Erdogan fleygði „harðjaxlabréfi“ Trumps beint í ruslið Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. október 2019 10:14 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Mynd/Samsett Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands fleygði bréfi sem Donald Trump Bandaríkjaforseti sendi honum vegna innrásar Tyrkja í Sýrland „beint í ruslið“. Þetta herma heimildir breska ríkisútvarpsins en umrætt bréf, þar sem Trump biðlar til Erdogans um að vera hvorki „harðjaxl“ né „flón“, hefur vakið mikla athygli og undran eftir að það var birt í gær. Bréfið er dagsett 9. október, undirritað af Trump og stílað á Erdogan. Tyrkir hófu innrás í Sýrland sama dag og hafa átök milli Tyrkja og Kúrda stigmagnast á svæðinu síðan. Í bréfinu leggur Trump það til við Erdogan að þeir „geri með sér góðan samning“. „Þú vilt ekki bera ábyrgð á því að hafa slátrað þúsundum manna og ég vil ekki vera ábyrgur fyrir því að gjöreyða tyrkneskum efnahag – og ég mun gera það,“ heldur Trump áfram. Þá bendir hann á að hann hafi þegar gefið Tyrkjum forsmekkinn af því hversu harður hann sé í horn að taka og vísar til þess þegar hann þvingaði þá til að láta bandaríska prestinn Andrew Brunson lausan í fyrra. Að lokum segir Trump að sagan verði Erdogan hliðholl, að því gefnu að hann leysi málið „á réttan og mannúðlegan hátt.“ Að öðrum kosti verði hann álitinn sjálfur djöfullinn, „ef góðir hlutir gerast ekki.“ „Ekki vera harðjaxl. Ekki vera flón! Ég hringi í þig síðar.“ Afrit af bréfinu má sjá í tístinu hér að neðan.EXCLUSIVE: I have obtained a copy of @realDonaldTrump's letter to #Erdogan. @POTUS warns him to not “be a tough guy! Don't be a fool!” Says he could destroy Turkey's economy if #Syria is not resolved in a humane way. Details tonight at 8pm #TrishRegan #FoxBusiness pic.twitter.com/9BoSGlbRyt— Trish Regan (@trish_regan) October 16, 2019 Samkvæmt frétt BBC hafnaði Erdogan bréfinu alfarið þegar honum barst það og fleygði því raunar beint í ruslið. Þá er ljóst að Erdogan hunsaði algjörlega tilmæli Bandaríkjaforseta þann 9. október miðað við stöðu mála í Sýrlandi nú. Margir hafa furðað sig á bréfinu eftir að það var birt í gær. Þannig þykir orðalag bréfsins nokkuð á skjön við það sem tíðkast í opinberum samskiptum þjóðhöfðingja og einhverjir settu spurningamerki við það hvort bréfið væri yfir höfuð raunverulegt. Hvíta húsið hefur þó staðfest lögmæti bréfsins, líkt og fram kemur í tísti Katie Rogers, blaðamaður New York Times, hér að neðan.Felt the need to ask WH if this is actually real and it is. pic.twitter.com/bHyIFw6cvO— Katie Rogers (@katierogers) October 16, 2019 Erdogan mun funda í Ankara í dag með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pompeo utanríkisráðherra og Robert O´Brien þjóðaröryggisráðgjafa. Erdogan segir að Tyrkir óttist ekki hótanir Bandaríkjamanna um efnahagsþvinganir og þá komi ekki til greina að hefja viðræður við Kúrda í Sýrlandi. Bandaríkin Tyrkland Tengdar fréttir Óttast að Tyrkir fái sínu framgengt líkt og Rússar á Krímskaga Framganga Tyrkja í Norðurhluta Sýrlands var fyrirferðarmikið umfjöllunarefni á ársfundi Atlantshafsbandalagsins sem fór fram í Lundúnum um helgina. 16. október 2019 12:30 Sýrlandsher hélt inn í Kobane Taka bæjarins gerir Tyrkjum erfiðara um vik við að koma upp sínu svokallaða öryggissvæði við landamærin að Tyrklandi eins og stefnt hefur verið að. 17. október 2019 09:23 Erdogan fundar í dag með Bandaríkjamönnum Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, mun funda í Ankara í dag með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pompeo utanríkisráðherra og Robert O´Brien þjóðaröryggisráðgjafa, þrátt fyrir að forsetinn hafi áður sagst aðeins vilja funda með Donald Trump. 17. október 2019 08:00 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands fleygði bréfi sem Donald Trump Bandaríkjaforseti sendi honum vegna innrásar Tyrkja í Sýrland „beint í ruslið“. Þetta herma heimildir breska ríkisútvarpsins en umrætt bréf, þar sem Trump biðlar til Erdogans um að vera hvorki „harðjaxl“ né „flón“, hefur vakið mikla athygli og undran eftir að það var birt í gær. Bréfið er dagsett 9. október, undirritað af Trump og stílað á Erdogan. Tyrkir hófu innrás í Sýrland sama dag og hafa átök milli Tyrkja og Kúrda stigmagnast á svæðinu síðan. Í bréfinu leggur Trump það til við Erdogan að þeir „geri með sér góðan samning“. „Þú vilt ekki bera ábyrgð á því að hafa slátrað þúsundum manna og ég vil ekki vera ábyrgur fyrir því að gjöreyða tyrkneskum efnahag – og ég mun gera það,“ heldur Trump áfram. Þá bendir hann á að hann hafi þegar gefið Tyrkjum forsmekkinn af því hversu harður hann sé í horn að taka og vísar til þess þegar hann þvingaði þá til að láta bandaríska prestinn Andrew Brunson lausan í fyrra. Að lokum segir Trump að sagan verði Erdogan hliðholl, að því gefnu að hann leysi málið „á réttan og mannúðlegan hátt.“ Að öðrum kosti verði hann álitinn sjálfur djöfullinn, „ef góðir hlutir gerast ekki.“ „Ekki vera harðjaxl. Ekki vera flón! Ég hringi í þig síðar.“ Afrit af bréfinu má sjá í tístinu hér að neðan.EXCLUSIVE: I have obtained a copy of @realDonaldTrump's letter to #Erdogan. @POTUS warns him to not “be a tough guy! Don't be a fool!” Says he could destroy Turkey's economy if #Syria is not resolved in a humane way. Details tonight at 8pm #TrishRegan #FoxBusiness pic.twitter.com/9BoSGlbRyt— Trish Regan (@trish_regan) October 16, 2019 Samkvæmt frétt BBC hafnaði Erdogan bréfinu alfarið þegar honum barst það og fleygði því raunar beint í ruslið. Þá er ljóst að Erdogan hunsaði algjörlega tilmæli Bandaríkjaforseta þann 9. október miðað við stöðu mála í Sýrlandi nú. Margir hafa furðað sig á bréfinu eftir að það var birt í gær. Þannig þykir orðalag bréfsins nokkuð á skjön við það sem tíðkast í opinberum samskiptum þjóðhöfðingja og einhverjir settu spurningamerki við það hvort bréfið væri yfir höfuð raunverulegt. Hvíta húsið hefur þó staðfest lögmæti bréfsins, líkt og fram kemur í tísti Katie Rogers, blaðamaður New York Times, hér að neðan.Felt the need to ask WH if this is actually real and it is. pic.twitter.com/bHyIFw6cvO— Katie Rogers (@katierogers) October 16, 2019 Erdogan mun funda í Ankara í dag með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pompeo utanríkisráðherra og Robert O´Brien þjóðaröryggisráðgjafa. Erdogan segir að Tyrkir óttist ekki hótanir Bandaríkjamanna um efnahagsþvinganir og þá komi ekki til greina að hefja viðræður við Kúrda í Sýrlandi.
Bandaríkin Tyrkland Tengdar fréttir Óttast að Tyrkir fái sínu framgengt líkt og Rússar á Krímskaga Framganga Tyrkja í Norðurhluta Sýrlands var fyrirferðarmikið umfjöllunarefni á ársfundi Atlantshafsbandalagsins sem fór fram í Lundúnum um helgina. 16. október 2019 12:30 Sýrlandsher hélt inn í Kobane Taka bæjarins gerir Tyrkjum erfiðara um vik við að koma upp sínu svokallaða öryggissvæði við landamærin að Tyrklandi eins og stefnt hefur verið að. 17. október 2019 09:23 Erdogan fundar í dag með Bandaríkjamönnum Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, mun funda í Ankara í dag með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pompeo utanríkisráðherra og Robert O´Brien þjóðaröryggisráðgjafa, þrátt fyrir að forsetinn hafi áður sagst aðeins vilja funda með Donald Trump. 17. október 2019 08:00 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Óttast að Tyrkir fái sínu framgengt líkt og Rússar á Krímskaga Framganga Tyrkja í Norðurhluta Sýrlands var fyrirferðarmikið umfjöllunarefni á ársfundi Atlantshafsbandalagsins sem fór fram í Lundúnum um helgina. 16. október 2019 12:30
Sýrlandsher hélt inn í Kobane Taka bæjarins gerir Tyrkjum erfiðara um vik við að koma upp sínu svokallaða öryggissvæði við landamærin að Tyrklandi eins og stefnt hefur verið að. 17. október 2019 09:23
Erdogan fundar í dag með Bandaríkjamönnum Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, mun funda í Ankara í dag með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pompeo utanríkisráðherra og Robert O´Brien þjóðaröryggisráðgjafa, þrátt fyrir að forsetinn hafi áður sagst aðeins vilja funda með Donald Trump. 17. október 2019 08:00