Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - KA 36-34 | Selfyssingar unnu spennusigur Hólmar Höskuldsson skrifar 16. október 2019 22:30 vísir/daníel Íslandsmeistarar Selfoss tóku á móti KA í Hleðsluhöllinni í Iðu í kvöld. Leikurinn einkenndist af miklum hraða lítilli vörn og mikið af mörkum. En Selfyssingar komust snemma í 3 marka forystu sem þeir náðu að halda plús mínus 1 mark fyrstu 10 mínúturnar. Þá virtust KA menn vakna örlítið til lífsins og jafna um miðbik fyrri hálfleiks og var leikurinn stál í stál út allan fyrri hálfleikinn. En liðin skiptust á að vera með 1-2 marka forystu þó að Selfyssingar væru hálfu skrefi á undan en liðin fóru síðan jöfn inn í seinni hálfleikinn. Selfyssingar komu síðan sterkir inn í seinni hálfleikinn og juku forystuna jafnt og þétt og þegar 47 mínútur voru liðnar var munur liðanna orðin 5 mörk. Þá byrjuðu KA menn sitt fyrsta almennilega áhlaup seinni hálfleiksins en þegar uppi var staðið reyndist það of lítið of seint, en loka mínúturnar voru virkilega spennu þrungnar. Lokatölur voru engu að síður Selfysskur sigur 36-34 sem þýðir að Selfoss er komið í 4. sæti deildarinnar með 9 stig, 1 stigi á eftir ÍR og Aftureldingu sem eru í 2-3 sæti og 2 stigum á eftir Haukum sem verma toppinn. KA menn halda aftur á móti sínu 7. sæti og botninn óþægilega nálægt. Af hverju vann Selfoss Góður sóknarleikur Selfyssinga var megin ástæða þess að þeir tóku 2 stig út úr þessum leik, það telst seint sjálfgefið að skora 36 mörk í leik og hélt þessi sóknarleikur varnarleik liðsins á floti þar sem þeir fengu á sig 34 mörk. KA menn áttu í erfiðleikum við framliggjandi vörn Selfyssinga í byrjun seinni hálfleiks sem olli þeim mörkum sem skildu liðin að í leiks lok og fór mikil orka hjá KA í að elta allan seinni hluta leiksins. Hverjir stóðu upp úr? Þeir Árni Steinn Steinþórsson, Haukur Þrastarson og Hergeir Grímsson áttu allir hreinlega stórkostlegan leik en saman lagt skoruðu þeir 29 mörk á 80% skotnýtingu, sköpuðu 18 færi og voru með 9 stoðsendingar. Skorin röðuðust niður á þá þannig að Árni skoraði 9 mörk og skapaði 7 færi, Haukur var með 9 mörk, 9 sköpuð færi og 8 stoðsendingar og að lokum skoraði Hergeir 11 mörk skapaði 1 færi og var með 1 stoðsendingu. Hvað mátti betur fara? Heillt yfir var varnarleikur beggja liða ekki upp á sitt besta en bæði lið fyrir þenna leik voru eitt af þeim liðum sem fá á sig hvað fæst mörk í leik sem reyndist ekki beint raunin í dag. Leikmenn eyddu miklum tíma með 2 mínútur á bekknum sem orsakaðist af fremur furðulegri línu dómaranna. En allt í allt voru 24 mínútur leiksins þar sem annað hvort liði var manninum færri sem gæti hafa orsakað það að 70 mörk voru skoruð í leiknum. Hvað gerist næst KA menn eiga virkilega mikilvægan leik að loknu landsliðshléi gegn Stjörnunni, en það er leikur sem gæti fært KA menn virkilega inn í botnbaráttuna vinni þeir ekki. En Stjarnan er einu stigi á eftir KA í 10.sæti og nokkuð ljóst að þeir eiga verðugt verkefni fyrir höndum í KA heimilinu þann 30. Október næst komandi. Selfyssingar aftur á móti eiga leik gegn Aftureldingu að loknu hléi og gæti sigur þar komið Selfoss í 3. og jafnvel 2. sæti deildarinnar tapi ÍR sínum leik gegn FH en það getur tíminn einn leitt í ljós. Jónatan: Jónatann Magnússon aðstoðarþjálfari KA mann var svekktur eftir leikinn og hefði viljað stela stigi upp undir lokin. Hann var ósáttur við það hversu stóran part leiksins sýnir menn þurftu að dúsa í skammakróknum eftir mis réttlætanlegar brottvísanir, enda erfitt að spila einum færri gegn svona liði sem spilar vel í yfirtölunni og mögulega það sem skilur liðin að í lokin. „Við náum ekki stoppum og vorum í tilraunar starfsemi varnarlega og komumst nálægt þessu í lokin.“ En KA menn gerðu heiðarlegt áhlaup á loka mínútum leiksins til þess að knýja fram stig eða tvö. Honum fannst framliggjandi vörn Selfyssinga í byrjun seinni hálfleiks slá þá út af laginu um stundar sakir sem kannski sló naglann í kistuna en KA menn þurftu að vinna upp 5 marka forskot á síðustu 12 mínútum leiksins sem reyndist of stór biti fyrir KA menn. Jónatan var engu að síður sáttur með sóknarleikinn heilt yfir og ánægður með hjartað og karakterinn sem sýnir menn sýndu í þessum leik. Grímur: Erfitt að gíra sig í gang Grímur Hergeirsson var hæst ánægður eftir leikinn og stigin 2 sem honum fylgdi, en Selfyssingar búnir að vera í erfiðu prógrammi síðustu daga vegna EHF keppninnar sem orsakaði það að þeir spiluðu 3 leiki á 8 dögum. „Menn voru þreyttir og laskaðir og erfitt að gíra sig í gang þegar þú spilar svona marga leiki á 8 dögum.“ Grímur var ánægður að menn hafi samt sem áður náð að koma sér í gang fyrir leikinn og uppskorið 2 stig. Sóknarleikur og hraðaupphlaup var það sem hann vildi helst taka gott úr leiknum en sóknarleikurinn var frábær Selfoss megin. Hann vildi samt sem áður setja út á varnarleik sinna manna enda 34 mörk fengin á sig langt yfir því sem telst ásættanlegt. Olís-deild karla
Íslandsmeistarar Selfoss tóku á móti KA í Hleðsluhöllinni í Iðu í kvöld. Leikurinn einkenndist af miklum hraða lítilli vörn og mikið af mörkum. En Selfyssingar komust snemma í 3 marka forystu sem þeir náðu að halda plús mínus 1 mark fyrstu 10 mínúturnar. Þá virtust KA menn vakna örlítið til lífsins og jafna um miðbik fyrri hálfleiks og var leikurinn stál í stál út allan fyrri hálfleikinn. En liðin skiptust á að vera með 1-2 marka forystu þó að Selfyssingar væru hálfu skrefi á undan en liðin fóru síðan jöfn inn í seinni hálfleikinn. Selfyssingar komu síðan sterkir inn í seinni hálfleikinn og juku forystuna jafnt og þétt og þegar 47 mínútur voru liðnar var munur liðanna orðin 5 mörk. Þá byrjuðu KA menn sitt fyrsta almennilega áhlaup seinni hálfleiksins en þegar uppi var staðið reyndist það of lítið of seint, en loka mínúturnar voru virkilega spennu þrungnar. Lokatölur voru engu að síður Selfysskur sigur 36-34 sem þýðir að Selfoss er komið í 4. sæti deildarinnar með 9 stig, 1 stigi á eftir ÍR og Aftureldingu sem eru í 2-3 sæti og 2 stigum á eftir Haukum sem verma toppinn. KA menn halda aftur á móti sínu 7. sæti og botninn óþægilega nálægt. Af hverju vann Selfoss Góður sóknarleikur Selfyssinga var megin ástæða þess að þeir tóku 2 stig út úr þessum leik, það telst seint sjálfgefið að skora 36 mörk í leik og hélt þessi sóknarleikur varnarleik liðsins á floti þar sem þeir fengu á sig 34 mörk. KA menn áttu í erfiðleikum við framliggjandi vörn Selfyssinga í byrjun seinni hálfleiks sem olli þeim mörkum sem skildu liðin að í leiks lok og fór mikil orka hjá KA í að elta allan seinni hluta leiksins. Hverjir stóðu upp úr? Þeir Árni Steinn Steinþórsson, Haukur Þrastarson og Hergeir Grímsson áttu allir hreinlega stórkostlegan leik en saman lagt skoruðu þeir 29 mörk á 80% skotnýtingu, sköpuðu 18 færi og voru með 9 stoðsendingar. Skorin röðuðust niður á þá þannig að Árni skoraði 9 mörk og skapaði 7 færi, Haukur var með 9 mörk, 9 sköpuð færi og 8 stoðsendingar og að lokum skoraði Hergeir 11 mörk skapaði 1 færi og var með 1 stoðsendingu. Hvað mátti betur fara? Heillt yfir var varnarleikur beggja liða ekki upp á sitt besta en bæði lið fyrir þenna leik voru eitt af þeim liðum sem fá á sig hvað fæst mörk í leik sem reyndist ekki beint raunin í dag. Leikmenn eyddu miklum tíma með 2 mínútur á bekknum sem orsakaðist af fremur furðulegri línu dómaranna. En allt í allt voru 24 mínútur leiksins þar sem annað hvort liði var manninum færri sem gæti hafa orsakað það að 70 mörk voru skoruð í leiknum. Hvað gerist næst KA menn eiga virkilega mikilvægan leik að loknu landsliðshléi gegn Stjörnunni, en það er leikur sem gæti fært KA menn virkilega inn í botnbaráttuna vinni þeir ekki. En Stjarnan er einu stigi á eftir KA í 10.sæti og nokkuð ljóst að þeir eiga verðugt verkefni fyrir höndum í KA heimilinu þann 30. Október næst komandi. Selfyssingar aftur á móti eiga leik gegn Aftureldingu að loknu hléi og gæti sigur þar komið Selfoss í 3. og jafnvel 2. sæti deildarinnar tapi ÍR sínum leik gegn FH en það getur tíminn einn leitt í ljós. Jónatan: Jónatann Magnússon aðstoðarþjálfari KA mann var svekktur eftir leikinn og hefði viljað stela stigi upp undir lokin. Hann var ósáttur við það hversu stóran part leiksins sýnir menn þurftu að dúsa í skammakróknum eftir mis réttlætanlegar brottvísanir, enda erfitt að spila einum færri gegn svona liði sem spilar vel í yfirtölunni og mögulega það sem skilur liðin að í lokin. „Við náum ekki stoppum og vorum í tilraunar starfsemi varnarlega og komumst nálægt þessu í lokin.“ En KA menn gerðu heiðarlegt áhlaup á loka mínútum leiksins til þess að knýja fram stig eða tvö. Honum fannst framliggjandi vörn Selfyssinga í byrjun seinni hálfleiks slá þá út af laginu um stundar sakir sem kannski sló naglann í kistuna en KA menn þurftu að vinna upp 5 marka forskot á síðustu 12 mínútum leiksins sem reyndist of stór biti fyrir KA menn. Jónatan var engu að síður sáttur með sóknarleikinn heilt yfir og ánægður með hjartað og karakterinn sem sýnir menn sýndu í þessum leik. Grímur: Erfitt að gíra sig í gang Grímur Hergeirsson var hæst ánægður eftir leikinn og stigin 2 sem honum fylgdi, en Selfyssingar búnir að vera í erfiðu prógrammi síðustu daga vegna EHF keppninnar sem orsakaði það að þeir spiluðu 3 leiki á 8 dögum. „Menn voru þreyttir og laskaðir og erfitt að gíra sig í gang þegar þú spilar svona marga leiki á 8 dögum.“ Grímur var ánægður að menn hafi samt sem áður náð að koma sér í gang fyrir leikinn og uppskorið 2 stig. Sóknarleikur og hraðaupphlaup var það sem hann vildi helst taka gott úr leiknum en sóknarleikurinn var frábær Selfoss megin. Hann vildi samt sem áður setja út á varnarleik sinna manna enda 34 mörk fengin á sig langt yfir því sem telst ásættanlegt.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti