Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. október 2019 12:27 Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir og stofnandi Streituskólans. Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. Stöðunefnd Embættis landlæknis hefur metið Ólaf hæfan til starfsins segir í tilkynningu frá SÍBS sem Reykjalundur heyrir undir. Boðað var til starfsmannafundar á Reykjalundi í hádeginu í dag. Þar var ný framkvæmdastjórn kynnt til sögunnar fyrir starfsfólki sem reyndar mætti fæst á fundinn. Um 200 manns starfa á Reykjalundi, ýmist í fullu starfi eða hlutastörfum, en fréttamaður Vísis á staðnum segir líklega tíu til tuttugu starfsmenn hafa mætt á fundinn.Rétt áður en starfsmannafundurinn hófst í hádeginu í dag.Vísir/SigurjónMikil ólga hefur verið á Reykjalundi undanfarið eftir uppsögn Birgis Gunnarssonar forstjóra um mánaðamótin og uppsögn Magnúsar Ólasonar sem gegnt hafði stöðu framkvæmdastjóra lækninga í lengri tíma. „Fréttir um starfslokin sköpuðu mikla reiði og sorg meðal starfsmanna Reykjalundar í ljósi langs starfsaldurs og mikilsverðs framlags þessara tveggja einstaklinga til starfseminnar í gegnum árin. Ljóst er að betur hefði mátt takast til við þær aðgerðir og með því koma í veg fyrir þann óróa sem þær sköpuðu. Stjórn SÍBS vill nota þetta tækifæri og biðja hlutaðeigandi velvirðingar á því hvernig málin þróuðust,“ segir í tilkynningu frá SÍBS.Framkvæmdastjórn Reykjalundar f.v. Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri, Lára M. Sigurðardóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar, Ólafur Þór Ævarsson framkvæmdastjóri lækninga, Herdís Gunnarsdóttir forstjóri, Helgi Kristjónsson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs.Herdís Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri endurhæfingarsviðs á Reykjalundi, hefur verið sett forstjóri Reykjalundar á meðan auglýst er eftir nýjum forstjóra. Hún sinnir sínu fyrra starfi samhliða forstjórastarfinu til að byrja með. Þau Ólafur og Herdís taka við stjórnunarstöðum sínum í kjölfar starfsloka forvera sinna. Birgis og Magnúsar. „Starfsfólkið er undirstaða starfseminnar á Reykjalundi og forsenda þess að sú góða endurhæfingarþjónusta, sem fjölmargir Íslendingar þekkja af eigin raun eða í gegnum sína nánustu, verði áfram veitt. Stjórnin mun leitast við að draga lærdóm af málinu og taka tillit til þeirra ábendinga sem komið hafa fram í tengslum við það. Allir á Reykjalundi, hvaða hlutverki sem þeir gegna, eru sammála um mikilvægi þess að starfsemin þar geti haldið áfram að dafna og verði sem áður mikilvæg stoð fyrir það fólk sem er að vinna sig út úr veikindum og til fullrar þátttöku í samfélaginu á ný,“ segir í tilkynningu frá stjórn SÍBS. „Stjórnin vill að lokum nota tækifærið og færa fráfarandi framkvæmdastjóra lækninga og forstjóra Reykjalundar þakkir fyrir áratugalangt framlag sitt til starfseminnar og samstarf á liðnum árum. Tekið skal fram að engum skugga hefur verið varpað á það góða starf sem þessir tveir fyrrum stjórnendur á Reykjalundi skilja eftir sig. Að því mun stofnunin, starfsmenn og sjúklingar búa til langrar framtíðar.“ Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Vistaskipti Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Sjá meira
Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. Stöðunefnd Embættis landlæknis hefur metið Ólaf hæfan til starfsins segir í tilkynningu frá SÍBS sem Reykjalundur heyrir undir. Boðað var til starfsmannafundar á Reykjalundi í hádeginu í dag. Þar var ný framkvæmdastjórn kynnt til sögunnar fyrir starfsfólki sem reyndar mætti fæst á fundinn. Um 200 manns starfa á Reykjalundi, ýmist í fullu starfi eða hlutastörfum, en fréttamaður Vísis á staðnum segir líklega tíu til tuttugu starfsmenn hafa mætt á fundinn.Rétt áður en starfsmannafundurinn hófst í hádeginu í dag.Vísir/SigurjónMikil ólga hefur verið á Reykjalundi undanfarið eftir uppsögn Birgis Gunnarssonar forstjóra um mánaðamótin og uppsögn Magnúsar Ólasonar sem gegnt hafði stöðu framkvæmdastjóra lækninga í lengri tíma. „Fréttir um starfslokin sköpuðu mikla reiði og sorg meðal starfsmanna Reykjalundar í ljósi langs starfsaldurs og mikilsverðs framlags þessara tveggja einstaklinga til starfseminnar í gegnum árin. Ljóst er að betur hefði mátt takast til við þær aðgerðir og með því koma í veg fyrir þann óróa sem þær sköpuðu. Stjórn SÍBS vill nota þetta tækifæri og biðja hlutaðeigandi velvirðingar á því hvernig málin þróuðust,“ segir í tilkynningu frá SÍBS.Framkvæmdastjórn Reykjalundar f.v. Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri, Lára M. Sigurðardóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar, Ólafur Þór Ævarsson framkvæmdastjóri lækninga, Herdís Gunnarsdóttir forstjóri, Helgi Kristjónsson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs.Herdís Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri endurhæfingarsviðs á Reykjalundi, hefur verið sett forstjóri Reykjalundar á meðan auglýst er eftir nýjum forstjóra. Hún sinnir sínu fyrra starfi samhliða forstjórastarfinu til að byrja með. Þau Ólafur og Herdís taka við stjórnunarstöðum sínum í kjölfar starfsloka forvera sinna. Birgis og Magnúsar. „Starfsfólkið er undirstaða starfseminnar á Reykjalundi og forsenda þess að sú góða endurhæfingarþjónusta, sem fjölmargir Íslendingar þekkja af eigin raun eða í gegnum sína nánustu, verði áfram veitt. Stjórnin mun leitast við að draga lærdóm af málinu og taka tillit til þeirra ábendinga sem komið hafa fram í tengslum við það. Allir á Reykjalundi, hvaða hlutverki sem þeir gegna, eru sammála um mikilvægi þess að starfsemin þar geti haldið áfram að dafna og verði sem áður mikilvæg stoð fyrir það fólk sem er að vinna sig út úr veikindum og til fullrar þátttöku í samfélaginu á ný,“ segir í tilkynningu frá stjórn SÍBS. „Stjórnin vill að lokum nota tækifærið og færa fráfarandi framkvæmdastjóra lækninga og forstjóra Reykjalundar þakkir fyrir áratugalangt framlag sitt til starfseminnar og samstarf á liðnum árum. Tekið skal fram að engum skugga hefur verið varpað á það góða starf sem þessir tveir fyrrum stjórnendur á Reykjalundi skilja eftir sig. Að því mun stofnunin, starfsmenn og sjúklingar búa til langrar framtíðar.“
Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Vistaskipti Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Sjá meira