Umfjöllun og viðtöl: FH - Fjölnir 28-27 | FH rétt marði sigur á nýliðunum Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 16. október 2019 22:00 Ásbjörn Friðriksson, leikstjórnandi FH. vísir/vilhelm FH vann Fjölnir með einu marki í Kaplakrika í kvöld, 28-27. FH var í miklum vandræðum með nýliðana en hafði betur að lokum eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik, 13-15. FH spilaði virkilega slakan fyrri hálfleik. Þeir voru þegar mest lét fimm mörkum undir, 8-13. Þeir áttu í miklum erfiðleikum með þéttan varnarleik Fjölnismanna og svo var Bjarki Snær Jónsson, markvörður Fjölnis, að verja vel þar fyrir aftan. FH réð ekkert við Breka Dagsson, sem skoraði 8 mörk í fyrri hálfleik og bjó til fimm önnur, kom að 13 af 15 mörkum Fjölnis í fyrri hálfleik FH náði áhlaup undir lok fyrri hálfleiks, Jakob Martin Ásgeirsson skoraði þrjú mörk í röð og snéri blaðinu við fyrir heimamenn enn það voru gestirnir úr Grafarvogi sem leiddu með tveimur mörkum að fyrri hálfleik loknum, 13-15. FH kom af miklum krafti út í seinni hálfleikinn og náðu forystunni eftir 10 mínútur, í stöðunni 18-17. Þeir héldu áfram að bæta í forystuna og voru komnir fimm mörkum yfir þegar stundarfjórðungur var til leiksloka, 23-18, 10-3 kafli í seinni hálfleik. Kári Garðarsson, þjálfari Fjölnis, tók þá sitt annað leikhlé í seinni hálfleik og leikur Fjölnis batnaði til muna. Gestirnir jöfnuðu leikinn í stöðunni 26-26 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af leiknum FH skoraði næstu tvö mörk og leiddi því með tveimur þegar rétt um mínúta var eftir, 28-26. Fjölnir skoraði í næstu sókn en loka mínútan var ótrúlega spennandi. FH fékk vítakast sem Axel Hreinn Hilmisson varði frá Ásbirni Friðrikssyni og Fjölnir fékk 20 sekúndur til að jafna leikinn. Lokaskotið skilaði ekki marki og FH fagnaði eins marks sigri, 28-27. Af hverju vann FH? Eftir svona slakan leik að þeirra hálfu er erfitt að segja nákvæmlega hvernig þeir uppskáru þennan sigur. Þeir spiluðu ágætan leik stóran hluta í síðari hálfleik, náðu góðu áhlaupi strax í upphafi sem skilaði þeim sigrinum. Hverjir stóðu upp úr?Jakob Martin Ásgeirsson áttan góðan leik fyrir FH varnar og sóknarlega. Hann skoraði 6 mörk sem og Birgir Már Birgisson og Ásbjörn Friðriksson. Breki Dagsson var að vanda langbesti leikmaður Fjölnis, hans tölfræði úr þessum leik er frábær. Hann skoraði 11 mörk, með 8 sköpuð færi og stóð vörnina allan leikinn. Hvað gekk illa? FH átti erfitt uppdráttar í þessum leik, sóknarlega voru þeir í miklu basli framan af og enduðu með 15 tapaða bolta. Varnarlega voru þeir slakir og fengu þar af leiðandi litla sem enga markvörslu. Fjölnir lenti í vandræðum sóknarlega þegar FH fór í 6-0 vörn í síðari hálfleik og tókst þar með að loka aðeins á Breka Dagsson, sem er uppistaðan í þessu Fjölnisliði. Hvað er framundan? Framundan er landsleikjahlé, næsta umferð deildarinnar er í lok mánaðar, 30. október. Breki Dagsson er lykilmaður Fjölnis.vísir/ernirBreki: Það er gaman að vera lykilmaðurinn„Þetta er helvíti fúlt“ sagði Breki Dagsson, eftir eins marks tap gegn FH í Kaplakrika í kvöld „Við spiluðum svona 47 mínútur mjög góðar. Við einhvernveginn náðum að henda þessu frá okkur á tvisvar sinnum fimm mínútna kafla. Einu sinni í fyrri hálfleik og svo aftur í seinni hálfleik“ „Við getum ekkert leyft okkur það á móti FH. Þeir keyrðu bara á okkur og náðu fimm marka forskoti þegar korter var eftir. Við sýndum samt góðan karakter að jafna þetta og næstum því ná stigi, helvíti fúlt.“ Fjölnir spilaði góðan leik gegn sterku liði FH og geta tekið margt með sér úr þessum leik þrátt fyrir svekkjandi tap. Breki tekur undir það að það búi hellingur í þessum liði „Já það gerir það, plús það að þá voru 4 eða 5 á meiðslalistanum, þannig að það eru alveg helling af strákum sem kunna að spila handbolta í þessu liði. Goði kemur góður inn í dag, við eigum alveg fullt í öll liðin í deildinni.“ Breki var allt í öllu í liði Fjölnis í dag, hann skoraði 11 mörk og var með 8 sköpuð færi ásamt því að spila vörnina. Hann er algjör lykilmaður í þessu liði en finnur hann fyrir þeirri ábyrgð sem hann hefur? „Já og það er alveg gaman, það er gaman að vera lykilmaður í liði og þurfa að bera ábyrgð. Það er öðruvísi hlutverk en síðast þegar við vorum í deildinni, þá var ábyrgðin á Donna (Kristjáni Erni Kristjánssyni) en jú þetta er mjög gaman“ sagði Breki að lokum Sigursteinn var óhress með sína menn í dagvísir/vilhelmSteini Arndal: Ég er óhress með undirbúning minna mannaSigursteinn Arndal, þjálfari FH, var mjög ósáttur með frammistöðu sinna manna í dag „Við tökum sigurinn og ekkert annað út úr þessum leik. Þetta var ekki góð frammistaða en við vorum að loka núna tímabili sem er búið að vera strembið og búið að reyna á mannskapinn“ „Þetta er bara búið að vera strembið tímabil, við ætlum ekkert að hlaupa í neinar afsakanir. Þetta var bara ekki góður leikur“ sagði Steini sem vildi ekki fara frekar út í það hvað hefur reynst þeim svona erfitt Steini segir að þrátt fyrir slakan leik sinna manna að þá megi ekkert af Fjölni taka í þessum leik. Hann segir að þeir hafi spilað vel og séu með góða leikmenn innanborðs „Við megum líka að hrósa Fjölnis liðinu, þeir voru virkilega góðir og frábærir strákar hjá þeim, Goði virkilega flottur“ sagði Steini og hrósar þar Goða Ingvari Sveinssyni sem átti góðan leik, sérstaklega á lokakaflanum „Ég var bara óhress með undirbúning minna manna og hvernig þeir mættu til leiks. Það var greinilegt að þeir voru ekki búnir að undirbúa sig nógu vel“ sagði Steini að lokum Olís-deild karla
FH vann Fjölnir með einu marki í Kaplakrika í kvöld, 28-27. FH var í miklum vandræðum með nýliðana en hafði betur að lokum eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik, 13-15. FH spilaði virkilega slakan fyrri hálfleik. Þeir voru þegar mest lét fimm mörkum undir, 8-13. Þeir áttu í miklum erfiðleikum með þéttan varnarleik Fjölnismanna og svo var Bjarki Snær Jónsson, markvörður Fjölnis, að verja vel þar fyrir aftan. FH réð ekkert við Breka Dagsson, sem skoraði 8 mörk í fyrri hálfleik og bjó til fimm önnur, kom að 13 af 15 mörkum Fjölnis í fyrri hálfleik FH náði áhlaup undir lok fyrri hálfleiks, Jakob Martin Ásgeirsson skoraði þrjú mörk í röð og snéri blaðinu við fyrir heimamenn enn það voru gestirnir úr Grafarvogi sem leiddu með tveimur mörkum að fyrri hálfleik loknum, 13-15. FH kom af miklum krafti út í seinni hálfleikinn og náðu forystunni eftir 10 mínútur, í stöðunni 18-17. Þeir héldu áfram að bæta í forystuna og voru komnir fimm mörkum yfir þegar stundarfjórðungur var til leiksloka, 23-18, 10-3 kafli í seinni hálfleik. Kári Garðarsson, þjálfari Fjölnis, tók þá sitt annað leikhlé í seinni hálfleik og leikur Fjölnis batnaði til muna. Gestirnir jöfnuðu leikinn í stöðunni 26-26 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af leiknum FH skoraði næstu tvö mörk og leiddi því með tveimur þegar rétt um mínúta var eftir, 28-26. Fjölnir skoraði í næstu sókn en loka mínútan var ótrúlega spennandi. FH fékk vítakast sem Axel Hreinn Hilmisson varði frá Ásbirni Friðrikssyni og Fjölnir fékk 20 sekúndur til að jafna leikinn. Lokaskotið skilaði ekki marki og FH fagnaði eins marks sigri, 28-27. Af hverju vann FH? Eftir svona slakan leik að þeirra hálfu er erfitt að segja nákvæmlega hvernig þeir uppskáru þennan sigur. Þeir spiluðu ágætan leik stóran hluta í síðari hálfleik, náðu góðu áhlaupi strax í upphafi sem skilaði þeim sigrinum. Hverjir stóðu upp úr?Jakob Martin Ásgeirsson áttan góðan leik fyrir FH varnar og sóknarlega. Hann skoraði 6 mörk sem og Birgir Már Birgisson og Ásbjörn Friðriksson. Breki Dagsson var að vanda langbesti leikmaður Fjölnis, hans tölfræði úr þessum leik er frábær. Hann skoraði 11 mörk, með 8 sköpuð færi og stóð vörnina allan leikinn. Hvað gekk illa? FH átti erfitt uppdráttar í þessum leik, sóknarlega voru þeir í miklu basli framan af og enduðu með 15 tapaða bolta. Varnarlega voru þeir slakir og fengu þar af leiðandi litla sem enga markvörslu. Fjölnir lenti í vandræðum sóknarlega þegar FH fór í 6-0 vörn í síðari hálfleik og tókst þar með að loka aðeins á Breka Dagsson, sem er uppistaðan í þessu Fjölnisliði. Hvað er framundan? Framundan er landsleikjahlé, næsta umferð deildarinnar er í lok mánaðar, 30. október. Breki Dagsson er lykilmaður Fjölnis.vísir/ernirBreki: Það er gaman að vera lykilmaðurinn„Þetta er helvíti fúlt“ sagði Breki Dagsson, eftir eins marks tap gegn FH í Kaplakrika í kvöld „Við spiluðum svona 47 mínútur mjög góðar. Við einhvernveginn náðum að henda þessu frá okkur á tvisvar sinnum fimm mínútna kafla. Einu sinni í fyrri hálfleik og svo aftur í seinni hálfleik“ „Við getum ekkert leyft okkur það á móti FH. Þeir keyrðu bara á okkur og náðu fimm marka forskoti þegar korter var eftir. Við sýndum samt góðan karakter að jafna þetta og næstum því ná stigi, helvíti fúlt.“ Fjölnir spilaði góðan leik gegn sterku liði FH og geta tekið margt með sér úr þessum leik þrátt fyrir svekkjandi tap. Breki tekur undir það að það búi hellingur í þessum liði „Já það gerir það, plús það að þá voru 4 eða 5 á meiðslalistanum, þannig að það eru alveg helling af strákum sem kunna að spila handbolta í þessu liði. Goði kemur góður inn í dag, við eigum alveg fullt í öll liðin í deildinni.“ Breki var allt í öllu í liði Fjölnis í dag, hann skoraði 11 mörk og var með 8 sköpuð færi ásamt því að spila vörnina. Hann er algjör lykilmaður í þessu liði en finnur hann fyrir þeirri ábyrgð sem hann hefur? „Já og það er alveg gaman, það er gaman að vera lykilmaður í liði og þurfa að bera ábyrgð. Það er öðruvísi hlutverk en síðast þegar við vorum í deildinni, þá var ábyrgðin á Donna (Kristjáni Erni Kristjánssyni) en jú þetta er mjög gaman“ sagði Breki að lokum Sigursteinn var óhress með sína menn í dagvísir/vilhelmSteini Arndal: Ég er óhress með undirbúning minna mannaSigursteinn Arndal, þjálfari FH, var mjög ósáttur með frammistöðu sinna manna í dag „Við tökum sigurinn og ekkert annað út úr þessum leik. Þetta var ekki góð frammistaða en við vorum að loka núna tímabili sem er búið að vera strembið og búið að reyna á mannskapinn“ „Þetta er bara búið að vera strembið tímabil, við ætlum ekkert að hlaupa í neinar afsakanir. Þetta var bara ekki góður leikur“ sagði Steini sem vildi ekki fara frekar út í það hvað hefur reynst þeim svona erfitt Steini segir að þrátt fyrir slakan leik sinna manna að þá megi ekkert af Fjölni taka í þessum leik. Hann segir að þeir hafi spilað vel og séu með góða leikmenn innanborðs „Við megum líka að hrósa Fjölnis liðinu, þeir voru virkilega góðir og frábærir strákar hjá þeim, Goði virkilega flottur“ sagði Steini og hrósar þar Goða Ingvari Sveinssyni sem átti góðan leik, sérstaklega á lokakaflanum „Ég var bara óhress með undirbúning minna manna og hvernig þeir mættu til leiks. Það var greinilegt að þeir voru ekki búnir að undirbúa sig nógu vel“ sagði Steini að lokum
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti