Enski boltinn

England íhugaði að ganga af velli í gær

Anton Ingi Leifsson skrifar
Southgate ræðir við dómarana í gær.
Southgate ræðir við dómarana í gær. vísir/getty
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, segir að enska liðið hafi íhugað að ganga af vellinum í gær eftir rasísk hróp stuðningsmanna Búlgaríu í leik liðanna.

England vann 6-0 sigur í leiknum í Sófía í gær sem verður líklega mest lengst um minnst fyrir sorglega hegðun stuðningsmanna Búlgaríu.

Þeir voru með rasisma og þurfti að stöðva leikinn í tvígang í fyrri hálfleik en Southgate segir að það hafi komið til greina að ganga af velli.

„Leikmennirnir vildu klára fyrri hálfleikinn og svo ræða hlutina í hálfleik,“ sagði Southgate eftir leikinn.







„Ég er ótrúlega stoltur af leikmönnunum og teyminu. Auðvitað gætum við verið gagnrýndir fyrir að ganga ekki of langt en við vorum í ómögulegri stöðu að geta ekki fullnægt öllum.“

England þarf eitt stig úr síðustu tveimur leikjunum til að tryggja sig inn á EM 2020 eftir sigurinn í gær.


Tengdar fréttir

Southgate: Leikmennirnir fóru brosandi af velli

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, sagði leikmenn sína hafa gengið af velli í Búlgaríu með bros á vör þrátt fyrir að stórsigur þeirra hafi fallið í skugga kynþáttaníðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×