Segir innrás Tyrkja beint gegn hryðjuverkamönnum Kúrda Kristinn Haukur Guðnason skrifar 16. október 2019 06:30 Mevlut Cavusoglu segir Tyrki gera meira í flóttamannamálum en aðrir. Tyrkland er með hæstu útgjöld til mannúðarmála í heiminum og hýsir flesta flóttamenn á heimsvísu. Nordicphotos/Getty Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, sendi Fréttablaðinu grein sem birt var á frettabladid.is í gær. Þar rekur hann ástæður Tyrklandsstjórnar fyrir innrásinni í Kúrdahéröð Sýrlands. „Tyrkland hóf aðgerðina til þess að tryggja þjóðaröryggi sitt með því að aflétta þeirri hættu sem stafaði af hryðjuverkamönnum með fram landamærasvæðum landsins. Aðgerð þessi mun frelsa Sýrlendinga sem þar búa úr ánauð hryðjuverkasamtaka og uppræta þá ógn sem vofir yfir friðhelgi yfirráðasvæðis Sýrlands og stjórnmálalegri heild landsins,“ segir Cavusoglu í greininni. Hafnar hann því alfarið að innrásinni sé beint gegn Kúrdum sem slíkum og einnig að hún dragi tennurnar úr baráttunni gegn ISIS. Segir hann ranga mynd hafa verið dregna upp af innrásinni. „Við höfum ítrekað lagt fram tillögu um að komið verði upp öruggu svæði, þ.m.t. á vettvangi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Við höfum hvatt Bandaríkin til að hætta að veita hermdarverkamönnum efnislegan stuðning. En bandaríska skrifstofuveldið í öryggismálum gat ekki komið sér til að losa sig við þann hóp sem þekktur er með skammstöfuninni P.Y.D./Y.P.G., þ.e. Lýðræðissambandsflokkur Kúrda/Verndarsveitir alþýðunnar.“ Líkt og Recep Erdogan forseti segir Cavusoglu að P.Y.D/Y.P.G. hafi tengsl við Verkamannaflokk Kúrda, sem skilgreindur er sem hryðjuverkasamtök í Tyrklandi, og smygli sprengiefnum undir landamærin í gegnum jarðgöng. Kúrdar, Arabar og kristnir verði betur settir þegar Tyrkjaher frelsi þá undan oki samtakanna. Þá segir Cavusoglu að Tyrkir veiti miklum fjölda flóttamanna athvarf, þar á meðal 300 þúsund Kúrdum. „Tyrkland er með hæstu útgjöld til mannúðarmála í heiminum og hýsir flesta flóttamenn á heimsvísu,“ segir hann. Átök Kúrda og Tyrkja Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Átökin í norðurhluta Sýrlands að flækjast Sýrlandsher berst með Kúrdum á einum stað en gegn þeim á öðrum. Tyrkir og málaliðar þeirra segjast hafa náð tveimur borgum. Á meðan sleppa Kúrdar fjölskyldum ISIS og Bandaríkjamenn færa herafla frá Sýrlandi til Sádi-Arabíu. 15. október 2019 06:45 Trump ræddi við Erdogan í síma Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna greindi frá símtali Trumps og Erdogan og sagðist sjálfur ætla að heimsækja Sýrland á allra næstu dögum til að lægja ófriðaröldurnar. 15. október 2019 07:27 Læknar án landamæra flýja undan innrás Tyrklands Hjálparstarfsmenn Læknar án landamæra ætla að yfirgefa norðausturhluta Sýrlands. Sú ákvörðun hefur verið tekin að stöðva nánast alla starfsemi samtakanna á svæðinu þar sem ekki er hægt að tryggja öryggi hjálparstarfsmanna samtakanna vegna innrásar Tyrkja. 15. október 2019 16:49 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, sendi Fréttablaðinu grein sem birt var á frettabladid.is í gær. Þar rekur hann ástæður Tyrklandsstjórnar fyrir innrásinni í Kúrdahéröð Sýrlands. „Tyrkland hóf aðgerðina til þess að tryggja þjóðaröryggi sitt með því að aflétta þeirri hættu sem stafaði af hryðjuverkamönnum með fram landamærasvæðum landsins. Aðgerð þessi mun frelsa Sýrlendinga sem þar búa úr ánauð hryðjuverkasamtaka og uppræta þá ógn sem vofir yfir friðhelgi yfirráðasvæðis Sýrlands og stjórnmálalegri heild landsins,“ segir Cavusoglu í greininni. Hafnar hann því alfarið að innrásinni sé beint gegn Kúrdum sem slíkum og einnig að hún dragi tennurnar úr baráttunni gegn ISIS. Segir hann ranga mynd hafa verið dregna upp af innrásinni. „Við höfum ítrekað lagt fram tillögu um að komið verði upp öruggu svæði, þ.m.t. á vettvangi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Við höfum hvatt Bandaríkin til að hætta að veita hermdarverkamönnum efnislegan stuðning. En bandaríska skrifstofuveldið í öryggismálum gat ekki komið sér til að losa sig við þann hóp sem þekktur er með skammstöfuninni P.Y.D./Y.P.G., þ.e. Lýðræðissambandsflokkur Kúrda/Verndarsveitir alþýðunnar.“ Líkt og Recep Erdogan forseti segir Cavusoglu að P.Y.D/Y.P.G. hafi tengsl við Verkamannaflokk Kúrda, sem skilgreindur er sem hryðjuverkasamtök í Tyrklandi, og smygli sprengiefnum undir landamærin í gegnum jarðgöng. Kúrdar, Arabar og kristnir verði betur settir þegar Tyrkjaher frelsi þá undan oki samtakanna. Þá segir Cavusoglu að Tyrkir veiti miklum fjölda flóttamanna athvarf, þar á meðal 300 þúsund Kúrdum. „Tyrkland er með hæstu útgjöld til mannúðarmála í heiminum og hýsir flesta flóttamenn á heimsvísu,“ segir hann.
Átök Kúrda og Tyrkja Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Átökin í norðurhluta Sýrlands að flækjast Sýrlandsher berst með Kúrdum á einum stað en gegn þeim á öðrum. Tyrkir og málaliðar þeirra segjast hafa náð tveimur borgum. Á meðan sleppa Kúrdar fjölskyldum ISIS og Bandaríkjamenn færa herafla frá Sýrlandi til Sádi-Arabíu. 15. október 2019 06:45 Trump ræddi við Erdogan í síma Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna greindi frá símtali Trumps og Erdogan og sagðist sjálfur ætla að heimsækja Sýrland á allra næstu dögum til að lægja ófriðaröldurnar. 15. október 2019 07:27 Læknar án landamæra flýja undan innrás Tyrklands Hjálparstarfsmenn Læknar án landamæra ætla að yfirgefa norðausturhluta Sýrlands. Sú ákvörðun hefur verið tekin að stöðva nánast alla starfsemi samtakanna á svæðinu þar sem ekki er hægt að tryggja öryggi hjálparstarfsmanna samtakanna vegna innrásar Tyrkja. 15. október 2019 16:49 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Átökin í norðurhluta Sýrlands að flækjast Sýrlandsher berst með Kúrdum á einum stað en gegn þeim á öðrum. Tyrkir og málaliðar þeirra segjast hafa náð tveimur borgum. Á meðan sleppa Kúrdar fjölskyldum ISIS og Bandaríkjamenn færa herafla frá Sýrlandi til Sádi-Arabíu. 15. október 2019 06:45
Trump ræddi við Erdogan í síma Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna greindi frá símtali Trumps og Erdogan og sagðist sjálfur ætla að heimsækja Sýrland á allra næstu dögum til að lægja ófriðaröldurnar. 15. október 2019 07:27
Læknar án landamæra flýja undan innrás Tyrklands Hjálparstarfsmenn Læknar án landamæra ætla að yfirgefa norðausturhluta Sýrlands. Sú ákvörðun hefur verið tekin að stöðva nánast alla starfsemi samtakanna á svæðinu þar sem ekki er hægt að tryggja öryggi hjálparstarfsmanna samtakanna vegna innrásar Tyrkja. 15. október 2019 16:49