Logi Geirsson var annar spekinga þáttarins í gær og hann valdi þá fimm leikmenn sem eru líklegir til að fara í atvinnumennsku eftir leiktíðina.
Fyrrum atvinnu- og landsliðsmaðurinn til margra ára, Logi, sagði að hann hefði góð ítök í umboðsmannabransanum svo hann vissi með hverjum væri verið að fylgjast.
Hann vildi fá fleiri en fimm inn á listann en fékk það ekki og því þurfti hann að stytta sinn lista úr fjórtán leikmönnum niður í fimm.
Innslagið má sjá hér að neðan.