Handbolti

Seinni bylgjan: Logi og Ágúst völdu bestu fé­laga­skiptin í minni út­gáfunni af Loka­skotinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lokaskotið í gær.
Lokaskotið í gær. vísir/skjáskot
Lokaskotið var á sínum stað í Seinni bylgjunni í gær en það var minna í sniðum en oft áður.

Einungis ein spurning var á dagskránni í gærkvöldi en þar var einfaldlega bara spurt; hver væru bestu kaupin í Olís-deildinni?

Spekingarnir Ágúst Jóhannsson og Logi Geirsson fengu að svara og leystu það með sóma.

„Ég hugsa að ég segi Karolis Stropus,“ sagði Ágúst Jóhannsson.

„Hann er leikmaður sem passar vel inn í lið Aftureldingar og hann getur leyst allar stöðurnar sóknarlega.“

„Hann er góður maður á mann og er með góð skot. Hann er góður spilari, gerir fá mistök og er mjög öflugur varnarmaður. Hann getur spilað margar stöður. Einar Andri gerði góð kaup þar.“

Logi segir að annar Aftureldingar-maður komi upp í hugann en valdi ÍR-ing að endingu.

„Þorsteinn Gauti kemur upp í hugann. Það eru klassakaup en sá sem kemur fyrst upp í hugann hjá mér er Hafþór Vignisson í ÍR.“

„ÍR eru með tíu stig eftir sex leiki og eru í öðru sætinu. Hann hefur komið með vídd í liðið sem hefur þurft. Þess vegna vil ég velja hann sem bestu kaupin,“ sagði Logi.

Innslagið má sjá hér að neðan.

Klippa: Seinni bylgjan: Lokaskotið





Fleiri fréttir

Sjá meira


×