Lögmaður Skúla svarar Sveini Andra fullum hálsi Jakob Bjarnar skrifar 17. október 2019 13:25 Heiðar Ásberg egir Svein Andra í nauðvörn og vilji snúa vörn í sókn með vafasömum yfirlýsingum. Lögmaður Skúla Gunnars Sigfússonar segir Svein Andra aldrei hafa viljað sættir í máli Skúla í Subway og ástæðan sé nú komin á daginn: Hann fékk búið í fangið og hefur getað mjólkað það. „Annað hvort hefur hann ekki lesið úrskurð dómarans eða er viljandi að misskilja hann. Að sjálfsögðu á skiptastjóri rétt á að fá ákveðna þóknun en á því eru takmörk – þak,“ segir Heiðar Ásberg Atlason lögmaður og einn eigandi Logos. En, hann er meðal annars lögmaður Skúla Gunnars Sigfússonar sem kenndur hefur verið við Subway. Sveinn Andri Sveinsson, sem hefur verið skiptastjóri þrotabús félagsins EK1923, sem var birgir fyrir Subway um tíma en Skúli hefur gagnrýnt störf Sveins Andra harðlega og hvergi sparað sig í þeirri gagnrýni. „Sveinn Andri rukkar rétt um 50 þúsund krónur fyrir hverja klukkustund, þannig að kostnaðurinn við eingöngu hans „vinnu“ er kominn í 120 milljónir króna. Það er meira en til var í búinu. Þóknun hans fyrir meinta vinnu við þetta eina þrotabú nam því 4,5 milljónum króna í hverjum mánuði frá því að honum var úthlutað búinu í september 2016 til ársloka 2018,“ segir í einni greina Skúla um málið.Segir Svein Andra snúa út úr úrskurði dómaransÍ gær var greint frá því að Sveini Andra var gert að endurgreiða búinu 100 milljónir króna. Sveinn sagði það ekkert mál, í samtali við Vísi, en þetta bæri þó ekki að skilja sem svo að honum bæri ekki þóknun heldur að dómari mæti það svo að formsatriði væri ekki fullnægt.Heiðar Ásberg segir viðbrögð Sveins Andra einkennandi fyrri mann sem er í nauðvörn en vilji snúa vörn í sókn. Þá koma fram vafasamar yfirlýsingar.Logos„Það eina sem dómarinn er að segja með þessari ákvörðun er að ég hefði sem skiptastjóri átt að bóka það skýrar í fundagerð skiptafundar að ég væri að taka þóknun af eignum búsins jafn harðan. Þar sem það var ekki gert þarf ég að endurgreiða þetta. Svo auðvitað greiði ég mér þóknun.“ Þetta telur Heiðar Ásberg makalausa túlkun á úrskurði dómarans. Dómari sé einfaldlega að segja: „Þú ert að rukka alltof mikið og þú ert að gera það vitlaust,“ segir Heiðar Ásberg í samtali við Vísi og telur víst að ef ekki væri svona stutt eftir í að hyllti í málslok, þá hefði Sveinn Andri verið sviptur búinu.Óbilgirni Sveins Andra nú skiljanleg Sveinn Andri vék sérstaklega að þætti Heiðars Ásbergs í frétt Vísis í gær og sagði hann „aftan og framan og allt um kring“ í málinu; þá sem lögmaður Skúla og lögmaður kröfuhafa í búið. Heiðar Ásberg segir það þetta dæmigerð viðbrögð fyrir mann sem er í nauðvörn og reynir að snúa vörn í sókn. Með því að afvegaleiða málið. „Ég hef ekki áhyggjur af því. Það er rétt, ég vinn fyrir Skúla og hef aldrei dregið dul á það. Þetta vita allir kröfuhafarnir og hafa aldrei gert athugasemd við það, nema Sveinn.Hann er bara að reyna að líta ekki út fyrir að vera ekki eins mikið fífl og hann er,“ segir Heiðar Ásberg. Hann segir að glímuna við Svein Andra í þessu máli hafa verið langa og stranga; einkennst af yfirgengilegri óbilgirni af hálfu Sveins. Heiðar Ásberg segist ítrekað reynt að ná sáttum að siðaðra manna hætti án árangurs. Og rekur þá sögu fyrir blaðamanni þar sem í eru stiklur sem benda til þess að Sveinn hafði aldrei haft engann áhuga á að finna lausn á málinu. „Hann hélt nú ekki. Hann neitaði að setjast niður og ræða málin, neitaði sáttum og það er að koma á daginn núna af hverju. Hann hafði enga hagsmuni af því, hann er nú kominn með feitan bita í fangið sem hann hefur mjólkað í þrjú ár.“ Dómsmál Gjaldþrot Tengdar fréttir Sveinn Andri skal endurgreiða 100 milljónir Hæstaréttarlögmanninum Sveini Andra Sveinssyni hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna. 16. október 2019 12:37 „Að sjálfsögðu á ég fyrir því“ Sveinn Andri Sveinsson mun endurgreiða hundrað milljónir en þar með er ekki öll sagan sögð. 16. október 2019 15:37 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Lögmaður Skúla Gunnars Sigfússonar segir Svein Andra aldrei hafa viljað sættir í máli Skúla í Subway og ástæðan sé nú komin á daginn: Hann fékk búið í fangið og hefur getað mjólkað það. „Annað hvort hefur hann ekki lesið úrskurð dómarans eða er viljandi að misskilja hann. Að sjálfsögðu á skiptastjóri rétt á að fá ákveðna þóknun en á því eru takmörk – þak,“ segir Heiðar Ásberg Atlason lögmaður og einn eigandi Logos. En, hann er meðal annars lögmaður Skúla Gunnars Sigfússonar sem kenndur hefur verið við Subway. Sveinn Andri Sveinsson, sem hefur verið skiptastjóri þrotabús félagsins EK1923, sem var birgir fyrir Subway um tíma en Skúli hefur gagnrýnt störf Sveins Andra harðlega og hvergi sparað sig í þeirri gagnrýni. „Sveinn Andri rukkar rétt um 50 þúsund krónur fyrir hverja klukkustund, þannig að kostnaðurinn við eingöngu hans „vinnu“ er kominn í 120 milljónir króna. Það er meira en til var í búinu. Þóknun hans fyrir meinta vinnu við þetta eina þrotabú nam því 4,5 milljónum króna í hverjum mánuði frá því að honum var úthlutað búinu í september 2016 til ársloka 2018,“ segir í einni greina Skúla um málið.Segir Svein Andra snúa út úr úrskurði dómaransÍ gær var greint frá því að Sveini Andra var gert að endurgreiða búinu 100 milljónir króna. Sveinn sagði það ekkert mál, í samtali við Vísi, en þetta bæri þó ekki að skilja sem svo að honum bæri ekki þóknun heldur að dómari mæti það svo að formsatriði væri ekki fullnægt.Heiðar Ásberg segir viðbrögð Sveins Andra einkennandi fyrri mann sem er í nauðvörn en vilji snúa vörn í sókn. Þá koma fram vafasamar yfirlýsingar.Logos„Það eina sem dómarinn er að segja með þessari ákvörðun er að ég hefði sem skiptastjóri átt að bóka það skýrar í fundagerð skiptafundar að ég væri að taka þóknun af eignum búsins jafn harðan. Þar sem það var ekki gert þarf ég að endurgreiða þetta. Svo auðvitað greiði ég mér þóknun.“ Þetta telur Heiðar Ásberg makalausa túlkun á úrskurði dómarans. Dómari sé einfaldlega að segja: „Þú ert að rukka alltof mikið og þú ert að gera það vitlaust,“ segir Heiðar Ásberg í samtali við Vísi og telur víst að ef ekki væri svona stutt eftir í að hyllti í málslok, þá hefði Sveinn Andri verið sviptur búinu.Óbilgirni Sveins Andra nú skiljanleg Sveinn Andri vék sérstaklega að þætti Heiðars Ásbergs í frétt Vísis í gær og sagði hann „aftan og framan og allt um kring“ í málinu; þá sem lögmaður Skúla og lögmaður kröfuhafa í búið. Heiðar Ásberg segir það þetta dæmigerð viðbrögð fyrir mann sem er í nauðvörn og reynir að snúa vörn í sókn. Með því að afvegaleiða málið. „Ég hef ekki áhyggjur af því. Það er rétt, ég vinn fyrir Skúla og hef aldrei dregið dul á það. Þetta vita allir kröfuhafarnir og hafa aldrei gert athugasemd við það, nema Sveinn.Hann er bara að reyna að líta ekki út fyrir að vera ekki eins mikið fífl og hann er,“ segir Heiðar Ásberg. Hann segir að glímuna við Svein Andra í þessu máli hafa verið langa og stranga; einkennst af yfirgengilegri óbilgirni af hálfu Sveins. Heiðar Ásberg segist ítrekað reynt að ná sáttum að siðaðra manna hætti án árangurs. Og rekur þá sögu fyrir blaðamanni þar sem í eru stiklur sem benda til þess að Sveinn hafði aldrei haft engann áhuga á að finna lausn á málinu. „Hann hélt nú ekki. Hann neitaði að setjast niður og ræða málin, neitaði sáttum og það er að koma á daginn núna af hverju. Hann hafði enga hagsmuni af því, hann er nú kominn með feitan bita í fangið sem hann hefur mjólkað í þrjú ár.“
Dómsmál Gjaldþrot Tengdar fréttir Sveinn Andri skal endurgreiða 100 milljónir Hæstaréttarlögmanninum Sveini Andra Sveinssyni hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna. 16. október 2019 12:37 „Að sjálfsögðu á ég fyrir því“ Sveinn Andri Sveinsson mun endurgreiða hundrað milljónir en þar með er ekki öll sagan sögð. 16. október 2019 15:37 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Sveinn Andri skal endurgreiða 100 milljónir Hæstaréttarlögmanninum Sveini Andra Sveinssyni hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna. 16. október 2019 12:37
„Að sjálfsögðu á ég fyrir því“ Sveinn Andri Sveinsson mun endurgreiða hundrað milljónir en þar með er ekki öll sagan sögð. 16. október 2019 15:37