Vinnubúðir fluttar frá Húsavík til flugvallagerðar á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 14. október 2019 09:56 Flutningaskipið BBC Lagos kemur inn til Húsavíkur að sækja vinnubúðirnar. Skipamyndir.com/Hafþór Hreiðarsson. Vinnubúðir sem áður þjónuðu hafnargerð á Húsavík, í tengslum við smíði kísilversins á Bakka, hafa nú fengið nýtt hlutverk. Þær hafa verið fluttar til Nuuk, höfuðstaðar Grænlands, en þar munu þær nýtast starfsmönnum við flugvallagerðina, sem þar er að hefjast. Danska verktakafyrirtækið Munck Gruppen fékk samninginn um gerð flugvallanna í Nuuk og Ilulissat eftir útboð. Það var einmitt dótturfyrirtæki þess, Munck Íslandi ehf., sem annaðist hafnargerðina á Húsavík, og notaði starfsmannahúsin undir þá sem unnu þar að lengingu viðlegukants og gerð gáma- og geymslusvæðis. Flutningaskip á vegum Munck, BBC Lagos, sigldi inn til Húsavíkur um síðustu mánaðamót og sótti búðirnar. Hafþór Hreiðarsson á Húsavík náði myndum af skipinu við komu þess þangað fyrir vefinn skipamyndir.com.Flutningaskipið sigldi inn á Skjálfanda í veðurblíðu. Hvalaskoðunarbáturinn Sæborg hægramegin.Skipamyndir.com/Hafþór Hreiðarsson.Skipið var að koma frá Nyborg á Fjóni og hafði þar verið lestað byggingarefni, vinnuvélum og öðrum tækjabúnaði fyrir Grænlandsverkefnið. Skipið kom einnig við í Hafnarfirði í sama tilgangi áður en það sigldi áfram til Nuuk en þangað kom það síðdegis á föstudag. Starfsmenn Munck koma til með að búa í búðunum en þær nýtast einnig sem mötuneyti, skrifstofur og geymslurými. Samkvæmt frétt grænlenska miðilsins Sermitsiaq reiknar verktakafyrirtækið með að ráða vel yfir eitthundrað starfsmenn í flugvallagerðina og þeir geti orðið nokkur hundruð talsins þegar framkvæmdirnar ná hámarki. Sjá meira um Nuuk: Nuuk er engin afdalabyggð Von er á öðru skipi til Nuuk á vegum Munck á næstu vikum með borvélar og annan viðbótarbúnað. Opinbert hlutafélag, Kalaallit Airports, heldur utan um flugvallagerðina af hálfu grænlenskra stjórnvalda en verkefnisstjórinn er Íslendingur, Erlingur Jens Leifsson, eins og fram kom í þessari frétt Stöðvar 2 í síðasta mánuði: Fréttir af flugi Grænland Norðurþing Tengdar fréttir Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52 Húsvíkingar sjá fleiri not fyrir nýju höfnina Húsvíkingar hugsa sér gott til glóðarinnar vegna nýrrar iðnaðarhafnar, sem nú er að verða tilbúin. Höfnin mun einnig nýtast stórum skemmtiferðaskipum og annarri starfsemi. 12. október 2017 21:51 Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00 Danskur verktaki fær flugvelli á Grænlandi Danska verktakafyrirtækið Munck Gruppen varð hlutskarpast í útboði um gerð nýrra flugvalla í Nuuk og Ilulissat á Grænlandi. Framkvæmdir hefjast í haust. 14. júlí 2019 10:45 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Vinnubúðir sem áður þjónuðu hafnargerð á Húsavík, í tengslum við smíði kísilversins á Bakka, hafa nú fengið nýtt hlutverk. Þær hafa verið fluttar til Nuuk, höfuðstaðar Grænlands, en þar munu þær nýtast starfsmönnum við flugvallagerðina, sem þar er að hefjast. Danska verktakafyrirtækið Munck Gruppen fékk samninginn um gerð flugvallanna í Nuuk og Ilulissat eftir útboð. Það var einmitt dótturfyrirtæki þess, Munck Íslandi ehf., sem annaðist hafnargerðina á Húsavík, og notaði starfsmannahúsin undir þá sem unnu þar að lengingu viðlegukants og gerð gáma- og geymslusvæðis. Flutningaskip á vegum Munck, BBC Lagos, sigldi inn til Húsavíkur um síðustu mánaðamót og sótti búðirnar. Hafþór Hreiðarsson á Húsavík náði myndum af skipinu við komu þess þangað fyrir vefinn skipamyndir.com.Flutningaskipið sigldi inn á Skjálfanda í veðurblíðu. Hvalaskoðunarbáturinn Sæborg hægramegin.Skipamyndir.com/Hafþór Hreiðarsson.Skipið var að koma frá Nyborg á Fjóni og hafði þar verið lestað byggingarefni, vinnuvélum og öðrum tækjabúnaði fyrir Grænlandsverkefnið. Skipið kom einnig við í Hafnarfirði í sama tilgangi áður en það sigldi áfram til Nuuk en þangað kom það síðdegis á föstudag. Starfsmenn Munck koma til með að búa í búðunum en þær nýtast einnig sem mötuneyti, skrifstofur og geymslurými. Samkvæmt frétt grænlenska miðilsins Sermitsiaq reiknar verktakafyrirtækið með að ráða vel yfir eitthundrað starfsmenn í flugvallagerðina og þeir geti orðið nokkur hundruð talsins þegar framkvæmdirnar ná hámarki. Sjá meira um Nuuk: Nuuk er engin afdalabyggð Von er á öðru skipi til Nuuk á vegum Munck á næstu vikum með borvélar og annan viðbótarbúnað. Opinbert hlutafélag, Kalaallit Airports, heldur utan um flugvallagerðina af hálfu grænlenskra stjórnvalda en verkefnisstjórinn er Íslendingur, Erlingur Jens Leifsson, eins og fram kom í þessari frétt Stöðvar 2 í síðasta mánuði:
Fréttir af flugi Grænland Norðurþing Tengdar fréttir Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52 Húsvíkingar sjá fleiri not fyrir nýju höfnina Húsvíkingar hugsa sér gott til glóðarinnar vegna nýrrar iðnaðarhafnar, sem nú er að verða tilbúin. Höfnin mun einnig nýtast stórum skemmtiferðaskipum og annarri starfsemi. 12. október 2017 21:51 Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00 Danskur verktaki fær flugvelli á Grænlandi Danska verktakafyrirtækið Munck Gruppen varð hlutskarpast í útboði um gerð nýrra flugvalla í Nuuk og Ilulissat á Grænlandi. Framkvæmdir hefjast í haust. 14. júlí 2019 10:45 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24
Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52
Húsvíkingar sjá fleiri not fyrir nýju höfnina Húsvíkingar hugsa sér gott til glóðarinnar vegna nýrrar iðnaðarhafnar, sem nú er að verða tilbúin. Höfnin mun einnig nýtast stórum skemmtiferðaskipum og annarri starfsemi. 12. október 2017 21:51
Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00
Danskur verktaki fær flugvelli á Grænlandi Danska verktakafyrirtækið Munck Gruppen varð hlutskarpast í útboði um gerð nýrra flugvalla í Nuuk og Ilulissat á Grænlandi. Framkvæmdir hefjast í haust. 14. júlí 2019 10:45