Handbolti

Seinni bylgjan: „Sér enginn hvað er raunverulega að hjá Val?“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Logi Geirsson, spekingur Seinni bylgjunnar.
Logi Geirsson, spekingur Seinni bylgjunnar. vísir/skjáskot
Valsmenn eru í fallsæti eftir sex umferðir í Olís-deild karla en á laugardagskvöldið töpuðu þeir eftir spennutrylli gegn Haukum á heimavelli.

Valur hefur einungis unnið einn af fyrstu fjórum leikjunum en hafa tapað þremur leikjum með eins marks mun það sem af er móti.

Þeir fóru svo enn og aftur illa að ráði sínu undir lok leiksins gegn Haukum á laugardag en Seinni bylgjan greindi það í þætti sínum í gær.

„Það er hrikalegt að sjá þetta hversu oft þeir eru búnir að vera með leikinn í seinni hálfleik og henda þessu í orðsins fyllstu frá sér,“ sagði Logi Geirsson.

„Þeir gefa leikinn. Þetta er tveggja marka sveifla á nokkrum sekúndum og ég er með ákveðnar skoðanir á þessu. Snorri vildi að við spyrðum þá en mér finnst réttast að þjálfarinn svari fyrir þetta.“

Logi segir að það sé auðvelt að sjá hvað sé að hjá Val.

„Það eru allir að segja að þetta hljóti að fara koma. Staðan er þannig að þeir eru með þrjú stig eftir sex leiki í fallsæti. Mér finnst allir vera með einhverja skoðun að þetta eigi að koma. Sér enginn hvað er raunverulega að hjá Val?“

„Róbert, Agnar Smári og Agnar voru ekki með á undirbúningstímabilinu. Aðalatriðið er að þetta er taktlausi útaf meiðslum. Á köflum er liðið að spila besta handboltann.“

Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.

Klippa: Seinni bylgjan: Vandræði Valsmanna





Fleiri fréttir

Sjá meira


×