Kalifornía bannar framleiðslu og sölu á dýrafeldum frá og með 2023 Sylvía Hall skrifar 12. október 2019 22:35 Dýraverndarsinnar hafa fagnað lagafrumvarpinu. Vísir/Getty Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníuríkis, hefur skrifað undir lagafrumvarp sem kveður á um bann á framleiðslu og sölu á nýjum dýrafeldum frá og með 2023. Þá mun einnig vera bannað að nota flestar dýrategundir í sirkussýningum í ríkinu. Bannið nær til framleiðslu á fatnaði, skóm, töskum og hvers kyns fatnaði úr dýrafeldi. Kaliforníuríki er það fyrsta í Bandaríkjunum til þess að banna framleiðslu og sölu á nýjum dýrafeldum og það þriðja sem bannar flestar dýrategundir í sirkusum. Nýlega skrifaði Newsom undir lagafrumvarp sem bannaði veiði dýra í þeim tilgangi að nota feld þeirra en áður höfðu Los Angeles og San Francisco bannað sölu dýrafelds. Dýraverndunarsinnar fögnuðu breytingunum og sögðu þær skref í rétta átt að aukinni dýravelferð.Newsom segir Kaliforníu leiðandi í dýravelferð.Vísir/GettyÍ yfirlýsingu frá ríkisstjóranum segir að Kaliforníuríki sé leiðandi í dýravelferð. Bannið skipti ekki einungis sköpum innan ríkisins heldur sendi sterk skilaboð til heimsins um að falleg og villt dýr á borð við birni og tígrisdýr eigi ekki heima í gildrum veiðimanna. Bannið nær þó ekki til sölu feldar sem þegar hefur verið framleiddur né þess sem notaður er í trúarlegum tilgangi. Bannið nær ekki heldur til framleiðslu leðurs, ullar né feldar af köttum og hundum né uppstoppunnar. Talið er að feldariðnaðurinn velti hundruðum milljarða árlega en árið 2014 högnuðust slíkir framleiðendur um einn og hálfan milljarð Bandaríkjadala. Þrátt fyrir það færist þróunin í sífellt auknum mæli í átt að aukinni dýravelferð og hafa tískurisar á borð við Versace, Gucci og Armani lýst því yfir að þau ætli sér ekki að nota feld í sínum fatnaði framar. Bandaríkin Dýr Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira
Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníuríkis, hefur skrifað undir lagafrumvarp sem kveður á um bann á framleiðslu og sölu á nýjum dýrafeldum frá og með 2023. Þá mun einnig vera bannað að nota flestar dýrategundir í sirkussýningum í ríkinu. Bannið nær til framleiðslu á fatnaði, skóm, töskum og hvers kyns fatnaði úr dýrafeldi. Kaliforníuríki er það fyrsta í Bandaríkjunum til þess að banna framleiðslu og sölu á nýjum dýrafeldum og það þriðja sem bannar flestar dýrategundir í sirkusum. Nýlega skrifaði Newsom undir lagafrumvarp sem bannaði veiði dýra í þeim tilgangi að nota feld þeirra en áður höfðu Los Angeles og San Francisco bannað sölu dýrafelds. Dýraverndunarsinnar fögnuðu breytingunum og sögðu þær skref í rétta átt að aukinni dýravelferð.Newsom segir Kaliforníu leiðandi í dýravelferð.Vísir/GettyÍ yfirlýsingu frá ríkisstjóranum segir að Kaliforníuríki sé leiðandi í dýravelferð. Bannið skipti ekki einungis sköpum innan ríkisins heldur sendi sterk skilaboð til heimsins um að falleg og villt dýr á borð við birni og tígrisdýr eigi ekki heima í gildrum veiðimanna. Bannið nær þó ekki til sölu feldar sem þegar hefur verið framleiddur né þess sem notaður er í trúarlegum tilgangi. Bannið nær ekki heldur til framleiðslu leðurs, ullar né feldar af köttum og hundum né uppstoppunnar. Talið er að feldariðnaðurinn velti hundruðum milljarða árlega en árið 2014 högnuðust slíkir framleiðendur um einn og hálfan milljarð Bandaríkjadala. Þrátt fyrir það færist þróunin í sífellt auknum mæli í átt að aukinni dýravelferð og hafa tískurisar á borð við Versace, Gucci og Armani lýst því yfir að þau ætli sér ekki að nota feld í sínum fatnaði framar.
Bandaríkin Dýr Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira