Seinni bylgjan: „Þetta er bara ömurleg framkoma“ Anton Ingi Leifsson skrifar 17. október 2019 09:00 Eyjamenn hópast að dómurunum. vísir/skjáskot Það var mikill hiti í Vestmannaeyjum á þriðjudaginn er Afturelding vann eins marks sigur á ÍBV. Eyjamenn voru allt annað en sáttir við dómaranna eftir leikinn og vandaði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari ÍBV, dómurunum ekki kveðjurnar eftir leikinn. Seinni bylgjan gerði upp leikinn og dómgæsluna i þætti sínum í gærkvöldi. „Ég verð nú að segja að ÍBV hefur helling til síns máls þegar maður fer að skoða þetta. Maður þarf að greina þetta,“ sagði Logi Geirsson sem greindi nokkur atriði úr leiknum. „Dómararnir voru allan leikinn með sömu línuna en vafaatriðin þau féllu með Aftureldingu. Það er mitt mat en það sem kemur í kjölfarið þar fóru menn algjörlega fram úr sér og fóru að persónugera dómaranna.“ Eftir leikinn tóku Eyjamenn ekki í hendurnar á dómurunum og því var Logi eðlilega ekki hrifinn af. „Þetta finnst mér svo óíþróttamannslegt. Þetta held ég að maður sjái bara í Vestmannaeyjum að menn koma ekki til dómaranna. Það eru allir að gera sitt besta.“ „Mér fannst halla á þá í lokin og ég var ósammála öllum dómum en þú verð ferð og sýnur karakter og tekur í hendina á dómurunum. Það finnst mér algjört lykilatriði.“ „Þetta er bara ömurleg framkoma. Þetta er óíþróttamannslegt og taktu í hendurnar á dómurunum. Talaðu af virðingu gagnvart virðingunni og íþróttinni. Þetta smitast í strákana og svo koma þeir í viðtöl og segjast vera rændir. Ég skil þá en sýna samt fagmennsku,“ sagði Logi. Innslagið í heild má sjá hér að neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Lokamínúturnar hjá ÍBV Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira
Það var mikill hiti í Vestmannaeyjum á þriðjudaginn er Afturelding vann eins marks sigur á ÍBV. Eyjamenn voru allt annað en sáttir við dómaranna eftir leikinn og vandaði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari ÍBV, dómurunum ekki kveðjurnar eftir leikinn. Seinni bylgjan gerði upp leikinn og dómgæsluna i þætti sínum í gærkvöldi. „Ég verð nú að segja að ÍBV hefur helling til síns máls þegar maður fer að skoða þetta. Maður þarf að greina þetta,“ sagði Logi Geirsson sem greindi nokkur atriði úr leiknum. „Dómararnir voru allan leikinn með sömu línuna en vafaatriðin þau féllu með Aftureldingu. Það er mitt mat en það sem kemur í kjölfarið þar fóru menn algjörlega fram úr sér og fóru að persónugera dómaranna.“ Eftir leikinn tóku Eyjamenn ekki í hendurnar á dómurunum og því var Logi eðlilega ekki hrifinn af. „Þetta finnst mér svo óíþróttamannslegt. Þetta held ég að maður sjái bara í Vestmannaeyjum að menn koma ekki til dómaranna. Það eru allir að gera sitt besta.“ „Mér fannst halla á þá í lokin og ég var ósammála öllum dómum en þú verð ferð og sýnur karakter og tekur í hendina á dómurunum. Það finnst mér algjört lykilatriði.“ „Þetta er bara ömurleg framkoma. Þetta er óíþróttamannslegt og taktu í hendurnar á dómurunum. Talaðu af virðingu gagnvart virðingunni og íþróttinni. Þetta smitast í strákana og svo koma þeir í viðtöl og segjast vera rændir. Ég skil þá en sýna samt fagmennsku,“ sagði Logi. Innslagið í heild má sjá hér að neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Lokamínúturnar hjá ÍBV
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira