Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgast Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2019 10:45 SNA samanstendur í raun úr mörgum minni fylkingum og á þeirri rúmu viku sem innrásin hefur staðið yfir hafa meðlimir SNA verið sakaðir um ýmis ódæði gegn Kúrdum í Sýrlandi. AP/Ugur Can Þeir menn sem fara fremst í fylkingu í innrás Tyrkja í norðausturhluta Sýrlands eru að mestu Sýrlendingar sem eru þjálfaðir og fjármagnaðir af Tyrklandi. Þeir líta á sjálfa sig sem erfingja uppreisnarinnar gegn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Þar að auki eru öfgamenn, íslamistar og jafnvel vígamenn Íslamska ríkisins og al-Qaeda á meðal þeirra og þeir hafa orð á sér fyrir ofbeldi og rán. Þessi hópur manna kallar sig Syrian National Army og þeir berjast ekki vegna einhverrar hugmyndafræði. Þeir sækjast eftir völdum og peningum og er verulega illa við sýrlenska Kúrda. SNA samanstendur í raun af mörgum minni fylkingum og á þeirri rúmu viku sem innrásin hefur staðið yfir hafa meðlimir SNA verið sakaðir um ýmis ódæði gegn Kúrdum í Sýrlandi. „Versti vandi þessa hóps er glæpamennska þeirra,“ segir Elizabeth Tsurkov, sérfræðingur hugveitunnar Foreign Policy Reserach Institute, við AP fréttaveituna. Hún hefur tekið viðtöl við tugi meðlima SNA í starfi sínu.„Hatur á Kúrdum, þjóðremba, skotur á umburðarlyndi gagnvart nokkurs konar mótþróa og þrá þeirra til að auðgast er það sem keyrir þessi ódæði áfram.“Sakaðir um stríðsglæpi Um síðustu helgi náðu þeir tökum á mikilvægri hraðbraut í Sýrlandi og þar eru þeir sagðir hafa skotið minnst sex almenna borgara til bana. Þar á meðal Hevreen Khalaf, 35 ára stjórnmálakonu. Bandarískur embættismaður sem ræddi við AP fréttaveituna sagði meðlimi SNA hafa sett upp varðstöðvar á hraðbrautinni og þóst hafa verið Kúrdar. Þar hafi þeir skotið á almenna borgara sem nálguðust þá.Þeir skutu á bifreið Khalaf og á myndbandi sem þeir birtu má sjá þá hlaupa að bílnum og segja að þeir hafi handsamað „svín“. Heyra má rödd konu úr aftursætinu og segist hún vera leiðtogi stjórnmálaflokks. Það er til marks um að hún hafi lifað skotárásina af. Fregnir hafa borist af því að hún hafi verið pyntuð, henni nauðgað og hún hafi verið grýtt til dauða. Þær fregnir hafa þó ekki verið staðfestar. Á einu myndbandi sem mennirnir birtu má þó sjá einn þeirra stíga á lík hennar og spyrna í það.Hvetja SNA til að hætta myndbandsbirtingum Í öðrum myndböndum og myndum sem birtar voru má sjá tvo menn sem voru handsamaðir og voru þeir báðir bundnir á höndum og á hnjánum við vegkant. Minnst annar þeirra var svo skotinn ítrekað á meðan mennirnir kölluðu „Guð er mikill“. Sömuleiðis má heyra mennina notast við slagorð Íslamska ríkisins. Talsmaður Ahrar al-Sharqiya, undirsamtakanna sem mennirnir tilheyra, segir að mennirnir hafi einungis skotið á aðila sem neituðu að stöðva bíla sína. Hann sagði manninn sem er myrtur í áðurnefndu myndbandi hafa verið hermann og að hann hafi skotið á mennina. Þá sagði hann atvikið til rannsóknar og að mennirnir sem um ræðir hafi verið kallaðir til yfirheyrslu. Þar að auki sagði talsmaðurinn að nauðsynlegt væri að bregðast við mótþróa á vígvelli. Í kjölfar birtingar myndefnisins hvöttu forsvarsmenn SNA meðlimi sína til að hætta að birta myndbönd á netinu. Fregnir hafa borist af fleiri ódæðum SNA.Óttast að íbúar hljóti sömu örlög og íbúar Afrin Þetta er ekki fyrsta innrás Tyrkja og SNA í Sýrlandi. Í fyrra réðust þeir inn í Afrin-hérað, sem var undir stjórn sýrlenskra Kúrda. Uppreisnarhóparnir sem Tyrkir styðja hafa verið sakaðir um ýmis ódæði þar. Rán, morð, pyntingar, eyðileggingu eigna og trúartákna og mannrán. Sameinuðu þjóðirnar gáfu út skýrslu í síðasta mánuði þar sem fram kom að ástandið í Afrin væri skelfilegt. Vopnaðir hópar hefðu myndað sín eigin litlu ríki og níddust á Kúrdum þar og öðrum vel megandi borgurum.Enn sem komið er er talið að minnst 160 þúsund manns hafi flúið undan nýjustu innrás Tyrkja. Óttast er að þeir sem sitja eftir muni sæta sömu örlögum og íbúar Afrin. Eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sleit bandalagi Bandaríkjanna og sýrlenskra Kúrda og innrásin hófst, leituðu Kúrdar á náðir Assad og bandamanna hans í Rússlandi og Íran. Stjórnarher Sýrlands er nú kominn á víglínurnar víða í norðausturhluta landsins og hefur komið til bardaga á milli þeirra og SNA. Þeir bardagar hafa að mestu átt sér stað norður af bænum Manbij. Map showing displaced persons camps and the Turkish military operations in northern Syria pic.twitter.com/VnSyFYnEgB— AFP news agency (@AFP) October 15, 2019 Átök Kúrda og Tyrkja Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Trump ræddi við Erdogan í síma Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna greindi frá símtali Trumps og Erdogan og sagðist sjálfur ætla að heimsækja Sýrland á allra næstu dögum til að lægja ófriðaröldurnar. 15. október 2019 07:27 Evrópuríki takmarka vopnasölu til Tyrklands Evrópusambandið samþykkti ekki lagalega bindandi vopnasölubann þrátt fyrir að mörg aðildarríkin séu reið Tyrkjum vegna innrásarinnar í Norður-Sýrland. 14. október 2019 14:06 Trump boðar viðskiptaþvinganir gegn Tyrkjum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla að beita viðskiptaþvingunum gegn Tyrkjum vegna hernaðaraðgerða þeirra í sýrlenskum landamæraborgum. 14. október 2019 20:05 Assad-liðar mættir á átakasvæði Hermenn og vopnaðar sveitir hliðhollar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, eru komnir á yfirráðasvæði sýrlenskra Kúrda í norðausturhluta Sýrlands. 14. október 2019 07:45 Kúrdar snúa sér til Assads og Erdogan ósáttur við Evrópuríki Sýrlenski stjórnarherinn hefur í dag þokast nær landamærunum við Tyrkland til að berjast við hlið Kúrda. Evrópusambandið takmarkar vopnasölu til Tyrklands. 14. október 2019 18:45 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Fleiri fréttir Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Sjá meira
Þeir menn sem fara fremst í fylkingu í innrás Tyrkja í norðausturhluta Sýrlands eru að mestu Sýrlendingar sem eru þjálfaðir og fjármagnaðir af Tyrklandi. Þeir líta á sjálfa sig sem erfingja uppreisnarinnar gegn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Þar að auki eru öfgamenn, íslamistar og jafnvel vígamenn Íslamska ríkisins og al-Qaeda á meðal þeirra og þeir hafa orð á sér fyrir ofbeldi og rán. Þessi hópur manna kallar sig Syrian National Army og þeir berjast ekki vegna einhverrar hugmyndafræði. Þeir sækjast eftir völdum og peningum og er verulega illa við sýrlenska Kúrda. SNA samanstendur í raun af mörgum minni fylkingum og á þeirri rúmu viku sem innrásin hefur staðið yfir hafa meðlimir SNA verið sakaðir um ýmis ódæði gegn Kúrdum í Sýrlandi. „Versti vandi þessa hóps er glæpamennska þeirra,“ segir Elizabeth Tsurkov, sérfræðingur hugveitunnar Foreign Policy Reserach Institute, við AP fréttaveituna. Hún hefur tekið viðtöl við tugi meðlima SNA í starfi sínu.„Hatur á Kúrdum, þjóðremba, skotur á umburðarlyndi gagnvart nokkurs konar mótþróa og þrá þeirra til að auðgast er það sem keyrir þessi ódæði áfram.“Sakaðir um stríðsglæpi Um síðustu helgi náðu þeir tökum á mikilvægri hraðbraut í Sýrlandi og þar eru þeir sagðir hafa skotið minnst sex almenna borgara til bana. Þar á meðal Hevreen Khalaf, 35 ára stjórnmálakonu. Bandarískur embættismaður sem ræddi við AP fréttaveituna sagði meðlimi SNA hafa sett upp varðstöðvar á hraðbrautinni og þóst hafa verið Kúrdar. Þar hafi þeir skotið á almenna borgara sem nálguðust þá.Þeir skutu á bifreið Khalaf og á myndbandi sem þeir birtu má sjá þá hlaupa að bílnum og segja að þeir hafi handsamað „svín“. Heyra má rödd konu úr aftursætinu og segist hún vera leiðtogi stjórnmálaflokks. Það er til marks um að hún hafi lifað skotárásina af. Fregnir hafa borist af því að hún hafi verið pyntuð, henni nauðgað og hún hafi verið grýtt til dauða. Þær fregnir hafa þó ekki verið staðfestar. Á einu myndbandi sem mennirnir birtu má þó sjá einn þeirra stíga á lík hennar og spyrna í það.Hvetja SNA til að hætta myndbandsbirtingum Í öðrum myndböndum og myndum sem birtar voru má sjá tvo menn sem voru handsamaðir og voru þeir báðir bundnir á höndum og á hnjánum við vegkant. Minnst annar þeirra var svo skotinn ítrekað á meðan mennirnir kölluðu „Guð er mikill“. Sömuleiðis má heyra mennina notast við slagorð Íslamska ríkisins. Talsmaður Ahrar al-Sharqiya, undirsamtakanna sem mennirnir tilheyra, segir að mennirnir hafi einungis skotið á aðila sem neituðu að stöðva bíla sína. Hann sagði manninn sem er myrtur í áðurnefndu myndbandi hafa verið hermann og að hann hafi skotið á mennina. Þá sagði hann atvikið til rannsóknar og að mennirnir sem um ræðir hafi verið kallaðir til yfirheyrslu. Þar að auki sagði talsmaðurinn að nauðsynlegt væri að bregðast við mótþróa á vígvelli. Í kjölfar birtingar myndefnisins hvöttu forsvarsmenn SNA meðlimi sína til að hætta að birta myndbönd á netinu. Fregnir hafa borist af fleiri ódæðum SNA.Óttast að íbúar hljóti sömu örlög og íbúar Afrin Þetta er ekki fyrsta innrás Tyrkja og SNA í Sýrlandi. Í fyrra réðust þeir inn í Afrin-hérað, sem var undir stjórn sýrlenskra Kúrda. Uppreisnarhóparnir sem Tyrkir styðja hafa verið sakaðir um ýmis ódæði þar. Rán, morð, pyntingar, eyðileggingu eigna og trúartákna og mannrán. Sameinuðu þjóðirnar gáfu út skýrslu í síðasta mánuði þar sem fram kom að ástandið í Afrin væri skelfilegt. Vopnaðir hópar hefðu myndað sín eigin litlu ríki og níddust á Kúrdum þar og öðrum vel megandi borgurum.Enn sem komið er er talið að minnst 160 þúsund manns hafi flúið undan nýjustu innrás Tyrkja. Óttast er að þeir sem sitja eftir muni sæta sömu örlögum og íbúar Afrin. Eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sleit bandalagi Bandaríkjanna og sýrlenskra Kúrda og innrásin hófst, leituðu Kúrdar á náðir Assad og bandamanna hans í Rússlandi og Íran. Stjórnarher Sýrlands er nú kominn á víglínurnar víða í norðausturhluta landsins og hefur komið til bardaga á milli þeirra og SNA. Þeir bardagar hafa að mestu átt sér stað norður af bænum Manbij. Map showing displaced persons camps and the Turkish military operations in northern Syria pic.twitter.com/VnSyFYnEgB— AFP news agency (@AFP) October 15, 2019
Átök Kúrda og Tyrkja Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Trump ræddi við Erdogan í síma Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna greindi frá símtali Trumps og Erdogan og sagðist sjálfur ætla að heimsækja Sýrland á allra næstu dögum til að lægja ófriðaröldurnar. 15. október 2019 07:27 Evrópuríki takmarka vopnasölu til Tyrklands Evrópusambandið samþykkti ekki lagalega bindandi vopnasölubann þrátt fyrir að mörg aðildarríkin séu reið Tyrkjum vegna innrásarinnar í Norður-Sýrland. 14. október 2019 14:06 Trump boðar viðskiptaþvinganir gegn Tyrkjum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla að beita viðskiptaþvingunum gegn Tyrkjum vegna hernaðaraðgerða þeirra í sýrlenskum landamæraborgum. 14. október 2019 20:05 Assad-liðar mættir á átakasvæði Hermenn og vopnaðar sveitir hliðhollar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, eru komnir á yfirráðasvæði sýrlenskra Kúrda í norðausturhluta Sýrlands. 14. október 2019 07:45 Kúrdar snúa sér til Assads og Erdogan ósáttur við Evrópuríki Sýrlenski stjórnarherinn hefur í dag þokast nær landamærunum við Tyrkland til að berjast við hlið Kúrda. Evrópusambandið takmarkar vopnasölu til Tyrklands. 14. október 2019 18:45 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Fleiri fréttir Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Sjá meira
Trump ræddi við Erdogan í síma Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna greindi frá símtali Trumps og Erdogan og sagðist sjálfur ætla að heimsækja Sýrland á allra næstu dögum til að lægja ófriðaröldurnar. 15. október 2019 07:27
Evrópuríki takmarka vopnasölu til Tyrklands Evrópusambandið samþykkti ekki lagalega bindandi vopnasölubann þrátt fyrir að mörg aðildarríkin séu reið Tyrkjum vegna innrásarinnar í Norður-Sýrland. 14. október 2019 14:06
Trump boðar viðskiptaþvinganir gegn Tyrkjum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla að beita viðskiptaþvingunum gegn Tyrkjum vegna hernaðaraðgerða þeirra í sýrlenskum landamæraborgum. 14. október 2019 20:05
Assad-liðar mættir á átakasvæði Hermenn og vopnaðar sveitir hliðhollar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, eru komnir á yfirráðasvæði sýrlenskra Kúrda í norðausturhluta Sýrlands. 14. október 2019 07:45
Kúrdar snúa sér til Assads og Erdogan ósáttur við Evrópuríki Sýrlenski stjórnarherinn hefur í dag þokast nær landamærunum við Tyrkland til að berjast við hlið Kúrda. Evrópusambandið takmarkar vopnasölu til Tyrklands. 14. október 2019 18:45
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent