Nýr Brexit-samningur í höfn Atli Ísleifsson skrifar 17. október 2019 09:47 Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands. getty Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins sé í höfn. Bresk stjórnvöld og framkvæmdastjórn ESB hafa átt í viðræðum um lagalegan texta, en bæði breska þingið og þing aðildarríkja þurfa að staðfesta samninginn áður en hann öðlast gildi. Johnson greindi frá samkomulaginu á Twitter-síðu sinni þar sem hann segir samninginn „frábæran“ og að með honum „taki Bretland aftur yfir stjórn“. DUP, flokkur írskra sambandssinna á breska þinginu sem vörðu stjórn Theresu May falli, lýsti því yfir í morgun að flokkurinn gæti ekki stutt samninginn eins og hann liti út nú. Sú yfirlýsing eigi enn við eftir tilkynningu forsætisráðherrans um að nýr samningur sé í höfn.We've got a great new deal that takes back control — now Parliament should get Brexit done on Saturday so we can move on to other priorities like the cost of living, the NHS, violent crime and our environment #GetBrexitDone#TakeBackControl — Boris Johnson (@BorisJohnson) October 17, 2019Johnson þarf nú að fá breska þingið til að samþykkja samninginn fyrir laugardag, ellegar má gera ráð fyrir að hann muni fara fram á frekari frestun útgöngu. Breska þingið hefur verið kallað til fundar á laugardag. Jeremy Corby, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur hvatt þingið til að hafna samningnum, sem hann segir verri en þann sem Theresa May, forseti Johnson í starfi, náði í viðræðum sínum við ESB. Má því vera ljóst að það er síður en svo öruggt að breska þingið samþykki samning Johnson. Helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum hefur snúið að málefnum Norður-Írlands og staða svæðisins eftir Brexit. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir samninginn vera „sanngjarnan“ og byggi á jafnræði. Hafa bæði Juncker og Johnson hvatt til þess að samningurinn verði samþykktur.Where there is a will, there is a #deal - we have one! It’s a fair and balanced agreement for the EU and the UK and it is testament to our commitment to find solutions. I recommend that #EUCO endorses this deal. pic.twitter.com/7AfKyCZ6k9 — Jean-Claude Juncker (@JunckerEU) October 17, 2019Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB í Brexitmálum, segir að samkomulag um varðandi fyrirkomulag á landamærum Írlands og Norður-Írlands hafi náðst. Felur það í sér að hægt verði að koma í veg fyrir „hörð landamæri“, en á sama tíma viðhalda heilindum innri markaðarins. Sömuleiðis verði Norður-Írland hluti breska tollasvæðisins."The EU and the UK were fully committed to protect peace and stability on the island of Ireland" - EU chief negotiator Michel Barnier says Brexit discussions "have been difficult, but we have delivered"https://t.co/XDLy5AR6iDpic.twitter.com/Dd5MWVYHSj — BBC Breaking News (@BBCBreaking) October 17, 2019Barnier sagði að ákvæði samningsins um fyrirkomulag á Norður-Írlandi hvíli á fjórum stoðum:Að Evrópureglur verði áfram í gildi á Norður-Írlandi á ákveðnum sviðum, sér í lagi þegar kemur að vöruviðskiptum.Að Norður-Írland verði áfram hluti breska tollasvæðisins, en „verði áfram gátt fyrir innri markað Evrópusambandsins“.Að í gildi verði samningur um að viðhalda heilindum innri markaðarins og þóknast lögmætum óskum breska yfirvalda varðandi virðisaukaskatt.Að fulltrúar á norður-írska þinginu verði gert kleift að ákveða á fjögurra ára frestihvort að Evrópureglur skuli gilda á svæðinu eður ei. Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Stutt á milli samningsaðila í Brussel en Brexit-samningurinn næst ekki í kvöld Samninganefndir Bretlands annars vegar og Evrópusambandsins hins vegar munu ekki ná saman í kvöld en vonast hafði verið til þess að hægt yrði að semja fyrir fund leiðtogaráðs Evrópusambandsins á morgun fimmtudag. 16. október 2019 20:59 Mun óska eftir frestun ef þingið samþykkir ekki samninginn fyrir laugardag Boris Johnson á nú í kapphlaupi við tímann þar sem hann reynir að ná fram samningi um Brexit fyrir leiðtogafund ESB á fimmtudaginn. 16. október 2019 14:22 Enn á ný komið að ögurstund í Brexit-málum Brexit og samningaviðræður Breta og ESB verða allt um lykjandi á leiðtogafundi Evrópusambandsríkjanna sem hefst í dag. 17. október 2019 08:59 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins sé í höfn. Bresk stjórnvöld og framkvæmdastjórn ESB hafa átt í viðræðum um lagalegan texta, en bæði breska þingið og þing aðildarríkja þurfa að staðfesta samninginn áður en hann öðlast gildi. Johnson greindi frá samkomulaginu á Twitter-síðu sinni þar sem hann segir samninginn „frábæran“ og að með honum „taki Bretland aftur yfir stjórn“. DUP, flokkur írskra sambandssinna á breska þinginu sem vörðu stjórn Theresu May falli, lýsti því yfir í morgun að flokkurinn gæti ekki stutt samninginn eins og hann liti út nú. Sú yfirlýsing eigi enn við eftir tilkynningu forsætisráðherrans um að nýr samningur sé í höfn.We've got a great new deal that takes back control — now Parliament should get Brexit done on Saturday so we can move on to other priorities like the cost of living, the NHS, violent crime and our environment #GetBrexitDone#TakeBackControl — Boris Johnson (@BorisJohnson) October 17, 2019Johnson þarf nú að fá breska þingið til að samþykkja samninginn fyrir laugardag, ellegar má gera ráð fyrir að hann muni fara fram á frekari frestun útgöngu. Breska þingið hefur verið kallað til fundar á laugardag. Jeremy Corby, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur hvatt þingið til að hafna samningnum, sem hann segir verri en þann sem Theresa May, forseti Johnson í starfi, náði í viðræðum sínum við ESB. Má því vera ljóst að það er síður en svo öruggt að breska þingið samþykki samning Johnson. Helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum hefur snúið að málefnum Norður-Írlands og staða svæðisins eftir Brexit. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir samninginn vera „sanngjarnan“ og byggi á jafnræði. Hafa bæði Juncker og Johnson hvatt til þess að samningurinn verði samþykktur.Where there is a will, there is a #deal - we have one! It’s a fair and balanced agreement for the EU and the UK and it is testament to our commitment to find solutions. I recommend that #EUCO endorses this deal. pic.twitter.com/7AfKyCZ6k9 — Jean-Claude Juncker (@JunckerEU) October 17, 2019Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB í Brexitmálum, segir að samkomulag um varðandi fyrirkomulag á landamærum Írlands og Norður-Írlands hafi náðst. Felur það í sér að hægt verði að koma í veg fyrir „hörð landamæri“, en á sama tíma viðhalda heilindum innri markaðarins. Sömuleiðis verði Norður-Írland hluti breska tollasvæðisins."The EU and the UK were fully committed to protect peace and stability on the island of Ireland" - EU chief negotiator Michel Barnier says Brexit discussions "have been difficult, but we have delivered"https://t.co/XDLy5AR6iDpic.twitter.com/Dd5MWVYHSj — BBC Breaking News (@BBCBreaking) October 17, 2019Barnier sagði að ákvæði samningsins um fyrirkomulag á Norður-Írlandi hvíli á fjórum stoðum:Að Evrópureglur verði áfram í gildi á Norður-Írlandi á ákveðnum sviðum, sér í lagi þegar kemur að vöruviðskiptum.Að Norður-Írland verði áfram hluti breska tollasvæðisins, en „verði áfram gátt fyrir innri markað Evrópusambandsins“.Að í gildi verði samningur um að viðhalda heilindum innri markaðarins og þóknast lögmætum óskum breska yfirvalda varðandi virðisaukaskatt.Að fulltrúar á norður-írska þinginu verði gert kleift að ákveða á fjögurra ára frestihvort að Evrópureglur skuli gilda á svæðinu eður ei. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Stutt á milli samningsaðila í Brussel en Brexit-samningurinn næst ekki í kvöld Samninganefndir Bretlands annars vegar og Evrópusambandsins hins vegar munu ekki ná saman í kvöld en vonast hafði verið til þess að hægt yrði að semja fyrir fund leiðtogaráðs Evrópusambandsins á morgun fimmtudag. 16. október 2019 20:59 Mun óska eftir frestun ef þingið samþykkir ekki samninginn fyrir laugardag Boris Johnson á nú í kapphlaupi við tímann þar sem hann reynir að ná fram samningi um Brexit fyrir leiðtogafund ESB á fimmtudaginn. 16. október 2019 14:22 Enn á ný komið að ögurstund í Brexit-málum Brexit og samningaviðræður Breta og ESB verða allt um lykjandi á leiðtogafundi Evrópusambandsríkjanna sem hefst í dag. 17. október 2019 08:59 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Stutt á milli samningsaðila í Brussel en Brexit-samningurinn næst ekki í kvöld Samninganefndir Bretlands annars vegar og Evrópusambandsins hins vegar munu ekki ná saman í kvöld en vonast hafði verið til þess að hægt yrði að semja fyrir fund leiðtogaráðs Evrópusambandsins á morgun fimmtudag. 16. október 2019 20:59
Mun óska eftir frestun ef þingið samþykkir ekki samninginn fyrir laugardag Boris Johnson á nú í kapphlaupi við tímann þar sem hann reynir að ná fram samningi um Brexit fyrir leiðtogafund ESB á fimmtudaginn. 16. október 2019 14:22
Enn á ný komið að ögurstund í Brexit-málum Brexit og samningaviðræður Breta og ESB verða allt um lykjandi á leiðtogafundi Evrópusambandsríkjanna sem hefst í dag. 17. október 2019 08:59