Sigmar kaupir hálfan Hlölla Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. október 2019 16:15 Sigmar Vilhjálmsson segir ekkert að því að kaupa samlokustað á ketótímum. Hlöllabátar hafi staðið af sér önnur mataræði. Fréttablaðið/Anton Brink Sigmar Vilhjálmsson, athafnamaður og talsmaður Félags svína-, eggja- og kjúklingabænda, hefur keypt helmingshlut í skyndabitakeðjunni Hlöllabátum. DV setur kaupin í samhengi við deilur Sigmars við Skúla Gunnar Sigfússon, sem oftar en ekki er kenndur við Subway. Þeir Skúli og Sigmar voru lengi viðskiptafélagar en hafa undanfarin misseri átt í málaferlum vegna lóðaréttinda á Hvolsvelli og er von á úrskurði Landsréttar í þeim málum á morgun. Hlöllabátar, rétt eins og Subway, sérhæfa sig í samlokugerð og þykir miðlinum þetta því til marks um „skáldlega viðskiptaákvörðun.“ Sigmar segir þó sjálfur í samtali við Vísi að kaup hans í Hlöllabátum hafi ekkert með þessar deilur hans við Skúla eða Subway að gera. Staðirnir selji vissulega sambærilegar vörur, en aðrir þættir hafi ráðið fjárfestingarákvörðun hans en þessar útistöður. Hann útskýrir að í kaupunum felist aðkoma að rekstri Hlöllaútibúanna á Höfða og í Smáralind, auk Hlöllavagnanna. Önnur útibú, eins og í miðborg Reykjavíkur, Selfossi og í Svíþjóð, eru rekin með sérleyfi þar sem greitt er fyrir afnot vörumerkisins.Skuldlaus og sterkur „Það sem kom mér á óvart er hvað rekstur Hlölla er í raun góður,“ segir Sigmar og nefnir í því samhengi hátt eiginfjárhlutfall og skuldleysi. Það skemmi ekki fyrir á tímum þar sem veitingarekstur eigi víða undir högg að sækja. Hlöllabátar séu jafnframt þekktir fyrir að hafa staðið af sér hinar ýmsu sveiflur í matarmenningu þjóðarinnar. „Það koma reglulega tískusveiflur og aðrir matarvalkostir en Hlöllabátar eru alltaf samir við sig. Það að vörumerkið hafi verið til í næstum 40 ár gerir þetta mjög spennandi,“ segir Sigmar. „Eins og ég lýsti fyrir félaga mínum: Það eru ekki stælar í Hlölla.“ Þrátt fyrir áratugasögu segist Sigmar sjá sóknarfæri fyrir Hlölla, þó svo að engin heimsyfirráð séu í kortunum. Aðspurður um hvað hann hafi í huga segir Sigmar að nú þegar ýmsir veitingastaðir þurfi að draga saman seglin þurfi að horfa til „annarra þátta í veitingarekstri.“ Það sé mikilvægt að vera með eitthvað í bakhöndinni (e. backup) á slíkum tímum, til að mynda að horfa til einhvers konar samstarfs, en Sigmar vill þó ekki fara nánar út í þá sálma á þessari stundu. Talandi um samstarf; eins og Mosfellingur greindi frá í liðinni viku vinnur Sigmar nú að því að breyta húsnæði Arion banka í Mosfellsbæ í veitingastað og bar - sem mun bera nafnið Barion. Þar fyrir framan stendur einmitt veitingavagn frá Hlöllabátum og segir Sigmar hugmyndina að þegar framkvæmdum ljúki muni Hlöllabátar fá sitt horn í húsnæðinu - „án þess þó að þetta verði einhvers konar mathöll,“ segir Sigmar. Neytendur Veitingastaðir Tengdar fréttir Sigmar og Vilhelm breyta banka í veitingastað og bar Viðskiptafélagarnir Sigmar Vilhjálmsson og Vilhelm Einarsson breyta Arion banka húsnæði í Barion. 3. október 2019 22:50 Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Sigmar Vilhjálmsson, athafnamaður og talsmaður Félags svína-, eggja- og kjúklingabænda, hefur keypt helmingshlut í skyndabitakeðjunni Hlöllabátum. DV setur kaupin í samhengi við deilur Sigmars við Skúla Gunnar Sigfússon, sem oftar en ekki er kenndur við Subway. Þeir Skúli og Sigmar voru lengi viðskiptafélagar en hafa undanfarin misseri átt í málaferlum vegna lóðaréttinda á Hvolsvelli og er von á úrskurði Landsréttar í þeim málum á morgun. Hlöllabátar, rétt eins og Subway, sérhæfa sig í samlokugerð og þykir miðlinum þetta því til marks um „skáldlega viðskiptaákvörðun.“ Sigmar segir þó sjálfur í samtali við Vísi að kaup hans í Hlöllabátum hafi ekkert með þessar deilur hans við Skúla eða Subway að gera. Staðirnir selji vissulega sambærilegar vörur, en aðrir þættir hafi ráðið fjárfestingarákvörðun hans en þessar útistöður. Hann útskýrir að í kaupunum felist aðkoma að rekstri Hlöllaútibúanna á Höfða og í Smáralind, auk Hlöllavagnanna. Önnur útibú, eins og í miðborg Reykjavíkur, Selfossi og í Svíþjóð, eru rekin með sérleyfi þar sem greitt er fyrir afnot vörumerkisins.Skuldlaus og sterkur „Það sem kom mér á óvart er hvað rekstur Hlölla er í raun góður,“ segir Sigmar og nefnir í því samhengi hátt eiginfjárhlutfall og skuldleysi. Það skemmi ekki fyrir á tímum þar sem veitingarekstur eigi víða undir högg að sækja. Hlöllabátar séu jafnframt þekktir fyrir að hafa staðið af sér hinar ýmsu sveiflur í matarmenningu þjóðarinnar. „Það koma reglulega tískusveiflur og aðrir matarvalkostir en Hlöllabátar eru alltaf samir við sig. Það að vörumerkið hafi verið til í næstum 40 ár gerir þetta mjög spennandi,“ segir Sigmar. „Eins og ég lýsti fyrir félaga mínum: Það eru ekki stælar í Hlölla.“ Þrátt fyrir áratugasögu segist Sigmar sjá sóknarfæri fyrir Hlölla, þó svo að engin heimsyfirráð séu í kortunum. Aðspurður um hvað hann hafi í huga segir Sigmar að nú þegar ýmsir veitingastaðir þurfi að draga saman seglin þurfi að horfa til „annarra þátta í veitingarekstri.“ Það sé mikilvægt að vera með eitthvað í bakhöndinni (e. backup) á slíkum tímum, til að mynda að horfa til einhvers konar samstarfs, en Sigmar vill þó ekki fara nánar út í þá sálma á þessari stundu. Talandi um samstarf; eins og Mosfellingur greindi frá í liðinni viku vinnur Sigmar nú að því að breyta húsnæði Arion banka í Mosfellsbæ í veitingastað og bar - sem mun bera nafnið Barion. Þar fyrir framan stendur einmitt veitingavagn frá Hlöllabátum og segir Sigmar hugmyndina að þegar framkvæmdum ljúki muni Hlöllabátar fá sitt horn í húsnæðinu - „án þess þó að þetta verði einhvers konar mathöll,“ segir Sigmar.
Neytendur Veitingastaðir Tengdar fréttir Sigmar og Vilhelm breyta banka í veitingastað og bar Viðskiptafélagarnir Sigmar Vilhjálmsson og Vilhelm Einarsson breyta Arion banka húsnæði í Barion. 3. október 2019 22:50 Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Sigmar og Vilhelm breyta banka í veitingastað og bar Viðskiptafélagarnir Sigmar Vilhjálmsson og Vilhelm Einarsson breyta Arion banka húsnæði í Barion. 3. október 2019 22:50