Ungir kjósendur snúa baki við Justin Trudeau Atli Ísleifsson skrifar 16. október 2019 14:45 Jagmeet Singh og Justin Trudeau ræðast við fyrr í mánuðinum. EPA Kanadamenn ganga til þingkosninga á mánudaginn og er óljóst hvort að framhald verði á valdatíð forsætisráðherrans Justin Trudeau. Kosningabaráttan hefur einkennst af hneykslismáli tengdu gömlum ljósmyndum frá háskólaárum Trudeau, deilum um olíuleiðslu, spillingarmál og sikka sem er í framboði og þykir gæddum miklum persónutöfrum. Jagmeet Singh, leiðtogi Nýja lýðræðisflokksins (NDP), hefur verið sérstaklega áberandi í kosningabaráttunni og hefur myndband farið í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem sjá má hann eiga í samskiptum við eldri mann á götum Montréal. Maðurinn hallar sér upp að Singh, sem er sikki og lögfræðingur að mennt, og ráðleggur honum að taka af sér túrbaninn. Þannig myndi Singh „betur líkjast Kanadamanni“. Singh tekur þá um öxl mannsins og segir: „Ég held að Kanadamenn líti alls konar út. Það er það sem er svo fallegt við Kanada.“Myndir frá háskólaárunum Stuðningur við Singh og flokk hans hefur aukist nokkuð eftir að ljósmyndir af Trudeau frá háskólaárunum voru grafnar upp, þar sem mátti sjá hann með andlit sitt litað svart. Viðbrögð Singh vöktu aðdáun margra þar sem hann ræddi sína eigin reynslu af rasisma. Þótti mörgum hann nálgast málefnið með yfirveguðum og beinskeyttum hætti. Þá þóttu orð hans ekki til þess fallinn að skapa frekari ágreining. Þannig hafa kannanir Campaign research bent til að Singh sé sá flokksleiðtogi sem nú nýtur mest trausts.Íhaldsflokkurinn mælist með mest fylgi Kosið er til neðri deildar þingsins þar sem sæti eiga 338 þingmenn. Nýleg skoðanakönnun CBC bendir til að Íhaldsflokkurinn, með Andrew Sheer í broddi fylkingar, sé stærstur og mælist hann með um 32,4 prósent fylgi. Frjálslyndi flokkurinn, flokkur Trudeau, mælist með 31,8 prósent fylgi, Nýi lýðræðisflokkurinn (NDP) með 16,7 prósent, Græningjar með 9,4 prósent, Québec-bandalagið 6,5 prósent og Framsækni íhaldsflokkur Kanada með 2,5 prósent fylgi. Flokkur Trudeau hlaut 39,5 prósent fylgi í kosningunum 2015 og Íhaldsflokkurinn 32 prósent.Breytt staða Pólitískt landslag í Kanada breyttist mikið eftir kosningarnar 2015 eftir að hinn þá 43 ára Trudeau hafði komið eins og stormsveipur inn á sviðið. Kom hann þá Stephen Harper og Íhaldsflokknum frá völdum eftir um níu ára valdatíð þeirra. Ásýnd Kanada breyttist nokkuð þar sem hinn ungi forsætisráðherra mætti í kröfugöngur hinsegin fólks og tók persónulega á móti fjölda flóttafólks sem hafði þá komið til landsins. Þá lofaði hann róttækum aðgerðum í loftslagsmálum og opnari pólitík.Jagmeet Singh, leiðtogi NDP, Elizabeth May, leiðtogi Græningja, Maxime Bernier, leiðtogi Kanadíska þjóðarflokksins, Justin Trudeau, leiðtogi Frjálslynda flokksins, Andrew Schee, leiðtogi Íhaldsflokksins, og Yves-Francois Blanchet, leiðtogi Quebec-bandalagsins.EPANú er hins vegar öldin önnur og ímynd Trudeau hefur laskast nokkuð. Myndirnar af Trudeau hratt af stað umræðu um rasisma í kanadísku samfélagi og þá hefur forsætisráðherrann lent upp á kant við samtök umhverfissinna og frumbyggja eftir að stjórn Trudeau samþykkti lagningu gríðarlangrar olíuleiðslu yfir landið þvert. Er hann sakaður um að leika tveimur skjöldum – að vilja vera í framvarðasveit þeirra sem berjast gegn loftslagsbreytingum, auk þess að halda olíufyrirtækjunum góðum.Ungir snúa baki við Trudeau Forsætisráðherrann hefur sömuleiðis sætt gagnrýni eftir ásakanir um að hafa hindrað framgang réttvísinnar, sér í lagi eftir fyrri loforð um aukið gegnsæi í stjórnsýslunni. Dómsmálaráðherrann fyrrverandi, Jody Wilson-Raybould, greindi frá því á síðasta ári að nánustu samstarfsmenn Trudeau hafi þrýst á sig að ákæra ekki SNC-Lavalin, einu stærsta verkfræði- og byggingarfyrirtækis vegna spillingarmáls í Líbíu. Ljóst má vera að Trudeau á nokkuð undir högg að sækja, en kannanir benda til að ungir kjósendur hafi að stórum hluta ákveðið að snúa baki við Trudeau. Samkvæmt könnun Léger hyggst þriðjungur þeirra sem kusu Frjálslynda flokkinn árið 2015 ekki gera það í kosningunum á mánudag. Fréttaskýringar Kanada Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Kanadamenn ganga til þingkosninga á mánudaginn og er óljóst hvort að framhald verði á valdatíð forsætisráðherrans Justin Trudeau. Kosningabaráttan hefur einkennst af hneykslismáli tengdu gömlum ljósmyndum frá háskólaárum Trudeau, deilum um olíuleiðslu, spillingarmál og sikka sem er í framboði og þykir gæddum miklum persónutöfrum. Jagmeet Singh, leiðtogi Nýja lýðræðisflokksins (NDP), hefur verið sérstaklega áberandi í kosningabaráttunni og hefur myndband farið í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem sjá má hann eiga í samskiptum við eldri mann á götum Montréal. Maðurinn hallar sér upp að Singh, sem er sikki og lögfræðingur að mennt, og ráðleggur honum að taka af sér túrbaninn. Þannig myndi Singh „betur líkjast Kanadamanni“. Singh tekur þá um öxl mannsins og segir: „Ég held að Kanadamenn líti alls konar út. Það er það sem er svo fallegt við Kanada.“Myndir frá háskólaárunum Stuðningur við Singh og flokk hans hefur aukist nokkuð eftir að ljósmyndir af Trudeau frá háskólaárunum voru grafnar upp, þar sem mátti sjá hann með andlit sitt litað svart. Viðbrögð Singh vöktu aðdáun margra þar sem hann ræddi sína eigin reynslu af rasisma. Þótti mörgum hann nálgast málefnið með yfirveguðum og beinskeyttum hætti. Þá þóttu orð hans ekki til þess fallinn að skapa frekari ágreining. Þannig hafa kannanir Campaign research bent til að Singh sé sá flokksleiðtogi sem nú nýtur mest trausts.Íhaldsflokkurinn mælist með mest fylgi Kosið er til neðri deildar þingsins þar sem sæti eiga 338 þingmenn. Nýleg skoðanakönnun CBC bendir til að Íhaldsflokkurinn, með Andrew Sheer í broddi fylkingar, sé stærstur og mælist hann með um 32,4 prósent fylgi. Frjálslyndi flokkurinn, flokkur Trudeau, mælist með 31,8 prósent fylgi, Nýi lýðræðisflokkurinn (NDP) með 16,7 prósent, Græningjar með 9,4 prósent, Québec-bandalagið 6,5 prósent og Framsækni íhaldsflokkur Kanada með 2,5 prósent fylgi. Flokkur Trudeau hlaut 39,5 prósent fylgi í kosningunum 2015 og Íhaldsflokkurinn 32 prósent.Breytt staða Pólitískt landslag í Kanada breyttist mikið eftir kosningarnar 2015 eftir að hinn þá 43 ára Trudeau hafði komið eins og stormsveipur inn á sviðið. Kom hann þá Stephen Harper og Íhaldsflokknum frá völdum eftir um níu ára valdatíð þeirra. Ásýnd Kanada breyttist nokkuð þar sem hinn ungi forsætisráðherra mætti í kröfugöngur hinsegin fólks og tók persónulega á móti fjölda flóttafólks sem hafði þá komið til landsins. Þá lofaði hann róttækum aðgerðum í loftslagsmálum og opnari pólitík.Jagmeet Singh, leiðtogi NDP, Elizabeth May, leiðtogi Græningja, Maxime Bernier, leiðtogi Kanadíska þjóðarflokksins, Justin Trudeau, leiðtogi Frjálslynda flokksins, Andrew Schee, leiðtogi Íhaldsflokksins, og Yves-Francois Blanchet, leiðtogi Quebec-bandalagsins.EPANú er hins vegar öldin önnur og ímynd Trudeau hefur laskast nokkuð. Myndirnar af Trudeau hratt af stað umræðu um rasisma í kanadísku samfélagi og þá hefur forsætisráðherrann lent upp á kant við samtök umhverfissinna og frumbyggja eftir að stjórn Trudeau samþykkti lagningu gríðarlangrar olíuleiðslu yfir landið þvert. Er hann sakaður um að leika tveimur skjöldum – að vilja vera í framvarðasveit þeirra sem berjast gegn loftslagsbreytingum, auk þess að halda olíufyrirtækjunum góðum.Ungir snúa baki við Trudeau Forsætisráðherrann hefur sömuleiðis sætt gagnrýni eftir ásakanir um að hafa hindrað framgang réttvísinnar, sér í lagi eftir fyrri loforð um aukið gegnsæi í stjórnsýslunni. Dómsmálaráðherrann fyrrverandi, Jody Wilson-Raybould, greindi frá því á síðasta ári að nánustu samstarfsmenn Trudeau hafi þrýst á sig að ákæra ekki SNC-Lavalin, einu stærsta verkfræði- og byggingarfyrirtækis vegna spillingarmáls í Líbíu. Ljóst má vera að Trudeau á nokkuð undir högg að sækja, en kannanir benda til að ungir kjósendur hafi að stórum hluta ákveðið að snúa baki við Trudeau. Samkvæmt könnun Léger hyggst þriðjungur þeirra sem kusu Frjálslynda flokkinn árið 2015 ekki gera það í kosningunum á mánudag.
Fréttaskýringar Kanada Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent