margar þeirra í felum.Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna styður meðferðamiðstöðina Aberdeen Women´s Centre í Freetown þar sem boðið er upp á ókeypis skurðaðgerðir til að lækna fistilinn, sinna eftirmeðferð, og síðast en ekki síst að gefa konunum kost á því að öðlast virðingu á ný. Einnig starfar sjóðurinn með félagasamtökunum Haikal í öllum héruðum landsins, í aðgerðum til þess að fræða fólk um fæðingarfistil, hafa uppi á fórnarlömbunum og koma þeim undir læknishendur. Kostnaður við meðferðina er að jafnaði milli 80 og 90 þúsund íslenskra króna á hvern einstakling. Frá því Aberdeen Women‘s Centre hóf störf í mars 2005 hafa 4.683 fórnarlömb fistils farið í aðgerð hjá miðstöðinni. Ísland hefur stutt við starf Mannfjöldasjóðsins um árabil með kjarnaframlögum. UNFPA hefur frá árinu 2017 verið ein af áherslustofnunum í íslenskri þróunarsamvinnu. Megináhersla og hlutverk UNFPA er að virða réttindi fólks og veita fólki, einkum ungmennum, betra aðgengi að þjónustu og upplýsingum á sviði kyn- og frjósemisheilbrigðis. Mikilvægir þættir starfseminnar eru réttindi verðandi mæðra, nýbura og ungbarna til heilsuverndar, ungbarnavernd, dreifing getnaðarvarna, auk kynlífs- og fjölskyldufræðslu.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent
Örkuml og útskúfun er oft örlög kvenna, sérstaklega ungra kvenna, í fátækum ríkjum sem fá fæðingarfistil. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hlustaði á dögunum á reynslusögur nokkurra kvenna í Síerra Leóne, en Íslendingar styðja verkefni á vegum Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) í landinu þar sem boðið er upp á meðferð gegn fistli. Oftast er um einfalda læknisaðgerð að ræða sem gerbreytir lífi þeirra. Ráðherra upplýsti við mikinn fögnuð viðstaddra um tæplega 20 milljóna króna fjárstyrk frá Íslandi við verkefnið. Fæðingarfistli (obstetric fistula) hefur verið lýst sem örkumli ungra kvenna sem ekki eru líkamlega tilbúnar til að eignast börn, en þær rifna illa með þeim afleiðingum að fistill myndast, til dæmis milli ristils og legganga, og þær geta þá ekki lengur haft stjórn á þvaglátum og/eða hægðum með tilheyrandi ólykt. Stúlkur og ungar konur sem fá fæðingarfistil upplifa mikla skömm og víða er þeim hreinlega útskúfað af fjölskyldum sínum og nærsamfélagi með átakanlegri einangrun og vansæld. Flestar ungar konur í þessum hópi fá fistil við að fæða börn, en þess eru dæmi að barnungar stúlkur fái fistil við kynferðislegt ofbeldi. Í heimsókn á kvennamiðstöðina Aberdeen Women´s Centre í höfuðborginni Freetown hitti íslenska sendinefndin meðal annars tvær stúlkur, sex ára og átta ára, sem voru í meðferð vegna fistils. Íslendingar hafa um árabil stutt verkefni Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) víðs vegar í heiminum gegn fæðingarfistli, meðal annars í verkefni í öðru samstarfslandanna, Malaví. Nýlega var ákveðið að styðja verkefni í Síerra Leóne sem tekur á þessum útbreidda vanda. Fæðingarfistill er nánast óþekktur í samfélögum á Vesturlöndum vegna þess að með keisaraskurði í fæðingu er hægt forðast hann og lækna í 93% tilvika með skurðaðgerðum. Í fátækari ríkjum eins og Síerra Leóne er heilbrigðisþjónustu hins vegar ábótavant og fistillinn því yfirleitt ekki meðhöndlaður og jafnvel ekki þekkt að til sé lækning. Ekki eru til áreiðanlegar tölur um tíðni fæðingarfistils í Síerra Leóne en talið er að um 7.500 konur þjáist af fæðingarfistli þar, margar þeirra í felum.Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna styður meðferðamiðstöðina Aberdeen Women´s Centre í Freetown þar sem boðið er upp á ókeypis skurðaðgerðir til að lækna fistilinn, sinna eftirmeðferð, og síðast en ekki síst að gefa konunum kost á því að öðlast virðingu á ný. Einnig starfar sjóðurinn með félagasamtökunum Haikal í öllum héruðum landsins, í aðgerðum til þess að fræða fólk um fæðingarfistil, hafa uppi á fórnarlömbunum og koma þeim undir læknishendur. Kostnaður við meðferðina er að jafnaði milli 80 og 90 þúsund íslenskra króna á hvern einstakling. Frá því Aberdeen Women‘s Centre hóf störf í mars 2005 hafa 4.683 fórnarlömb fistils farið í aðgerð hjá miðstöðinni. Ísland hefur stutt við starf Mannfjöldasjóðsins um árabil með kjarnaframlögum. UNFPA hefur frá árinu 2017 verið ein af áherslustofnunum í íslenskri þróunarsamvinnu. Megináhersla og hlutverk UNFPA er að virða réttindi fólks og veita fólki, einkum ungmennum, betra aðgengi að þjónustu og upplýsingum á sviði kyn- og frjósemisheilbrigðis. Mikilvægir þættir starfseminnar eru réttindi verðandi mæðra, nýbura og ungbarna til heilsuverndar, ungbarnavernd, dreifing getnaðarvarna, auk kynlífs- og fjölskyldufræðslu.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent