Enski boltinn

Stuðningsmaður Englands lést í Búlgaríu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stuðningsmenn Englands í Búlgaríu.
Stuðningsmenn Englands í Búlgaríu. vísir/getty
Enskur stuðningsmaður fannst í dag látinn í höfuðborg Búlgaríu, Sofíu, en enska landsliðið spilar gegn Búlgaríu í undankeppni EM 2020 í kvöld.

Innanríkisráðuneyti Bretlands staðfesti að 32 ára gamall Englendingur hafi fundist í miðbæ borgarinnar í annarlegi ástandi.

Lögregla og sjúkralið var kallað til. Fyrst var farið með hann á sjúkrahús en þar lét hann öllum illum látum og var þar af leiðandi færður á lögreglustöð.

Talið er að hann hafi látist á leiðinni frá sjúkrahúsinu og á lögreglustöðina en hann var í borginni til þess að sjá England spila gegn Búlgaríu í kvöld.







Lögreglan rannsakar nú hvort að Englendingurinn hafi verið undir áhrifum fíkniefna en það hefur ekki fengist staðfest.

Annar Englendingur handleggsbrotnaði í átökum við stuðningsmenn Búlgaríu en talið er að 3400 Englendingar verði á vellinum í kvöld.

Flautað verður til leiks klukkan 18.45 og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×