Borgun þarf að greiða kaupauka sem það felldi niður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. október 2019 13:26 Fjármálaeftirlitið gerði alvarlegar athugasemdir við eftirlit Borgunar með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Fréttablaðið/ernir Borgun hefur verið dæmt til að greiða fyrrverandi forstöðumanni alþjóðasviðs fyrirtækisins 1,6 milljónir vegna kaupauka sem forstöðumaðurinn taldi sig eiga rétt á. Borgun hafði tilkynnt honum að kaupaukinn yrði felldur niður þar sem Fjármálaeftirlitið hafði meðal annars gert athugasemdir við innri starfsemi deildarinnar sem maðurinn stýrði. Kaupaukinn sem deilt var fyrir árið 2014 en forstöðumaðurinn hafði fengið 60 prósent kaupaukans greitt í desember það ár. Samkvæmt þágildandi reglum Fjármálaeftirlitsins hafði Borgun hins vegar ákveðið að fresta greiðslu afgangsins um þrjú ár.Þann 9. mars 2018, nokkrum mánuðum eftir að forstöðumaðurinn lét af störfum hjá Borgun, var honum hins vegar tilkynnt að stjórn Borgunar hafi ákveðið að fella niður kaupauka hans vegna áranna 2014, 2015 og 2016 sem áttu að vera til greiðslu 2017, 2018 og 2019. Ekki var hins vegar krafist þess að að forstöðumaðurinn skyldi endurgreiða það sem þegar hafði verið greitt vegna kaupaukans 2014. Töldu skilyrði fyrir greiðslu kaupaukans ekki lengur vera fyrir hendi Byggði Borgun ákvörðun sína á því að niðurstaða athugunar FME á eftirliti með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hafði leitt í ljós að brotalamir væru á innri starfsemi deildarinnar sem starfsmaðurinn var í forstöðu fyrir. Ekki væru því lengur skilyrði fyrir greiðslu kaupaukans. Umrætt mál var sent til Héraðssaksóknara til rannsóknar sem lét það niður falla í janúar á síðasta ári.Hins vegar byggði Borgun á því að samkvæmt reglum FME skyldi kaupauki ekki greiddur ef staða Borgunar hefði versnað verulega eða útlit væri fyrir að hún myndi versna verulega þegar að fyrirhuguðum greiðsludegi kæmi. Þessi skilyrði taldi Borgun að hafi ótvírætt verið fyrir hendi í því tilviki sem deilt var um í þessu máli.Héraðsdómur Reykjavíkur.Vísir/VilhelmSá eini sem varð fyrir niðurfellingu kaupauka Forstöðumaðurinn fyrrverandi sætti sig hins vegar ekki við að Borgun ætlaði sér ekki að greiða 40 prósentin sem eftir stóðu af kaupaukanum fyrir árið 2014 og höfðaði því mál gegn fyrirtækinu til greiðslu þess sem eftir stóð.Byggði hann mál sitt á því að skilyrði til afturköllunar kaupukans samkvæmt ákvæðum kaupaukasamnings hans og Borgunar hafi ekki verið fyrir hendi. Um hafi verið að ræða hluta af starfskjörum hans, endurgjald fyrir vinnu sem þegar hafi verið innt af hendi. Niðurstaða ársreikninga Borgunar sýni jafnframt að ekki hafi komið til neikvæðra áhrifa vegna niðurstöðu Rannsóknar FME.Þá hafi hann í einu og öllu hagað störfum sínum af trúmennsku og í samræmi við verklagsreglur Borgunar. Þá benti hann á að hann hafi verið sá eini af starfsmönnum Borgunar sem hafi verið gert að sæta skerðingu á kaupauka þeim hætti sem deilt var um í málinu. Fylgdi stefnu og starfsreglum BorgunarÍ niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur segir að ekki sé hægt að líta svo á Borgun hafi verið heimilt að fella niður kaupaukann á þeim grundvelli að fjárhagsstaða fyrirtækisins hafi versnað. Ef svo hefði verið hlyti afturköllunin að eiga jafnt við alla þá starfsmenn sem nutu kaupaukans, í það minnsta þá starfsmenn sem unni í sömu deild og forstöðumaðurinn. Fyrir lægi að aðrir starfsmenn hafi hins vegar fengið kaupauka fyrir árið 2014 uppgerða að fullu.Þá kemur einnig fram í dómi héraðsdóms að ekki verði annað séð en að forstöðumaðurinn hafi í starfi sínu að fullu fylgt stefnu og verklagsreglum Borgunar. Þetta ætti einnig við um þær verklagsreglur sem FME taldi ófullnægjandi. Því hafi Borgun ekki verið stætt á því að afturkalla kaupaukann sem deilt var um.Var Borgun því dæmt til að greiða forstöðumanninum fyrrverandi 1,6 milljónir, auk vaxta og dráttarvaxta. Þá þarf Borgun einnig að greiða manninum málskostnað, 1,2 milljónir. Dómsmál Kjaramál Tengdar fréttir FME vísar máli Borgunar til héraðssaksóknara Málið varðar lög um eftirlit með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 28. febrúar 2017 13:20 Borgun sinnti ekki tilmælum FME um að slíta samningum við "vafasöm“ fyrirtæki Áður en Fjármálaeftirlitið kærði Borgun hf. til héraðssaksóknara vegna máls sem varðar eftirlit með peningaþvætti hafði eftirlitið beint þeim tilmælum til Borgunar að slíta sambandi við viðskiptavini sem höfðu ekki verið kannaðir með tilliti til áreiðanleika. Borgun sinnti ekki þessum kröfum FME og því var málinu vísað til saksóknara. 28. febrúar 2017 19:00 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Borgun hefur verið dæmt til að greiða fyrrverandi forstöðumanni alþjóðasviðs fyrirtækisins 1,6 milljónir vegna kaupauka sem forstöðumaðurinn taldi sig eiga rétt á. Borgun hafði tilkynnt honum að kaupaukinn yrði felldur niður þar sem Fjármálaeftirlitið hafði meðal annars gert athugasemdir við innri starfsemi deildarinnar sem maðurinn stýrði. Kaupaukinn sem deilt var fyrir árið 2014 en forstöðumaðurinn hafði fengið 60 prósent kaupaukans greitt í desember það ár. Samkvæmt þágildandi reglum Fjármálaeftirlitsins hafði Borgun hins vegar ákveðið að fresta greiðslu afgangsins um þrjú ár.Þann 9. mars 2018, nokkrum mánuðum eftir að forstöðumaðurinn lét af störfum hjá Borgun, var honum hins vegar tilkynnt að stjórn Borgunar hafi ákveðið að fella niður kaupauka hans vegna áranna 2014, 2015 og 2016 sem áttu að vera til greiðslu 2017, 2018 og 2019. Ekki var hins vegar krafist þess að að forstöðumaðurinn skyldi endurgreiða það sem þegar hafði verið greitt vegna kaupaukans 2014. Töldu skilyrði fyrir greiðslu kaupaukans ekki lengur vera fyrir hendi Byggði Borgun ákvörðun sína á því að niðurstaða athugunar FME á eftirliti með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hafði leitt í ljós að brotalamir væru á innri starfsemi deildarinnar sem starfsmaðurinn var í forstöðu fyrir. Ekki væru því lengur skilyrði fyrir greiðslu kaupaukans. Umrætt mál var sent til Héraðssaksóknara til rannsóknar sem lét það niður falla í janúar á síðasta ári.Hins vegar byggði Borgun á því að samkvæmt reglum FME skyldi kaupauki ekki greiddur ef staða Borgunar hefði versnað verulega eða útlit væri fyrir að hún myndi versna verulega þegar að fyrirhuguðum greiðsludegi kæmi. Þessi skilyrði taldi Borgun að hafi ótvírætt verið fyrir hendi í því tilviki sem deilt var um í þessu máli.Héraðsdómur Reykjavíkur.Vísir/VilhelmSá eini sem varð fyrir niðurfellingu kaupauka Forstöðumaðurinn fyrrverandi sætti sig hins vegar ekki við að Borgun ætlaði sér ekki að greiða 40 prósentin sem eftir stóðu af kaupaukanum fyrir árið 2014 og höfðaði því mál gegn fyrirtækinu til greiðslu þess sem eftir stóð.Byggði hann mál sitt á því að skilyrði til afturköllunar kaupukans samkvæmt ákvæðum kaupaukasamnings hans og Borgunar hafi ekki verið fyrir hendi. Um hafi verið að ræða hluta af starfskjörum hans, endurgjald fyrir vinnu sem þegar hafi verið innt af hendi. Niðurstaða ársreikninga Borgunar sýni jafnframt að ekki hafi komið til neikvæðra áhrifa vegna niðurstöðu Rannsóknar FME.Þá hafi hann í einu og öllu hagað störfum sínum af trúmennsku og í samræmi við verklagsreglur Borgunar. Þá benti hann á að hann hafi verið sá eini af starfsmönnum Borgunar sem hafi verið gert að sæta skerðingu á kaupauka þeim hætti sem deilt var um í málinu. Fylgdi stefnu og starfsreglum BorgunarÍ niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur segir að ekki sé hægt að líta svo á Borgun hafi verið heimilt að fella niður kaupaukann á þeim grundvelli að fjárhagsstaða fyrirtækisins hafi versnað. Ef svo hefði verið hlyti afturköllunin að eiga jafnt við alla þá starfsmenn sem nutu kaupaukans, í það minnsta þá starfsmenn sem unni í sömu deild og forstöðumaðurinn. Fyrir lægi að aðrir starfsmenn hafi hins vegar fengið kaupauka fyrir árið 2014 uppgerða að fullu.Þá kemur einnig fram í dómi héraðsdóms að ekki verði annað séð en að forstöðumaðurinn hafi í starfi sínu að fullu fylgt stefnu og verklagsreglum Borgunar. Þetta ætti einnig við um þær verklagsreglur sem FME taldi ófullnægjandi. Því hafi Borgun ekki verið stætt á því að afturkalla kaupaukann sem deilt var um.Var Borgun því dæmt til að greiða forstöðumanninum fyrrverandi 1,6 milljónir, auk vaxta og dráttarvaxta. Þá þarf Borgun einnig að greiða manninum málskostnað, 1,2 milljónir.
Dómsmál Kjaramál Tengdar fréttir FME vísar máli Borgunar til héraðssaksóknara Málið varðar lög um eftirlit með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 28. febrúar 2017 13:20 Borgun sinnti ekki tilmælum FME um að slíta samningum við "vafasöm“ fyrirtæki Áður en Fjármálaeftirlitið kærði Borgun hf. til héraðssaksóknara vegna máls sem varðar eftirlit með peningaþvætti hafði eftirlitið beint þeim tilmælum til Borgunar að slíta sambandi við viðskiptavini sem höfðu ekki verið kannaðir með tilliti til áreiðanleika. Borgun sinnti ekki þessum kröfum FME og því var málinu vísað til saksóknara. 28. febrúar 2017 19:00 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
FME vísar máli Borgunar til héraðssaksóknara Málið varðar lög um eftirlit með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 28. febrúar 2017 13:20
Borgun sinnti ekki tilmælum FME um að slíta samningum við "vafasöm“ fyrirtæki Áður en Fjármálaeftirlitið kærði Borgun hf. til héraðssaksóknara vegna máls sem varðar eftirlit með peningaþvætti hafði eftirlitið beint þeim tilmælum til Borgunar að slíta sambandi við viðskiptavini sem höfðu ekki verið kannaðir með tilliti til áreiðanleika. Borgun sinnti ekki þessum kröfum FME og því var málinu vísað til saksóknara. 28. febrúar 2017 19:00