Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍR 29-28| Fram stöðvaði sigurgöngu ÍR Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 14. október 2019 21:45 Sveinn Andri Sveinsson, leikmaður ÍR. vísir/bára Fram vann gríðalega sterkan sigur á ÍR í Safamýrinni í kvöld, 29-28. Leikurinn var kaflaskiptur en staðan var eins í hálfleik þar sem Fram leiddi með einu marki, 17-16. ÍR byrjaði leikinn betur en heimamenn voru fljótir að vinna sig inní leikinn og höfðu undirtökin stærsta hluta fyrri hálfleiks. Staðan var 12-9, fyrir Fram, þegar korter var liðið af leiknum og þeir leiddu með fjórum mörkum þegar mest lét, 14-10. ÍR náði góðu áhlaupi á síðustu fimm mínútum fyrri hálfleiks og náðu að saxa á forskot Framarar. Með 1-4 kafla snéru þeir leiknum og var munurinn aðeins eitt mark þegar liðin gengu til búningsklefa, 17-16, Fram í vil. Eftir 10 mínútur af síðari hálfleik leiddu gestirnir með tveimur mörkum, 20-22. Þeir héldu þeirri forystu lungað af síðari hálfleik. Matthías Daðason, leikmaður Fram, fékk beint rautt spjald þegar rétt um átta mínútur voru til leiksloka og Fram var einu marki undir, 24-25. ÍR skoraði næsta mark en Fram jafnaði svo leikinn í 26-26. Síðustu þrjár mínútur leiksins voru æsi spennandi, Fram leiddi með einu marki þegar 60 sekúndur voru eftir, ÍR skoraði í kjölfarið eftir leikhlé og staðan var jöfn þegar Fram fór í loka sóknina. Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, tók leikhlé þegar 20 sekúndur voru eftir af leiknum og stillti hann upp í góða sókn sem skilaði árangri. Andri Heimir Friðriksson reyndist hetja Framara er hann skoraði sigurmark leiksins og Fram varð fyrsta liðið til að vinna ÍR, 29-28, voru loka tölur í Safamýrinni.Af hverju vann Fram? Seiglan var gríðaleg í heimamönnum og náðu þeir að toppa á rétta kaflanum, undir lok leiks. Fram hafði undirtökin á leiknum í fyrri hálfleik en misstu öll tök yfir til ÍRinga í þeim síðari. Leikmenn Fram gáfust ekki upp og uppskáru ógna sterkan sigur.Hverjir stóðu upp úr?Stefán Darri Þórsson og Þorgrímur Smári Ólafsson, voru heilt yfir atkvæðamestir í liði Fram, varnar og sóknarlega. Matthías Daðason var þó þar markahæstur með 9 mörk. Hafþór Vignisson var heilt yfir góður fyrir ÍR en Sturla Ásgeirsson er ótrúlegur leikmaður, hann var markahæstur í liði gestanna með 11 mörk úr 13 skotum. Hvað gekk illa? Sóknarleikur ÍR gekk ekki vel í dag, þeir fengu lítið af hraðaupphlaupum og slaka skotnýtingu fyrir utan. Björgvin Þór Hólmgeirsson átti erfitt uppdráttar og fengu gestirnir lítið framlag frá honum. Hvað er framundan? Framundan er landsleikjahlé, næsta umferð deildarinnar er í lok mánaðar, 30. október. Bjarni Fritzsonvísir/báraBjarni Fritz: Ég sagði að þetta yrði erfiður leikur„Mér fannst við ekkert góðir“ sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR eftir fyrsta tap tímabilsins „Þeir skora einu marki meira en við“ sagði Bjarni vera ástæðuna fyrir þessu tapi „Við vorum að spila mjög lélega vörn, sérstaklega í byrjun og fengum enga markvörslu í leiðinni. Í seinni hálfleik er vörnin töluvert betri, við erum þéttir. Þeir voru samt að ná inn mörkum eftir að hafa spilað langar sóknir án þess að við séum að stoppa flæðið þeirra.“ „Við förum í alla leiki til að vinna þá og bjuggumst alveg eins við því að við myndum vinna í dag því að við höfum verið að spila vel“ „Enn ég sagði líka fyrir leik að þetta yrði erfiður leikur því þetta er sterkur mótherji sem hefur ekki fengið jafnmörg stig og þeir eiga skilið miðað við hvernig þeir hafa spilað lungað af sínum leikjum“ sagði Bjarni sem talar þar um hversu vel Fram hefur spila á köflum í sínum leikjum, en þeim hefur gengið erfiðlega að klára leikina sína og því með fá stig „Þeir héldu þetta betur út en við í dag og þar af leiðandi tóku þeir stigin“ sagði Bjarni að lokum Guðmundur Helgi fer sáttur inní landsleikjahléðvísir/báraGuðmundur Helgi: Þeir skora sem þora„Þetta var bara geggjað, algjörlega geggjað“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram. „Við vissum alltaf að þeir kæmu tilbaka og tilbaka, við vorum búnir að undirbúa okkur undir það“ Guðmundur segir að hann hafi, að sjálfsögðu, verið orðinn stressaður undir lokin þegar ÍR leiddi með tveimur mörkum og stutt var eftir af leiknum. Hann segir að leikmenn hafi verið að gera óþarflega mikið af klaufa mistökum en hrósar þeim hvernig þeir brugðust við þeim mistökum sem þeir gerðu í leiknum „Að sjálfsögðu var ég stressaður, ég væri að ljúga ef ég segði eitthvað annað. Við áttum samt alveg full inni, vorum að gera mikið af klaufa mistökum en þetta er leikur mistaka, það er bara spurning hvernig menn bregðast við því að gera mistök. Mínir menn gerðu það vel í dag.“ Guðmundur tók leikhlé þegar 18 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann stillti þá upp í loka sóknina sem skilaði þeim sigrinum. Hann segir það þó ekki hafa verið planið að Andri Heimir tæki skotið en sóknin þróaðist þannig og hann fagnar því núna „Nei, alls ekki planið. Við ákváðum að gera bara sama og við gerðum allan leikinn. Við vissum að þeir væru að verjast neðarlega og ákváðum því að láta bara vaða. Þeir skora sem þora, það er bara þannig“ Olís-deild karla
Fram vann gríðalega sterkan sigur á ÍR í Safamýrinni í kvöld, 29-28. Leikurinn var kaflaskiptur en staðan var eins í hálfleik þar sem Fram leiddi með einu marki, 17-16. ÍR byrjaði leikinn betur en heimamenn voru fljótir að vinna sig inní leikinn og höfðu undirtökin stærsta hluta fyrri hálfleiks. Staðan var 12-9, fyrir Fram, þegar korter var liðið af leiknum og þeir leiddu með fjórum mörkum þegar mest lét, 14-10. ÍR náði góðu áhlaupi á síðustu fimm mínútum fyrri hálfleiks og náðu að saxa á forskot Framarar. Með 1-4 kafla snéru þeir leiknum og var munurinn aðeins eitt mark þegar liðin gengu til búningsklefa, 17-16, Fram í vil. Eftir 10 mínútur af síðari hálfleik leiddu gestirnir með tveimur mörkum, 20-22. Þeir héldu þeirri forystu lungað af síðari hálfleik. Matthías Daðason, leikmaður Fram, fékk beint rautt spjald þegar rétt um átta mínútur voru til leiksloka og Fram var einu marki undir, 24-25. ÍR skoraði næsta mark en Fram jafnaði svo leikinn í 26-26. Síðustu þrjár mínútur leiksins voru æsi spennandi, Fram leiddi með einu marki þegar 60 sekúndur voru eftir, ÍR skoraði í kjölfarið eftir leikhlé og staðan var jöfn þegar Fram fór í loka sóknina. Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, tók leikhlé þegar 20 sekúndur voru eftir af leiknum og stillti hann upp í góða sókn sem skilaði árangri. Andri Heimir Friðriksson reyndist hetja Framara er hann skoraði sigurmark leiksins og Fram varð fyrsta liðið til að vinna ÍR, 29-28, voru loka tölur í Safamýrinni.Af hverju vann Fram? Seiglan var gríðaleg í heimamönnum og náðu þeir að toppa á rétta kaflanum, undir lok leiks. Fram hafði undirtökin á leiknum í fyrri hálfleik en misstu öll tök yfir til ÍRinga í þeim síðari. Leikmenn Fram gáfust ekki upp og uppskáru ógna sterkan sigur.Hverjir stóðu upp úr?Stefán Darri Þórsson og Þorgrímur Smári Ólafsson, voru heilt yfir atkvæðamestir í liði Fram, varnar og sóknarlega. Matthías Daðason var þó þar markahæstur með 9 mörk. Hafþór Vignisson var heilt yfir góður fyrir ÍR en Sturla Ásgeirsson er ótrúlegur leikmaður, hann var markahæstur í liði gestanna með 11 mörk úr 13 skotum. Hvað gekk illa? Sóknarleikur ÍR gekk ekki vel í dag, þeir fengu lítið af hraðaupphlaupum og slaka skotnýtingu fyrir utan. Björgvin Þór Hólmgeirsson átti erfitt uppdráttar og fengu gestirnir lítið framlag frá honum. Hvað er framundan? Framundan er landsleikjahlé, næsta umferð deildarinnar er í lok mánaðar, 30. október. Bjarni Fritzsonvísir/báraBjarni Fritz: Ég sagði að þetta yrði erfiður leikur„Mér fannst við ekkert góðir“ sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR eftir fyrsta tap tímabilsins „Þeir skora einu marki meira en við“ sagði Bjarni vera ástæðuna fyrir þessu tapi „Við vorum að spila mjög lélega vörn, sérstaklega í byrjun og fengum enga markvörslu í leiðinni. Í seinni hálfleik er vörnin töluvert betri, við erum þéttir. Þeir voru samt að ná inn mörkum eftir að hafa spilað langar sóknir án þess að við séum að stoppa flæðið þeirra.“ „Við förum í alla leiki til að vinna þá og bjuggumst alveg eins við því að við myndum vinna í dag því að við höfum verið að spila vel“ „Enn ég sagði líka fyrir leik að þetta yrði erfiður leikur því þetta er sterkur mótherji sem hefur ekki fengið jafnmörg stig og þeir eiga skilið miðað við hvernig þeir hafa spilað lungað af sínum leikjum“ sagði Bjarni sem talar þar um hversu vel Fram hefur spila á köflum í sínum leikjum, en þeim hefur gengið erfiðlega að klára leikina sína og því með fá stig „Þeir héldu þetta betur út en við í dag og þar af leiðandi tóku þeir stigin“ sagði Bjarni að lokum Guðmundur Helgi fer sáttur inní landsleikjahléðvísir/báraGuðmundur Helgi: Þeir skora sem þora„Þetta var bara geggjað, algjörlega geggjað“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram. „Við vissum alltaf að þeir kæmu tilbaka og tilbaka, við vorum búnir að undirbúa okkur undir það“ Guðmundur segir að hann hafi, að sjálfsögðu, verið orðinn stressaður undir lokin þegar ÍR leiddi með tveimur mörkum og stutt var eftir af leiknum. Hann segir að leikmenn hafi verið að gera óþarflega mikið af klaufa mistökum en hrósar þeim hvernig þeir brugðust við þeim mistökum sem þeir gerðu í leiknum „Að sjálfsögðu var ég stressaður, ég væri að ljúga ef ég segði eitthvað annað. Við áttum samt alveg full inni, vorum að gera mikið af klaufa mistökum en þetta er leikur mistaka, það er bara spurning hvernig menn bregðast við því að gera mistök. Mínir menn gerðu það vel í dag.“ Guðmundur tók leikhlé þegar 18 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann stillti þá upp í loka sóknina sem skilaði þeim sigrinum. Hann segir það þó ekki hafa verið planið að Andri Heimir tæki skotið en sóknin þróaðist þannig og hann fagnar því núna „Nei, alls ekki planið. Við ákváðum að gera bara sama og við gerðum allan leikinn. Við vissum að þeir væru að verjast neðarlega og ákváðum því að láta bara vaða. Þeir skora sem þora, það er bara þannig“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti