Halda í dag Verndarhátíð heilagrar guðsmóður Davíð Stefánsson skrifar 14. október 2019 07:30 Timur Zolotuskiy, príor Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi, í Nikulásarkirkju í Reykjavík . FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Í dag, 14. október, er Verndarhátíð heilagrar guðsmóður að trúarsið Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Líkt og víða um heim er dagurinn haldinn hátíðlegur hér á landi, í Nikulásarkirkju í Reykjavík. Timur Zolotuskiy, príor Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi segir að uppruna hátíðarinnar megi rekja til 10. aldar þegar sameiginlegur her Rússa og víkinga sem nefndir voru Væringjar sátu um Miklagarð, höfuðborg Austrómverska keisaradæmisins (Býsansríkisins). „Her Grikkja var þá bundinn annars staðar í heimsveldinu vegna innrásar múslima og engrar aðstoðar að vænta frá öðrum. Borgarbúar komu þá saman til bæna í Blachernae-kirkjunni, kirkju hinnar blessuðu Maríu meyjar. Undir bænum sá Andrei Yurodivy, fyrrverandi þræll frá Novgorod, hvar María mey nálgaðist miðju kirkjunnar, kraup niður og var lengi á bæn fyrir alla sanntrúaða. Andlit hennar var þakið tárum. Hún breiddi síðan blæju sína yfir fólk því til verndar,“ segir séra Timur. „Eftir að guðsmóðirin birtist trúuðum var allri hættu afstýrt og borginni hlíft við blóðsúthellingum og þjáningum. Umsátursherir drógu sig til baka þegar þeir töldu dauða borgarinnar óhjákvæmilegan.“ Séra Timur segir að þessi hátíð minni á að fyrir meira en þúsund árum voru náin tengsl á milli þjóða Rússlands, sem þá var kallað Garðaríki, og Norðurlandanna. Útbreiðsla kristinnar trúar hófst síðan í Rússlandi sem tók kristna trú árið 988 og á Íslandi var kristni lögtekin árið 1000. Hann segir að Grikkir hafi gleymt að mestu þessari sögu þegar guðsmóðirin birtist í Miklagarði, en meðal Rússa varð hún mjög þekkt. Verndarhátíðin varð síðan vinsæl í Rússlandi. „Rússar muna hvernig María mey bjargaði höfuðborg þessa heimsveldis. Til að mynda eru margar rússneskar kirkjur tileinkaðar þessum atburði. Ein fallegasta kirkja Rússa, Pokrovsky-dómkirkjan á Rauða torginu í Moskvu, sem einnig er þekkt sem St. Basil dómkirkjan, er tileinkuð þessum merka viðburði, sem tengdi svo vel örlög Skandinavíu og Rússlands.“ Rússneska rétttrúnaðarkirkjan var opinberlega skráð á Íslandi í september árið 2001 eftir að fólk búsett hér á landi hafði beðið patríarka kirkjunnar í Moskvu að senda þeim prest fyrir safnaðarstarf hér á landi. Trúfélagið sem ber formlega heitið „Söfnuður heilags Nikulásar úr Moskvupatríarkatinu í Reykjavík“ hefur aðsetur í Nikulásarkirkju að Öldugötu 44 í Reykjavík. Séra Timur (eða Tímóteus) Zolotuskiy, sem er 51 árs, á ættir að rekja til Moskvu, höfuðborgar Rússlands. Hann var skipaður af patríarkanum í Moskvu og hinu heilaga kirkjuráði á Þorláksmessu árið 2004 og tók við sem prestur safnaðarins á Íslandi 4. júní 2005. Hann starfar sem prestur sóknar Rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi og í Færeyjum en þar var sókn stofnuð í júlí á þessu ári. Séra Timur segir starfsemi safnaðarins vera virka þótt söfnuðurinn sé ekki fjölmennur. Hagstofa Íslands segir að skráðir safnaðarmeðlimir hafi verið 685 um síðustu áramót. „Engu að síður er heildarfjöldi í Rétttrúnaðarkirkjunni á Íslandi um 1.050 meðlimir. Mismunurinn eru aðallega bræður okkar og systur frá Serbnesku rétttrúnaðarkirkjunni. Þannig hefur rétttrúnaðarkirkjan okkar fjölmenningarlega vídd. Við síðustu páskamessu vorum við með guðspjallalestur á 17 þjóðtungum fyrir fullri Dómkirkjunni í Reykjavík,“ segir hann. Rétttrúnaðarkirkjan á Íslandi á gott og mikilvægt samstarf við önnur trúfélög hér á landi, svo sem Þjóðkirkjuna og Kaþólsku kirkjuna. „Við vinnum mjög vel með kristnum bræðrum okkar og systrum. Sóknin okkar er þátttakandi í Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga á Íslandi. Við eigum afar gott samstarf við Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands, og Davíð B. Tencer, biskup rómversk-kaþólsku kirkjunnar hér. Þökk sé góðum vilja íslensku Þjóðkirkjunnar að við getum fagnað páskamessu í Dómkirkjunni í Reykjavík, auk þess sem Rómversk-kaþólska kirkjan á Íslandi hefur leyft okkur að halda jól í Landakotskirkju samkvæmt okkar hefð.“ david@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Sjá meira
Í dag, 14. október, er Verndarhátíð heilagrar guðsmóður að trúarsið Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Líkt og víða um heim er dagurinn haldinn hátíðlegur hér á landi, í Nikulásarkirkju í Reykjavík. Timur Zolotuskiy, príor Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi segir að uppruna hátíðarinnar megi rekja til 10. aldar þegar sameiginlegur her Rússa og víkinga sem nefndir voru Væringjar sátu um Miklagarð, höfuðborg Austrómverska keisaradæmisins (Býsansríkisins). „Her Grikkja var þá bundinn annars staðar í heimsveldinu vegna innrásar múslima og engrar aðstoðar að vænta frá öðrum. Borgarbúar komu þá saman til bæna í Blachernae-kirkjunni, kirkju hinnar blessuðu Maríu meyjar. Undir bænum sá Andrei Yurodivy, fyrrverandi þræll frá Novgorod, hvar María mey nálgaðist miðju kirkjunnar, kraup niður og var lengi á bæn fyrir alla sanntrúaða. Andlit hennar var þakið tárum. Hún breiddi síðan blæju sína yfir fólk því til verndar,“ segir séra Timur. „Eftir að guðsmóðirin birtist trúuðum var allri hættu afstýrt og borginni hlíft við blóðsúthellingum og þjáningum. Umsátursherir drógu sig til baka þegar þeir töldu dauða borgarinnar óhjákvæmilegan.“ Séra Timur segir að þessi hátíð minni á að fyrir meira en þúsund árum voru náin tengsl á milli þjóða Rússlands, sem þá var kallað Garðaríki, og Norðurlandanna. Útbreiðsla kristinnar trúar hófst síðan í Rússlandi sem tók kristna trú árið 988 og á Íslandi var kristni lögtekin árið 1000. Hann segir að Grikkir hafi gleymt að mestu þessari sögu þegar guðsmóðirin birtist í Miklagarði, en meðal Rússa varð hún mjög þekkt. Verndarhátíðin varð síðan vinsæl í Rússlandi. „Rússar muna hvernig María mey bjargaði höfuðborg þessa heimsveldis. Til að mynda eru margar rússneskar kirkjur tileinkaðar þessum atburði. Ein fallegasta kirkja Rússa, Pokrovsky-dómkirkjan á Rauða torginu í Moskvu, sem einnig er þekkt sem St. Basil dómkirkjan, er tileinkuð þessum merka viðburði, sem tengdi svo vel örlög Skandinavíu og Rússlands.“ Rússneska rétttrúnaðarkirkjan var opinberlega skráð á Íslandi í september árið 2001 eftir að fólk búsett hér á landi hafði beðið patríarka kirkjunnar í Moskvu að senda þeim prest fyrir safnaðarstarf hér á landi. Trúfélagið sem ber formlega heitið „Söfnuður heilags Nikulásar úr Moskvupatríarkatinu í Reykjavík“ hefur aðsetur í Nikulásarkirkju að Öldugötu 44 í Reykjavík. Séra Timur (eða Tímóteus) Zolotuskiy, sem er 51 árs, á ættir að rekja til Moskvu, höfuðborgar Rússlands. Hann var skipaður af patríarkanum í Moskvu og hinu heilaga kirkjuráði á Þorláksmessu árið 2004 og tók við sem prestur safnaðarins á Íslandi 4. júní 2005. Hann starfar sem prestur sóknar Rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi og í Færeyjum en þar var sókn stofnuð í júlí á þessu ári. Séra Timur segir starfsemi safnaðarins vera virka þótt söfnuðurinn sé ekki fjölmennur. Hagstofa Íslands segir að skráðir safnaðarmeðlimir hafi verið 685 um síðustu áramót. „Engu að síður er heildarfjöldi í Rétttrúnaðarkirkjunni á Íslandi um 1.050 meðlimir. Mismunurinn eru aðallega bræður okkar og systur frá Serbnesku rétttrúnaðarkirkjunni. Þannig hefur rétttrúnaðarkirkjan okkar fjölmenningarlega vídd. Við síðustu páskamessu vorum við með guðspjallalestur á 17 þjóðtungum fyrir fullri Dómkirkjunni í Reykjavík,“ segir hann. Rétttrúnaðarkirkjan á Íslandi á gott og mikilvægt samstarf við önnur trúfélög hér á landi, svo sem Þjóðkirkjuna og Kaþólsku kirkjuna. „Við vinnum mjög vel með kristnum bræðrum okkar og systrum. Sóknin okkar er þátttakandi í Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga á Íslandi. Við eigum afar gott samstarf við Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands, og Davíð B. Tencer, biskup rómversk-kaþólsku kirkjunnar hér. Þökk sé góðum vilja íslensku Þjóðkirkjunnar að við getum fagnað páskamessu í Dómkirkjunni í Reykjavík, auk þess sem Rómversk-kaþólska kirkjan á Íslandi hefur leyft okkur að halda jól í Landakotskirkju samkvæmt okkar hefð.“ david@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Sjá meira