Fræg fótboltalýsing Hödda efni í mikinn ljóðabálk Jakob Bjarnar skrifar 15. október 2019 09:30 Magnús Sigurðsson segir að það sem uppúr standi sé hrein ástríða, á lifandi og kraftmiklu máli, sem gerði textann ómótstæðilegan fyrir sig sem rithöfund. visir/vilhelm Hörður Magnússon íþróttafréttamaður vissi ekki hvort hann var að koma eða fara þegar honum barst óvænt í hendur nýútkomin bók hingað á ritstjórnarskrifstofurnar við Suðurlandsbraut. Íslensk lestrarbók – textar. Áritaða á saurblað af höfundi:„Til Harðar,með kæru þakklæti fyrir ástríðuna öll þessi ár.- Magnús Sigurðsson Þegar Hörður fletti í bókinni sá hann sér til mikillar furðu að góður partur bókar er fræg lýsing hans sjálfs á leik F.C. Barcelona gegn Juventus árið 2015. Orðrétt. Þennan kafla bókarinnar kallar höfundur Liprir taktar – poéme trouvé. Í flutningi Harðar Magnússonar. Magnús hefur engu breytt en brýtur lýsinguna upp þannig að formið er lýrískt. Hann vitnar fyrst í Shakira: „Lífið er fótboltavöllur, ekki satt?“Hörður Magnússon. Loksins uppreist æru eftir allan þennan tíma.Og að „leik loknum“, sem er eðli máls samkvæmt brotinn upp í fyrri- og seinni hálfleik, býður Magnús upp á stutta „leikgreiningu“ sem hefst á orðunum „Þegar að er gáð er „hinn fallegi leikur“ knattspyrnunnar kannski ekki svo ólíkur ljóðlistinni. Á hinum hvíta leikvelli blaðsíðunnar sækja setningarnar upp vinstri eða hægri vænginn, þær skipta á milli kanta með þversendingum línuhlaupanna eða reyna að þræða sig með lipru tiki taka-spili í gegnum miðjuna.“ Magnús, sem nýverið útskrifaðist sem doktor í bókmenntafræði, spyr hvað sé í eðli sínu ljóðrænna en hrein og óskoruð ástríða? Stórt er spurt. En, þetta er merkileg tilraun og það sem meira er; hún gengur upp. Svínvirkar. Hver hefði trúað því? Að fótboltalýsing gæti virkað sem innblásinn ljóðabálkur? Stórskemmtilegur og spennandi. Ýmsir hafa lengi reynt að tengja þetta tvennt, bókmenntirnar og fótboltann, með misgóðum árangri. Heldur virðist það svo vera að þar sé um bókmenntafólk sem jafnframt hefur áhuga á að boltanum að ræða fremur en visa versa; bullurnar upp til hópa eru sjaldnast með ljóðabók í rassvasanum. Þessi ást sumra bókmenntaunnenda á fótbolta er ekki endurgoldin sem neinu nemur ef Eric Cantona er undantekningin sem sannar þá reglu?Einn skítkaldan og ljóð takk Með öðrum orðum; hópurinn sem kemur saman yfir tveimur til þremur skítköldum og enska boltanum á laugardögum er ekkert endilega að sýna sig á upplestrarkvöldum. „Mér skilst raunar að Pep Guardiola sé mikill ljóðaunnandi, og hann er auðvitað sá knattspyrnuþjálfari sem í seinni tíð hefur komist næst því að gera fótboltann að hreinni listgrein. En það er svo áhugavert að flæði, sköpunargleði og tilþrif í leik liða undir hans stjórn, hvort sem það er Barcelona, Bayern München eða Manchester City, byggja öll á aga og gífurlegri þjálfun minnstu smáatriða,“ segir Magnús.Henry Birgir og Gaupi. Hluti íþróttadeildar Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis er lögst í bókmenntarannsóknir. Hér lesa þeir í bókina og velta fyrir sér efni hennar.visir/jbgOg; það sama gildir auðvitað í skáklistinni, í tónlist og í ljóðlistinni líka, að mati Magnúsar. „Sköpunin útheimtir aga, að maður kunni skil á minnstu smáatriðum. Ég held að hugmyndir fólks um ljóðlistina séu þveröfugar, að í ljóðlistinni ríki frelsi og algjört frjálsræði, að ljóðlistin ráðist af tilfinningunni einni saman. Það hefur að minnsta kosti aldrei verið þannig fyrir mig. Hitt er svo auðvitað satt, að sniðmengi knattspyrnuáhugafólks og ljóðaunnenda er ansi smátt. En vonandi sýnir bókin mín að þetta tvennt getur vel farið saman.“Engin framúrstefna til á Íslandi Magnús metur það svo raunsær að bók hans sé tæpast þannig að hún verði hluti meginstraumsins, ekki þegar efnistökin eru með þessum hætti. „Raunar er athyglisvert að það er ekki til framúrstefna í íslenskum bókmenntum, ekki lengur að minnsta kosti. Það var mikil gróska með Nýhil-skáldahópnum upp úr 2000, en núna eru þau skáld flest orðin ráðsettir verðlaunarithöfundar, og það hefur ekki komið neitt í staðinn. Ég veit ekki almennilega hvers vegna. Framúrstefna er auðvitað ekki til vinsælda fallin, og mér sýnist flestir í dag vilja skrifa lesvænar sölubækur.Hápunkti íslensks rithöfundar er náð þegar ritdómari segist hafa brutt síðurnar eins og dýrindis súkkulaði.“ En beint úr sofandahætti Nýhil aftur yfir í hinn mjög svo vakandi Hörð Magnússon. Tilþrifamikil lýsing hans á þessum téða leik vakti athygli og var umdeild. Illugi Jökulsson rithöfundur, en hann hefur skrifað bækur um fótbolta, var ekki hrifinn. Og taldi þulinn hafa eyðilagt furðu stóran hluta þeirra upplifunar sem fólst í því að fylgjast með leiknum með „aldeilis ömurlegri frammistöðu“. Twitter logaði meðan á leiknum stóð og Hörður sjálfur brást við á þeim vettvangi með því að segjast sjaldan hafa „kynnst annarri eins drullu.“ Loksins uppreist æru En Hörður jafnaði sig hratt og örugglega enda hrannaðist samhliða upp stuðningur við hann upp og hinn skeleggi lýsandi öðlaðist trú á mannkyni aftur á nýjan leik.Magnús segir það vissulega rétt að Hörður sé höfundur verksins en ... þetta er ekki alveg svo einfalt.visir/vilhelm„Ég held einmitt að uppskriftin sýni að þetta var stormur í vatnsglasi. Lýsingin er oft óvænt, tilþrifamikil og á stundum misheppnuð, alveg eins og fótboltinn er. Menn reyna ýmislegt sem mistekst. En það sem stendur upp úr er hrein ástríða, á lifandi og kraftmiklu máli, sem gerði textann ómótstæðilegan fyrir mig sem rithöfund,“ segir Magnús nú. En, það er ekki skrítið þegar þessar væringar eru hafðar í huga að Hörður væri í fyrstu á varðbergi þegar honum barst bókin í hendur en ákvað svo að ekkert annað væri í spilunum en að sér væri með þessu heiður sýndur. „Loksins fær þessi lýsing og ég uppreist æru eftir allan þennan tíma,“ segir Hörður í samtali við Vísi. Og er hinn kátasti með að vera kominn með þessum hætti inn í íslenskar bókmenntir. Bakdyramegin.Höddi „pjúra“ fótboltamaður Magnús segist ekki þekkja Hörð neitt, aldrei svo mikið sem hitt manninn. „Nei, ekki nema af skjánum. Og er alltaf glaður þegar hann velst til að lýsa leikjum.Hann og Gummi Ben eru í fremstu röð í þessu, en Höddi er kannski „pjúra“ fótboltamaður, á meðan Gummi Ben er alhliða skemmtikraftur.“ Og ekki er það svo að Magnús sé knattspyrnumaður eða eigi feril að baki á fótboltavellinum. „Nei. Ég æfði með KR sem strákur, en gat ekki neitt og fór yfir í sunddeildina í staðinn. En fór reglulega á leiki með pabba. Rúnar Kristins og Heimir Guðjóns voru hetjurnar manns.“En, hvað með enska boltann?„Ég er United-maður, frá því að ég var strákur, og það er erfitt að upplifa mögur ár eftir að hafa verið dekraður á stjóratímabili Fergusons. United heitir ekki lengur Manchester United heldur Manstu United. Og það gerir maður svo sannarlega, sem gerir það enn erfiðara að horfa upp á hugmyndaleysið og örvæntinguna undir stjórn Solskjærs. Í úrslitaleiknum sem lýsingin er af hélt ég með Barcelona, eftir að hafa búið þar á sínum tíma. En maður heldur líka alltaf með Messi. Messi er Picasso fótboltans, hann getur allt.“Þessi aðferð getur verið eldfim Nú er það þekkt úr listasögunni þessi hugmynd sem upphaf dadaismans eða „ready made“-listarinnar; að taka eitthvað úr sínu umhverfi og setja í annað samhengi sem svo breytir merkingu fyrirbærisins. Marcel Duchamp með sína hlandskál.Nema, hvernig snýr þetta að fyrirbærum eins og höfundarrétti?„Já, það er rétt, þetta er aðferð sem er miklu þekktari úr listasögunni en ritlistinni. Annað dæmi væru málverk Errós, sem mörg hver eru að miklu leyti „stolin“, og mig minnir að upprunalegur höfundur einhverra þessara mynda hafi ætlað sér að lögsækja hann á sínum tíma. En réttur listamanna í þessum efnum er talsverður. Listin setur hlutina í nýtt og annað samhengi, það er eitt helsta einkenni hennar,“ segir Magnús. Hann bendir á að vestanhafs sé stundum talað um „uncreative writing“, þegar höfundur vinna með fundna texta á þennan hátt.Hörður segir það geta verið eldfimt að taka annarra manna texta og nota í öðru samhengi. En, hér er um óvæntan samruna póesíunnar og fótboltans að ræða.visir/vilhelm„Og sú aðferð getur verið mjög eldfim. Fyrir nokkrum árum lenti bandaríska ljóðskáldið Kenneth Goldsmith í miklum vandræðum þegar hann las upp, sem sitt eigið ljóð, krufningaskýrslu Michael Browns, 18 ára þeldökks Bandaríkjapilts sem var skotinn til bana af hvítum lögreglumanni.Goldsmith var ekki sakaður um brot á höfundarrétti, heldur um að hafa brotið á dauðum líkama Michael Browns, eignað sér hann í eigin skyni, sér til frægðar. Goldsmith hafði uppi ýmsar varnir, en upp úr stendur að fundnir textar geta verið mjög eldfimir, komið við kaunin á mönnum af ýmsum ástæðum. Samhengi og framsetning texta getur skipt öllu máli, þótt textanum sjálfum sé ekki breytt á nokkurn hátt.“Tribute – Hörður er höfundurinn Hörður er höfundur verksins en samt ekki?Þú hefur ekkert viljað bera þetta undir hann áður en þú gafst þetta út á bók? „Hörður er sannarlega höfundurinn, og ég aðeins skrásetjari sem beiti verkfærum ljóðlistarinnar til að koma textanum á framfæri (línuskiptingum, týpógrafískri uppsetningu, eigin höfundarnafni og svo framvegis). En hver er eigandi textans? Hver á texta sem hefur verið sleppt út í ljósvakann og er þarna úti? Kannski má segja að ég hafi hrifsað hann til mín og eignað mér hann á harkalegan hátt. En textinn er tribute, og það er varla við hæfi að biðja um leyfi fyrir slíku.“ Bókmenntir Fótbolti Tengdar fréttir Og sigurvegarinn er … ha, hver? Einhver ævintýralegasti bókaútgefandi Íslands óvænt sigurvegari í samkeppni um besta handritið. 12. október 2019 12:00 Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Hörður Magnússon íþróttafréttamaður vissi ekki hvort hann var að koma eða fara þegar honum barst óvænt í hendur nýútkomin bók hingað á ritstjórnarskrifstofurnar við Suðurlandsbraut. Íslensk lestrarbók – textar. Áritaða á saurblað af höfundi:„Til Harðar,með kæru þakklæti fyrir ástríðuna öll þessi ár.- Magnús Sigurðsson Þegar Hörður fletti í bókinni sá hann sér til mikillar furðu að góður partur bókar er fræg lýsing hans sjálfs á leik F.C. Barcelona gegn Juventus árið 2015. Orðrétt. Þennan kafla bókarinnar kallar höfundur Liprir taktar – poéme trouvé. Í flutningi Harðar Magnússonar. Magnús hefur engu breytt en brýtur lýsinguna upp þannig að formið er lýrískt. Hann vitnar fyrst í Shakira: „Lífið er fótboltavöllur, ekki satt?“Hörður Magnússon. Loksins uppreist æru eftir allan þennan tíma.Og að „leik loknum“, sem er eðli máls samkvæmt brotinn upp í fyrri- og seinni hálfleik, býður Magnús upp á stutta „leikgreiningu“ sem hefst á orðunum „Þegar að er gáð er „hinn fallegi leikur“ knattspyrnunnar kannski ekki svo ólíkur ljóðlistinni. Á hinum hvíta leikvelli blaðsíðunnar sækja setningarnar upp vinstri eða hægri vænginn, þær skipta á milli kanta með þversendingum línuhlaupanna eða reyna að þræða sig með lipru tiki taka-spili í gegnum miðjuna.“ Magnús, sem nýverið útskrifaðist sem doktor í bókmenntafræði, spyr hvað sé í eðli sínu ljóðrænna en hrein og óskoruð ástríða? Stórt er spurt. En, þetta er merkileg tilraun og það sem meira er; hún gengur upp. Svínvirkar. Hver hefði trúað því? Að fótboltalýsing gæti virkað sem innblásinn ljóðabálkur? Stórskemmtilegur og spennandi. Ýmsir hafa lengi reynt að tengja þetta tvennt, bókmenntirnar og fótboltann, með misgóðum árangri. Heldur virðist það svo vera að þar sé um bókmenntafólk sem jafnframt hefur áhuga á að boltanum að ræða fremur en visa versa; bullurnar upp til hópa eru sjaldnast með ljóðabók í rassvasanum. Þessi ást sumra bókmenntaunnenda á fótbolta er ekki endurgoldin sem neinu nemur ef Eric Cantona er undantekningin sem sannar þá reglu?Einn skítkaldan og ljóð takk Með öðrum orðum; hópurinn sem kemur saman yfir tveimur til þremur skítköldum og enska boltanum á laugardögum er ekkert endilega að sýna sig á upplestrarkvöldum. „Mér skilst raunar að Pep Guardiola sé mikill ljóðaunnandi, og hann er auðvitað sá knattspyrnuþjálfari sem í seinni tíð hefur komist næst því að gera fótboltann að hreinni listgrein. En það er svo áhugavert að flæði, sköpunargleði og tilþrif í leik liða undir hans stjórn, hvort sem það er Barcelona, Bayern München eða Manchester City, byggja öll á aga og gífurlegri þjálfun minnstu smáatriða,“ segir Magnús.Henry Birgir og Gaupi. Hluti íþróttadeildar Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis er lögst í bókmenntarannsóknir. Hér lesa þeir í bókina og velta fyrir sér efni hennar.visir/jbgOg; það sama gildir auðvitað í skáklistinni, í tónlist og í ljóðlistinni líka, að mati Magnúsar. „Sköpunin útheimtir aga, að maður kunni skil á minnstu smáatriðum. Ég held að hugmyndir fólks um ljóðlistina séu þveröfugar, að í ljóðlistinni ríki frelsi og algjört frjálsræði, að ljóðlistin ráðist af tilfinningunni einni saman. Það hefur að minnsta kosti aldrei verið þannig fyrir mig. Hitt er svo auðvitað satt, að sniðmengi knattspyrnuáhugafólks og ljóðaunnenda er ansi smátt. En vonandi sýnir bókin mín að þetta tvennt getur vel farið saman.“Engin framúrstefna til á Íslandi Magnús metur það svo raunsær að bók hans sé tæpast þannig að hún verði hluti meginstraumsins, ekki þegar efnistökin eru með þessum hætti. „Raunar er athyglisvert að það er ekki til framúrstefna í íslenskum bókmenntum, ekki lengur að minnsta kosti. Það var mikil gróska með Nýhil-skáldahópnum upp úr 2000, en núna eru þau skáld flest orðin ráðsettir verðlaunarithöfundar, og það hefur ekki komið neitt í staðinn. Ég veit ekki almennilega hvers vegna. Framúrstefna er auðvitað ekki til vinsælda fallin, og mér sýnist flestir í dag vilja skrifa lesvænar sölubækur.Hápunkti íslensks rithöfundar er náð þegar ritdómari segist hafa brutt síðurnar eins og dýrindis súkkulaði.“ En beint úr sofandahætti Nýhil aftur yfir í hinn mjög svo vakandi Hörð Magnússon. Tilþrifamikil lýsing hans á þessum téða leik vakti athygli og var umdeild. Illugi Jökulsson rithöfundur, en hann hefur skrifað bækur um fótbolta, var ekki hrifinn. Og taldi þulinn hafa eyðilagt furðu stóran hluta þeirra upplifunar sem fólst í því að fylgjast með leiknum með „aldeilis ömurlegri frammistöðu“. Twitter logaði meðan á leiknum stóð og Hörður sjálfur brást við á þeim vettvangi með því að segjast sjaldan hafa „kynnst annarri eins drullu.“ Loksins uppreist æru En Hörður jafnaði sig hratt og örugglega enda hrannaðist samhliða upp stuðningur við hann upp og hinn skeleggi lýsandi öðlaðist trú á mannkyni aftur á nýjan leik.Magnús segir það vissulega rétt að Hörður sé höfundur verksins en ... þetta er ekki alveg svo einfalt.visir/vilhelm„Ég held einmitt að uppskriftin sýni að þetta var stormur í vatnsglasi. Lýsingin er oft óvænt, tilþrifamikil og á stundum misheppnuð, alveg eins og fótboltinn er. Menn reyna ýmislegt sem mistekst. En það sem stendur upp úr er hrein ástríða, á lifandi og kraftmiklu máli, sem gerði textann ómótstæðilegan fyrir mig sem rithöfund,“ segir Magnús nú. En, það er ekki skrítið þegar þessar væringar eru hafðar í huga að Hörður væri í fyrstu á varðbergi þegar honum barst bókin í hendur en ákvað svo að ekkert annað væri í spilunum en að sér væri með þessu heiður sýndur. „Loksins fær þessi lýsing og ég uppreist æru eftir allan þennan tíma,“ segir Hörður í samtali við Vísi. Og er hinn kátasti með að vera kominn með þessum hætti inn í íslenskar bókmenntir. Bakdyramegin.Höddi „pjúra“ fótboltamaður Magnús segist ekki þekkja Hörð neitt, aldrei svo mikið sem hitt manninn. „Nei, ekki nema af skjánum. Og er alltaf glaður þegar hann velst til að lýsa leikjum.Hann og Gummi Ben eru í fremstu röð í þessu, en Höddi er kannski „pjúra“ fótboltamaður, á meðan Gummi Ben er alhliða skemmtikraftur.“ Og ekki er það svo að Magnús sé knattspyrnumaður eða eigi feril að baki á fótboltavellinum. „Nei. Ég æfði með KR sem strákur, en gat ekki neitt og fór yfir í sunddeildina í staðinn. En fór reglulega á leiki með pabba. Rúnar Kristins og Heimir Guðjóns voru hetjurnar manns.“En, hvað með enska boltann?„Ég er United-maður, frá því að ég var strákur, og það er erfitt að upplifa mögur ár eftir að hafa verið dekraður á stjóratímabili Fergusons. United heitir ekki lengur Manchester United heldur Manstu United. Og það gerir maður svo sannarlega, sem gerir það enn erfiðara að horfa upp á hugmyndaleysið og örvæntinguna undir stjórn Solskjærs. Í úrslitaleiknum sem lýsingin er af hélt ég með Barcelona, eftir að hafa búið þar á sínum tíma. En maður heldur líka alltaf með Messi. Messi er Picasso fótboltans, hann getur allt.“Þessi aðferð getur verið eldfim Nú er það þekkt úr listasögunni þessi hugmynd sem upphaf dadaismans eða „ready made“-listarinnar; að taka eitthvað úr sínu umhverfi og setja í annað samhengi sem svo breytir merkingu fyrirbærisins. Marcel Duchamp með sína hlandskál.Nema, hvernig snýr þetta að fyrirbærum eins og höfundarrétti?„Já, það er rétt, þetta er aðferð sem er miklu þekktari úr listasögunni en ritlistinni. Annað dæmi væru málverk Errós, sem mörg hver eru að miklu leyti „stolin“, og mig minnir að upprunalegur höfundur einhverra þessara mynda hafi ætlað sér að lögsækja hann á sínum tíma. En réttur listamanna í þessum efnum er talsverður. Listin setur hlutina í nýtt og annað samhengi, það er eitt helsta einkenni hennar,“ segir Magnús. Hann bendir á að vestanhafs sé stundum talað um „uncreative writing“, þegar höfundur vinna með fundna texta á þennan hátt.Hörður segir það geta verið eldfimt að taka annarra manna texta og nota í öðru samhengi. En, hér er um óvæntan samruna póesíunnar og fótboltans að ræða.visir/vilhelm„Og sú aðferð getur verið mjög eldfim. Fyrir nokkrum árum lenti bandaríska ljóðskáldið Kenneth Goldsmith í miklum vandræðum þegar hann las upp, sem sitt eigið ljóð, krufningaskýrslu Michael Browns, 18 ára þeldökks Bandaríkjapilts sem var skotinn til bana af hvítum lögreglumanni.Goldsmith var ekki sakaður um brot á höfundarrétti, heldur um að hafa brotið á dauðum líkama Michael Browns, eignað sér hann í eigin skyni, sér til frægðar. Goldsmith hafði uppi ýmsar varnir, en upp úr stendur að fundnir textar geta verið mjög eldfimir, komið við kaunin á mönnum af ýmsum ástæðum. Samhengi og framsetning texta getur skipt öllu máli, þótt textanum sjálfum sé ekki breytt á nokkurn hátt.“Tribute – Hörður er höfundurinn Hörður er höfundur verksins en samt ekki?Þú hefur ekkert viljað bera þetta undir hann áður en þú gafst þetta út á bók? „Hörður er sannarlega höfundurinn, og ég aðeins skrásetjari sem beiti verkfærum ljóðlistarinnar til að koma textanum á framfæri (línuskiptingum, týpógrafískri uppsetningu, eigin höfundarnafni og svo framvegis). En hver er eigandi textans? Hver á texta sem hefur verið sleppt út í ljósvakann og er þarna úti? Kannski má segja að ég hafi hrifsað hann til mín og eignað mér hann á harkalegan hátt. En textinn er tribute, og það er varla við hæfi að biðja um leyfi fyrir slíku.“
Bókmenntir Fótbolti Tengdar fréttir Og sigurvegarinn er … ha, hver? Einhver ævintýralegasti bókaútgefandi Íslands óvænt sigurvegari í samkeppni um besta handritið. 12. október 2019 12:00 Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Og sigurvegarinn er … ha, hver? Einhver ævintýralegasti bókaútgefandi Íslands óvænt sigurvegari í samkeppni um besta handritið. 12. október 2019 12:00