Átökin í norðurhluta Sýrlands að flækjast Kristinn Haukur Guðnason skrifar 15. október 2019 06:45 Liðsmenn Frelsum Sýrland, sem njóta stuðnings Tyrkja, stefna á borgina Tal Abyad í gær. Nordicphotos/Getty Hersveitir Sýrlands halda nú norður á bóginn að landamærunum til þess að stöðva framgang Tyrkja og sýrlenskra málaliða. Á sunnudag höfðu Rússar milligöngu um samning á milli Kúrda í Rojava og Bashar al-Assad Sýrlandsforseta um aðstoð í borgunum Manbij og Kobani, í vesturhluta Rojava. Racip Erdogan Tyrklandsforseti sagði að það gæti komið til átaka við Sýrlandsher ef hann reyndi að koma í veg fyrir innrásina og að málaliðarnir væru þegar byrjaðir að undirbúa að ná Manbij á sitt vald. Samkomulag Kúrda og al-Assad nær aðeins til vesturhluta landamæranna og sambandið er mjög stirt. Óstaðfestar fregnir herma að Sýrlandsher og Kúrdum hafi lent saman nálægt Qamishli, í austurhlutanum. Væri því sú skrýtna staða komin upp að Sýrlendingar og Kúrdar berðust saman í vestrinu en hverjir gegn öðrum í austrinu. Aðeins 300 kílómetrar skilja þessi átakasvæði að. Mannfall í stríðinu hefur vaxið dag frá degi og hafa nú nokkur hundruð farist, að mestu leyti Kúrdar. Tugir Sýrlendinga hafa fallið en aðeins örfáir Tyrkir. Þá eykst flóttamannastraumurinn hratt og samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hafa 130 þúsund manns flúið heimili sín. Í upphafi innrásarinnar var meginþunginn á borgirnar Ras al-Ain og Tal Abyad á miðjum landamærunum. Erdogan tilkynnti á sunnudag að Tyrklandsher hefði náð þeirri fyrrnefndu á sitt vald og að sýrlenskir málaliðar hefðu tekið þá síðarnefndu. Kúrdar eru þegar byrjaðir að sleppa fólki lausu úr ISIS-fangabúðum eins og þeir hafa hótað og Vesturlönd hafa óttast. Í Ain Issa hefur um þúsund fjölskyldumeðlimum ISIS-liða verið sleppt úr haldi og búist er við að fleirum verði sleppt á næstunni. „Hverjum er ekki sama um að vakta fanga? Aðrir mega koma og finna lausn á þessu,“ sagði Redur Xelil, hjá SDF, landstjórn Kúrda í Rojava. Ítrekaði hann að Kúrdar hefðu varað við því að þetta gæti gerst ef Bandaríkjamenn yfirgæfu svæðið. ISIS hafa þegar lýst yfir ábyrgð á bílasprengjum á svæðinu og segja nýja uppreisn samtakanna hafna. Um helgina samþykkti Salman, konungur Sádi-Arabíu, að auka við bandarískt herlið í landinu um 3.000 manns en ástæða þess eru árásir frá Jemen á Saudi Aramco olíuvinnslustöðvarnar. Þetta vekur athygli þar sem Donald Trump hefur heitið því að fækka bandarískum hermönnum í Miðausturlöndum og brotthvarfið frá Rojava var liður í því. Átök Kúrda og Tyrkja Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Ákvörðun Bandaríkjamanna misráðin að mati utanríkisráðherra Formaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld gagnrýni Bandaríkin með afdráttarlausum hætti fyrir þátt þeirra í því að Tyrkir réðust inn í Norður-Sýrland. 14. október 2019 12:17 Telur ekki tilefni til að endurskoða aðild að NATO Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segist ekki telja tilefni til að endurskoða aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu í kjölfar innrásar Tyrkja á héruð Kúrda í norðurhluta Sýrlands. 14. október 2019 15:37 Trump boðar viðskiptaþvinganir gegn Tyrkjum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla að beita viðskiptaþvingunum gegn Tyrkjum vegna hernaðaraðgerða þeirra í sýrlenskum landamæraborgum. 14. október 2019 20:05 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Hersveitir Sýrlands halda nú norður á bóginn að landamærunum til þess að stöðva framgang Tyrkja og sýrlenskra málaliða. Á sunnudag höfðu Rússar milligöngu um samning á milli Kúrda í Rojava og Bashar al-Assad Sýrlandsforseta um aðstoð í borgunum Manbij og Kobani, í vesturhluta Rojava. Racip Erdogan Tyrklandsforseti sagði að það gæti komið til átaka við Sýrlandsher ef hann reyndi að koma í veg fyrir innrásina og að málaliðarnir væru þegar byrjaðir að undirbúa að ná Manbij á sitt vald. Samkomulag Kúrda og al-Assad nær aðeins til vesturhluta landamæranna og sambandið er mjög stirt. Óstaðfestar fregnir herma að Sýrlandsher og Kúrdum hafi lent saman nálægt Qamishli, í austurhlutanum. Væri því sú skrýtna staða komin upp að Sýrlendingar og Kúrdar berðust saman í vestrinu en hverjir gegn öðrum í austrinu. Aðeins 300 kílómetrar skilja þessi átakasvæði að. Mannfall í stríðinu hefur vaxið dag frá degi og hafa nú nokkur hundruð farist, að mestu leyti Kúrdar. Tugir Sýrlendinga hafa fallið en aðeins örfáir Tyrkir. Þá eykst flóttamannastraumurinn hratt og samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hafa 130 þúsund manns flúið heimili sín. Í upphafi innrásarinnar var meginþunginn á borgirnar Ras al-Ain og Tal Abyad á miðjum landamærunum. Erdogan tilkynnti á sunnudag að Tyrklandsher hefði náð þeirri fyrrnefndu á sitt vald og að sýrlenskir málaliðar hefðu tekið þá síðarnefndu. Kúrdar eru þegar byrjaðir að sleppa fólki lausu úr ISIS-fangabúðum eins og þeir hafa hótað og Vesturlönd hafa óttast. Í Ain Issa hefur um þúsund fjölskyldumeðlimum ISIS-liða verið sleppt úr haldi og búist er við að fleirum verði sleppt á næstunni. „Hverjum er ekki sama um að vakta fanga? Aðrir mega koma og finna lausn á þessu,“ sagði Redur Xelil, hjá SDF, landstjórn Kúrda í Rojava. Ítrekaði hann að Kúrdar hefðu varað við því að þetta gæti gerst ef Bandaríkjamenn yfirgæfu svæðið. ISIS hafa þegar lýst yfir ábyrgð á bílasprengjum á svæðinu og segja nýja uppreisn samtakanna hafna. Um helgina samþykkti Salman, konungur Sádi-Arabíu, að auka við bandarískt herlið í landinu um 3.000 manns en ástæða þess eru árásir frá Jemen á Saudi Aramco olíuvinnslustöðvarnar. Þetta vekur athygli þar sem Donald Trump hefur heitið því að fækka bandarískum hermönnum í Miðausturlöndum og brotthvarfið frá Rojava var liður í því.
Átök Kúrda og Tyrkja Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Ákvörðun Bandaríkjamanna misráðin að mati utanríkisráðherra Formaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld gagnrýni Bandaríkin með afdráttarlausum hætti fyrir þátt þeirra í því að Tyrkir réðust inn í Norður-Sýrland. 14. október 2019 12:17 Telur ekki tilefni til að endurskoða aðild að NATO Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segist ekki telja tilefni til að endurskoða aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu í kjölfar innrásar Tyrkja á héruð Kúrda í norðurhluta Sýrlands. 14. október 2019 15:37 Trump boðar viðskiptaþvinganir gegn Tyrkjum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla að beita viðskiptaþvingunum gegn Tyrkjum vegna hernaðaraðgerða þeirra í sýrlenskum landamæraborgum. 14. október 2019 20:05 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Ákvörðun Bandaríkjamanna misráðin að mati utanríkisráðherra Formaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld gagnrýni Bandaríkin með afdráttarlausum hætti fyrir þátt þeirra í því að Tyrkir réðust inn í Norður-Sýrland. 14. október 2019 12:17
Telur ekki tilefni til að endurskoða aðild að NATO Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segist ekki telja tilefni til að endurskoða aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu í kjölfar innrásar Tyrkja á héruð Kúrda í norðurhluta Sýrlands. 14. október 2019 15:37
Trump boðar viðskiptaþvinganir gegn Tyrkjum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla að beita viðskiptaþvingunum gegn Tyrkjum vegna hernaðaraðgerða þeirra í sýrlenskum landamæraborgum. 14. október 2019 20:05